Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 45

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 45
Úr lögunt um iðju og Iðnað nr. 18 1927 Hér birtist sá kafli iðnlöggjafarinnar, sem fjallar um löggiltar iðngreinar svo og ákvæði hins almenna kafla um viðurlög við brotum á iðnlöggjöfinni. II. KAFLI - UM IÐNAÐ 13. gr. Iðnaður heitir í lögum þessum hver sú grein hand- iðnaðar, sem sérnám þarf til og lætur gera sjálfstætt sveinspróf samkvæmt reglugerð um iðnaðarnám. Sá rekur iðnað, sem ber fjárhagslega ábyrgð á iðn- rekstrinum. Sá stundar iðnað, sem vinnur að honum um lengri eða skemmri tíma. 14- gr- Enginn, hvorki stofnun né einstaklingur, má reka iðnað nema meistari í iðninni hafi þar alla verkstjórn á hendi. Enginn má stunda iðnað, nema meistarar, sveinar og nemendur í iðninni. Þó er hverjum sem er heimilt að vinna iðnaðarvinnu fyrir sjálfan sig og sitt heimili. Dyravörðum og öðrum umsjónarmönnum við ríkis- stofnanir er og heimilt að vinna algenga iðnaðarvinnu til viðhalds húsum og munum slíkra stofnana, undir eftirliti húsameistara ríkisins. 15- gr- Heimilt er sérfélögum, sveina- og meistarafélagi í sömu iðn, að gera sín á milli samning um það, að nota megi ólært verkafólk til iðnaðarstarfa undir stjórn lærðs iðnaðarmanns um stuttan tíma í senn, þegar sérstaklega stendur á og brýn þörf er á auknum vinnukrafti í iðninni. Nú er sveina- og meistarafélag ekki til í einhverri iðn ,og getur þá meiri hluti samiðnaðarmanna á staðn- um veitt samskonar leyfi. I sveitum og kauptúnum með 300 íbúa eða færri, mega óiðnlærðir menn þó vinna að byggingariðnaðar- störfum. 16. gr. Sá maður hefur iðnréttindi, sem: a. Hefur fengið viðurkennd meistararéttindi áður en lög þessi öðlast gildi, eða b. hefur sveinsbréf í iðn sinni, eða c. hefur iðnbréf í iðn sinni, eða d. hefur haft félagsréttindi í sveinafélagi fyrir 1. janúar 1936. 17- gr- Hver maður, karl eða kona á rétt á að fá meistara- bréf, ef hann: 1. Fullnægir þeim skilyrðum, sem sett eru í 1.-5. tölu- lið 3. gr. 2. a. Hefur fengið viðurkennd meistararéttindi áður en lög þessi öðlast gildi, og b. hefur sveinsbréf í iðn sinni og að sveinsprófi loknu unnið eigi skemur en 3 ár samtals sjálfstætt og undir stjórn meistara. Meisturum einum er heimilt að taka nemendur til verklegs náms í iðn sinni. Hafi sveinninn lokið prófi frá viðurkenndum fram- haldsskóla (tekniskum dagskóla) í iðn sinni, færast þessi 3 ár niður, sem skólatímanum svarar, þó aldrei niður úr einu ári. 18. gr. Heimilt skal ráðherra að ákveða, að enginn fái meistarabréf nema að afloknu meistaraprófi, enda sé þá jafnframt ákveðið, hverjar kröfur skuli gerðar til meistaraprófs. 19. gr. Geta skal þess í meistarabréfi, hverskonar iðnpróf aðili hafi leyst af hendi. Meistarabréf veitir aðila heimild til þess að reka þá iðn, sem sveinsbréf hans greinir, svo og að stjórna iðnrekstri fyrir aðra, hvar sem er á landi hér, hvort sem það er frá fastri atvinnu- stöð eða ekki, svo og rétt til þess að ráða sér aðstoðar- menn eftir þörfum, þó þá eina, sem rétt hafa til iðnað- arvinnu samkvæmt lögum þessum. Rétt er að veita sama aðila meistarabréf í fleiri en einni iðn, ef hann fullnægir skilyrðum um hverja einstaka þeirra. 20. gr. I byggingasamþykktum má ákveða, að enginn megi veita húsbyggingum forstöðu, nema að hann hafi til þess löggildingu bygginganefndar, enda sé hann meist- ari í húsasmíði eða múrsmíði. Ef aðrir taka að sér framkvæmd slíkra verka, þá skulu þeir hafa á vinnu- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 149

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.