Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 46

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 46
staðnum fyrir sína hönd mann, sem fullnægir þessu skilyrði. 2i. gr. Sá hefur fyrirgert réttindum sínum samkvæmt meistarabréfi, sem: i. Missir einhvers þeirra skilyrða, sem í 1.-3. tölulið og 1. málslið 4. tölulið 3. gr. segir. 2. Missir þeirra annarra skilyrða (sbr. 5. tölulið 3. gr.) er sett eru annars eða sett kunna að verða til þess að halda réttindunum. Ef félag á hlut að máli, þá skal svo fara sem í 2. mgr. 5. gr. segir. (3. grein er svohljóðandi: Hver maður, karl sem kona, getur fengið iðjuleyfi, ef hann: 1. Er heimilisfastur á íslandi þegar leyfið er veitt og hefur verið það síðasta árið. 2. Er fjárráður. 3. Hefur forræði á búi sínu. Ekki má þá veita þeim iðjuleyfi, sem tvisvar hefur orðið gjaldþrota, nema komizt hafi á löglegir samningar um skuldagreiðslur hans milli hans og lánardrottna hans. 4. liður hefur verið felldur niður með lögum nr. 28/1961. 5. Fullnægir að öðru leyti þeim skilyrðum, sem sett eru, eða sett kunna að verða lögum samkvæmt til þess að mega reka iðju. Iðjuleyfi má ekki veita embættis- eða sýslumönnum, né maka þeirra, ef hjón búa saman, nema ráðherra hafi úrskurðað, að iðjureksturinn megi samrýma stöðu þeirra). 22. gr. Lögreglustjóri, þar sem aðili á lögheimili, lætur af hendi meistarabréf, samkvæmt tillögu viðkomandi iðnráðs. Nú synjar lögreglustjóri um meistarabréf, eða ágrein- ingur verður um það, hvort aðili hafi misst rétt sinn, og er aðila þá rétt að bera málið undir ráðherra. Ennfremur getur hann leitað úrlausnar dómstóla um það mál, enda skal þá stefna lögreglustjóra fyrir gestarétt á varnarþingi hans. 23. gr. I hverjum kaupstað skal vera iðnráð. Skulu lög- reglustjórar að jafnaði leita umsagnar iðnráðanna um þau mál, er undir þá falla samkvæmt II. kafla þessara laga og samkvæmt löggjöfinni um iðnaðarnám. Ráðherra skal með reglugerð setja ákvæði um kosn- ingu iðnráða og nánari ákvæði um starfssvið þeirra. III. KAFLI - ALMENN ÁKVÆÐI 27- gr- Það varðar sektum, frá 100-2000 kr., og réttinda- missi í 5-10 ár, ef um ítrekuð brot er að ræða, ef maður: 1. Rekur iðnað, sem meistarabréf þarf til, án þess að hafa fengið það eða eftir að hann hefur misst heimildina. 2. Leyfir öðrum að reka iðn í skjóli meistarabréfs síns. 3. Tekur að sér verk, er í 20. gr. segir, án þess að fullnægja skilyrðum þeirrar greinar. 4. Tekur nemendur til verklegs náms, enda þótt hann eigi ekki rétt til þess, eða tekur nemendur til náms í annarri iðn en þeirri, sem hann er meistari í eða hefur réttindi meistara, eða heldur nemendur án lög- legs námssamnings. 5. Tekur mann til iðnaðarvinnu, sem ekki hefur rétt til þess skv. 14., 15. og 16. gr. 2 9. IÐNÞINGIÐ Framhald af bls. 129. Þá kvaddi sér hljóðs Eyþór Þórðarson, formaður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, og skýrði frá því, að félagið hefði ákveðið að bjóða að næsta Iðnþing verði háð á Suðurnesjum. Var þessu boði fagnað af iðn- þingsfulltrúum og samþykkt samhljóða. Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambandsins, tók til máls og kvaðst telja þetta iðnþing hafa verið mjög ánægjulegt og kvað það vera trú sína, að þetta yrði talið með merkari iðnþingum. Hann gat nokkurra þeirra mála, sem um hefði verið fjallað ,og ætla mætti að mundu skilja eftir varanleg spor í framtíðinni. Þá bauð hann velkominn til starfa hinn nýja hagráðunaut Landssambandsins, Sigurð Auðunsson. Ennfremur bauð hann hina endurkjörnu stjórnarmenn velkomna til starfa að nýju og þakkaði stjórn og framkvæmda- stjóra samstarfið. Ennfremur þakkaði hann þingfull- trúum fundarsetu, þingforsetum góða fundarstjórn og starfsfólki iðnþingsins vel unnin störf. Árnaði hann að lokum öllum velgengni á komandi tímum. Þingforseti færði starfsfólki og iðnþingsfulltrúum þakkir og árnaðaróskir og óskaði stjórn Landssam- bandsins og öllum iðnaðarmönnum farsældar í fram- tíðinni. Síðan sagði þingforseti 29. Iðnþingi íslendinga slitið. 150 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.