Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 54

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 54
sízt við um ýmis konar þjónustu. En ýmsar leiðir eru til, sem fara má til að fá sem skjótasta lausn á ágrein- ingsmálum kaupanda og seljanda í þessum efnum, ef samkomulagsvilji er fyrir hendi og þá sérstaklega af hendi seljenda, því að það er oftast, sem á hann reynir. Þegar til kastanna kemur, hefur hann mun sterkari að- stöðu í þjóðfélaginu. Hans bláa nei og þóttafulla þvermóðska getur því hæglega valdið því, að kaup- andinn beri meira eða minna tjón að ósekju. Við teljum það siðferðilega skyldu hinna ýmsu sam- taka seljanda vöru og þjónustu að sýna jákvæðan vilja til úrbóta í þessum efnum. En hér reynir ekki aðeins á sanngirni, heldur einnig á framsýni og hagsýni, því að það hlýtur að vera hagsmunamál hverrar stéttar, hverr- ar iðngreinar t. d., að ágreiningsmál við neytendur eða kaupendur séu sem fæst, og að sem auðveldust leið sé höfð opin til að leysa úr þeim og þá af aðila, sem jafnt kaupendur sem seljendur eiga að geta treyst. Hér vil ég benda á eina leið, sem Neytendasamtök- inin hafa hina beztu reynslu af. Um árabil hefur starf- að matsnefnd í ágreiningsmálum vegna fatahreinsun- ar, en í henni eiga sæti fulltrúar neytenda og efna- laugaeigenda. Nær allar efnalaugar eiga aðild að nefndinni og skuldbinda sig til að hlíta umsögn henn- ar. Hér er oft um mjög erfið mál að eiga, hvað sönn- unaratriði varðar. En það er aldrei látið hindra um- sögn, sem oft verður að byggja á líkum og mótast af vilja til sanngirni. Með þessu hefur skapazt aðhald og öryggi í viðskiptum á þessu sviði, og er það mikil breyting og framför, frá því sem var, er nefndin tók til starfa. Efnalaugaeigendur kunna ekki sízt að meta starf þessarar nefndar, en hún gerir mögulega lausn á málum, sem hvorugur aðili hefði fallizt á ella og að minnsta kosti ekki báðir. 1 nefndinni eiga sæti 2 full- trúar neytenda og jafnmargir frá efnalaugaeigendum, og í þau 12 ár, sem hún hefur starfað, hefur aldrei þurft að kveðja til oddamann. Stofnun fleiri svipaðra matsnefnda hefur verið og er á döfinni. Á s. 1. ári komu Neytendasamtökin og Hús- gagnameistarafélag Reykjavíkur sér saman um reglu- gerð um ábyrgðarmerkingu húsgagna og stofnun mats- nefndar. Undirbúningur að því máli var mjög ítarlegur og nákvæmur og ætti að geta auðveldað og flýtt fyrir stofnun hliðstæðra matsnefnda. Æskilegt væri, ef við ekki segjum beinlínis nauðsynlegt, að stofnaðar yrðu slíkar matsnefndir, sem næðu yfir sem flestar tegund- ir almennra viðskipta. Þær myndu, ef vel tækist, ekki aðeins geta skjótlega leyst úr málum, sem annars eru nær óleysanleg í voru réttarfari, heldur um leið veitt þarft aðhald og hafa bætandi áhrif á gæði vara og þjónustu og þar með á viðskiptalífið og lífskjör lands- manna. Ef ávallt hallar á neytandann, hvað rétt snert- ir í viðskiptum, þá stuðlar það að lakari vörugæðum, lélegri þjónustu og um leið hærra verði. Og á dæmi um þetta má benda í allar áttir í íslenzku efnahagslífi. Ég tel rétt að nefna hér eitt dæmi, sem síðan getut verið til hliðsjónar. Það sýnir reyndar, hvernig hags- munamál neytenda almennt eru af hálfu stjórnarvald- anna oft tekin sem annars, þriðja eða fjórða flokks vandamál. f meira en áratug hafa Neytendasamtökin barizt fyrir því, að sett væru lög eða reglugerðir um merkingu vara, þannig að neytandinn geti fengið þær upplýsingar um vöruna, sem hann á skýlausa kröfu á, áður en kaup eru gerð, og fá þær skriflegar, þ. e. a. s. á meðfylgjandi miða og á móðurmáli neytenda, eins og tíðkast með fjölmörgum menntuðum þjóðum, og ekki sízt þeim, sem við eigum mest menningarleg samskipti við og ætti því að vera auðvelt að leita fyrirmynda til. Ýmislegt hefur að vísu gerzt í þessu máli, en engin reglugerð né lög um almenna merkingarskyldu hafa enn séð dagsins ljós. Önnur mál hafa verið talin brýnni. Hér er þó um mjög mikilvægt mál að ræða, ekki aðeins réttlætismál, sem eykur öryggi í viðskiptum, heldur beinlínis efnahagsmál og þar með talið gjaldeyrismál. Skortur á vörumerkingum hér á landi veldur neytend- um og þar með þjóðinni allri óþarfa tjóni á ári hverju. Hliðstætt þessu í íslenzku viðskiptalífi er hin furðu- lega tregða við að gefa kvittanir fyrir keyptri vöru eða þjónustu, svo að ekki sé minnzt á sundurliðun reikn- inga. Slíkt á að bjóða, en viðskiptavinurinn ekki að þurfa að biðja um, enda eru þeir margir ragir við það af ótta við að móðga þann, sem þeir eru að borga fé, og gera það reyndar líka ósjaldan, ef þeir herða sig upp í það. Af þessu hafa Neytendasamtökin því mið- ur afleita reynslu. Ég kem svo loks að samskiptum iðnaðarmanna og neytenda. Þá á ég við almenn kaup á iðnaðarvinnu, en ekki í merkingunni verzlunarkaup, þ. e. þegar iðnaðar- vinna er keypt til þess síðan að selja aftur til neytenda. Að sjálfsögðu hefur oft verið leitað til samtakanna vegna viðskipta við iðnaðarmenn. Það er ekkert óeðli- legt. Þó að ég segi það hér, að iðnaðarmenn séu al- mennt allra beztu og heiðarlegustu menn, þá er það ekkert hrós eða skjall, heldur sjálfsagður hlutur, að svo sé. Vitaskuld komum við hér að undantekningun- um, sem ég hef svo oft orðið að taka fram hér að framan. En ástæða er til þess að minnast þess hér, að litlir karlar geta myndað stóra skugga. í táknrænni merkingu er af þeim sökum rík ástæða, og raunar skylda að mínu áliti, til þess, að stjórnir samtaka iðn- aðarmanna séu vel á verði um heiður hópsins í hverri grein og þar með um heiðarleik einstaklinganna innan hans. Heiður stéttarinnar er ekki einungis siðferðilegt atriði og samvizkumál, heldur og hreint hagsmunamál. Islenzkir iðnaðarmenn væru þá úr öðru efni en aðrir landsmenn, ef þeir þyrftu ekki allnokkurt aðhald. Mér er ókunnugt um það, hversu oft menn í ábyrgðarstöð- um stéttarfélaga taka félaga sína í karphúsið. Og það er eðlilegt, að ekki sé verið að auglýsa slík innanstétt- armál. En það verður að segja það, eins og það er, að 158 TfMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.