Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 50

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 50
IV. Nemendafjöldi í iðnskólum skólaóriS 1966—1967 Iðnskólinn í Reykjavík ... i........................ 1) 1365 — í Keflavík............................. 94 — í Hafnarfirði.............................. 167* — á Akranesi............................. 96 — á ísafirði ............................ 50* — á Sauðárkróki .............................. 40* — á Siglufirði .......................... 20 — á Akureyri............................. 2) 229* — á Húsavík.................................... 30 — á Seyðisfirði................................. 9 — í Neskaupstað.......................... 26 — í Vestmannaeyjum ...................... 80 — í Borgamesi............................ 22 — í Stykkishólmi.............................. 13* — á Patreksfirði ........................ 24* — á Þingeyri.................................... 2 — á Selfossi .................................. 96 Matsveina- og veitingaþjónaskólinn.................. 3) 72 Alls 2435 * Áætluð tala. Endanlegar skýrslur hafa enn eigi borist um nemendaf jölda þessara skóla. 1) Þar af 50 í meistaraskóla. 2) Þar af 9 í undirbúningsdeild tækniskóla. 3) Aðeins taldir iðnnemar. enda í iðnskólum, þar sem innritun víðast hvar er að mestu lokið. I öðru lagi eru á vegum iðnskólanna og þá einkum hinna stærri rekin ýmist undirbúningsnámskeið og/eða framhaldsnámskeið (meistaraskólar o. fl.), þannig að í heildartölu nemenda getur bæði verið um að ræða tví- talningu sama nemanda (undirbúningsnámskeið sem nemandinn lýkur prófi úr og gengur í hinn eiginlega iðnskóla síðar á árinu) eða um sé að ræða nemanda sem þegar hefur lokið sveinsprófi (framhaldsnámskeið). Auk þess virðist það oft vilja brenna við að í skóla séu teknir nemendur sem enn hafa eigi gert námssamn- ing við meistara. RæSa iSnaðarmálaráSherra Framhald. af bls. 119. til þess að láta framkvæma stórar viðgerðir og breyt- ingar á fiskiskipum hér heima en ekki erlendis. Ennfremur minntist ráðherrann á, að breytingin í hægri umferð á næsta vori mundi skapa bifreiðasmíða- iðnaðinum mjög mikil verkefni og hefði hann átt þátt í að leysa þau fjárhagslegu vandamál, sem fram hefðu komið í því sambandi, og hefðu þau mál fengið við- hlítandi lausn. 1 lok ræðu sinnar árnaði ráðherrann þinginu heilla í störfum. Þrátt fyrir mikla fjölgun iðnnema á undanförnum árum reynist sem fyrr erfitt að koma öllum þeim í iðn- nám sem þess óska. Gildir þetta einkum um þær iðn- greinar sem gefa möguleika til framhaldsnáms í tækni- greinum, svo sem í rafmagnsiðn, vissum málmiðnaðar- greinum og húsasmíði. Þessir erfiðleikar stafa ekki af því að í þessum grein- um séu neinar takmarkanir á því hve marga nemendur megi taka, heldur á þetta rót sína að rekja til þess, að vinnumarkaðurinn getur eigi veitt viðtöku fleiri nem- endum í þessum greinum en raun ber vitni. A s.l. ári samþykkti Alþingi nýja löggjöf um iðn- fræðslu og tóku lögin gildi hinn 11. maí 1966. Mörg merk nýmæli eru í hinum nýju lögum, en merkast verð- ur að telja þau ákvæði laganna sem kveða á um að settir skuli á stofn verknámsskólar iðnaðarins. Verknámsskólunum er ætlað að veita verklega og bóklega kennslu, bæði iðnnemum og öðru starfsfólki í iðnaði. Þessir nýju skólar munu taka til starfa jafn- óðum og lokið verður byggingu skólahúsa, en nú eru í byggingu slík skólahús í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði. Víða annars staðar er hafinn undirbún- ingur að iðnskólabyggingum, en gert er ráð fyrir í fyrr- greindum lögum að alls verði starfræktir 10 iðnskólar á landinu, einn í hverju skólaumdæmi, í stað 20 skóla nú. Um þessar mundir er unnið að samningu reglugviðar samkvæmt hinum nýju lögum og verða þær gefnar út á þessu ári. Reykjavík í janúar 1067. IÐ N í RÆÐSLURÁÐ Blikksmiðjan V O G U R H F. AuObrekku 65 . Kópavogi . Pósthólf 179 Símar: Verkstjóri 40340 . Teiknistofa, skrifstofa 40341 Framkvæmdastjóri 40342 Framkvæmir smíði og uppsetningu á loftræsti- og lofthitakerfum, útsogskerfum frá résmíðavélum og efnarannsóknastofum. "k Framleiðir lokur og ristar í fiskþurkklefa * Framkvæmir þaklagnir úr eir og áli, auk allrar algengrar blikksmíði varð- andi húsbyggingar. * Utvegar eða selur af lager alls konar efni og tæki í ofantalin verk. * Rekur í'gin teiknistofu. * Útvegar einnig teikningar og áætlanir frá viðurkenndum teiknistofum. 154 TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.