Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 47

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 47
SKÝRSLA IÐNFRÆÐSLURÁÐS UM TÖLU IÐNNEMA í ÁRSLOK 1966 SKÝRINGAR YIÐ TÖFLUR Tafla 1 sýnir fjölda iðnnema í Reykjavík, sundurliðað eftir iðngreinum og til- greint hversu margir hafa hafið nám á hverju ári fyrir sig (1963—1966) að báðum meðtöldum, svo og heildartala nemenda nú. Tafla II sýnir fjölda iðnnema annars staðar á landinu. í töflunni kemur aðeins fram hve margir hefja nám á hverju ári á hverjum stað, svo og heildartala nemenda nú, en ekki sundurliðað eftir iðngreinum. Tafla III sýnir fjölda iðnnema á öllu landinu í hverri iðngrein fyrir sig, svo og heildartölu iðnnema og hvar námið fer fram. Tafla IV sýnir hversu margir nemendur eru skráðir í iðnskóla þá sem starfræktir eru á landinu skólaárið 1966—1967. Auk þeirra 17 skóla, sem fjallað er um, eru 3 aðrir skólar á skrá yfir iðnskóla, eða: Iðnskólinn á Egilsstöðum, iðnskólinn á Eski- firði og iðnskólinn á Olafsfirði, en kennsla hefur legið niðri í þessum þremur skólum nokkur undanfarin ár. Samkvæmt töflum þeim, er hér fara á eftir, voru nem- endur í Reykjavík á staðfestum námssamningi í árslok 1966 1419 talsins í 44 iðngreinum á móti 1344 um fyrri áramót, en 1271 í árslok 1964. Hefur því iðnnemum í Reykjavík fjölgað um 75 á árinu 1966. Sé höfð hliðsjón af talningu framkvæmdri í árslok 1965 kemur í ljós að fallið hafa af töflu I um fjölda iðnnema í Reykjavík og skiptingu þeirra milli iðngreina þrjár iðngreinar: Eldsmíði, Glerslípun og Modelsmíði, en tvær bætzt við: Bílamálun og Sútun og er nú einn nemi á námssamningi í hvorri iðngreininni. Annars staðar á landinu voru við árslokin 1086 nem- endur í 37 iðngreinum, en voru við árslok 1965 alls 1115 og 1018 í árslok 1964. Iðnnemum utan Reykjavíkur hefur því fækkað um 29 á s.l. ári. Alls voru í gildi um s.l. óramót 2505 staðfestir náms- samningar í 47 löggiltum iðngreinum, en voru 2459 í árslok 1965 og 2289 í árslok 1964. Samkvæmt framan- sögðu hefur iðnnemum því fjölgað um 46 á árinu 1965. Miðað við árslok 1965 sést af töflu III að fækkað hefur um eina iðngrein — Módelsmíði — frá talningu þess árs og er nú enginn nemi í þeirri grein á landinu, en var um síðustu áramót einn módelsmíðanemi í Reykja- vík. Að fenginni reynslu má gera ráð fyrir að 100—200 TlMARIT IÐNAÐARMANNA námssamningar hafi verið ókomnir til staðfestingar um áramót og má því gera ráð fyrir að iðnnemar á öllu landinu séu nú eigi færri en 2600—2700. Hafa aldrei verið jafnmargir við iðnnám hér á landi sem nú. Tala iðnnema hefur verið sem hér segir síðustu sjö árin: 1960 staðfestir námssamningar alls 1610 1961 — — — 1800 1962 •— •— — 1891 1963 — — — 2061 1964 —- — — 2289 1965 — — — 2459 1966 — — — 2505 Iðnnemum hefur á þessu tímabili fjölgað um 895 eða tæp 56%. Flestir eru iðnnemar í Reykjavík eða 1419, á Akur- eyri 228, Gullbringu- og Kjósarsýslu 226, Hafnarfirði 110, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 100 og í Árnessýslu 86. Fjölmennustu iðngreinar, sem hafa 100 nemendur eða fleiri, eru þessar: Húsasmíði 581, Vélvirkjun 275, Rafmagnsiðn 267, Bifvélavirkjun 187, Múrun 165, Hús- gagnasmíði 119 og Hárgreiðsla 101. 15*

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.