Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 59

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 59
13- gr- í byrjun hvers Iðnþings kýs þingið 7 manna kjör- nefnd, er undirbýr allar kosningar á þinginu og gerir tillögur um menn í trúnaðarstörf Landssambandsins. Heimilt er þó þingfulltrúum að stinga upp á öðrum en þ>eim, sem kjörnefnd tilnefnir. 14- gr. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna skipa 7 menn, búsettir í Reykjavík og nágrenni og aðrir 7 til vara. Skulu stjórnarmenn kjörnir til þriggja ára í senn, þannig að þriðja hvert ár skulu 3 menn ganga úr stjórn- inni, en hin tvö skulu 2 menn ganga úr henni hvert ár. Varamenn skulu kosnir til eins árs. Forseti Landssambandsins skal kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stungið skal upp á mönnum í stjórnina skv. 13. gr. og síðan kosið um þá bundnum kosningum skriflega, og ræður einfaldur meirihluti úrslitum. Ár hvert skulu kosnir tveir endurskoðendur reikninga Landssam- bandsins, og aðrir tveir til vara. 15- gr- Stjórn Landssambandsins framkvæmir ályktanir þingsins og undirbýr mál undir næsta þing. Hún fer með mál Landssambandsins milli þinga og kemur fram fyrir hönd þess útávið og innávið. Hún skal vera ráðunautur stjórnarvalda ríkisins og annarra um mál- efni, sem snerta iðnað, samtök og fræðslumál iðnaðar- manna og lætur engin slík mál sér óviðkomandi. Hún stjórnar skrifstofu Landssambandsins, ræður fram- kvæmdastjóra og annað starfsfólk, ákveður laun þess og setur því erindisbréf eftir því sem þurfa þykir. Stjórnin og starfsfólk Landssambandsins aðstoðar menn almennt með þau mál er varða iðnað og til hennar er vísað. 16. gr. Landssambandið getur látið gera heiðursmerki til verðlauna fyrir framúrskarandi störf í þágu iðnaðar- mála, og ákveður Iðnþing gerð þess og setur reglu- gerð um veitingu þess. Á sama hátt getur Landssam- bandið kjörið sér heiðursfélaga, ef stjórn Landssam- bandsins gerir einróma tillögu þar um til Iðnþings. Heiðursfélagar hafa fulltrúarétt á Iðnþingum og eru kjörgengir í trúnaðarstörf Landssambandsins, en ekki eru þeir skyldir að taka kosningu í þau. 17- gr. Skrifstofa Landssambandsins skal leitast við meðal annars að gefa iðnaðarmönnum upplýsingar og ráð um kaup og meðferð véla, efniskaup o. fl., sérstaklega viðvíkjandi smærri iðnaði. Er stjórn Landssambands- ins í því skyni heimilt að fá sérfróða menn til ráða, ef með þarf, en kostnað við slíkar upplýsingar greiða þeir, er um þær biðja. 18. gr. Fé til reksturs Landssambandsins og starfrækslu skrifstofunnar og þinghalds fáist þannig: a) Þóknun fyrir upplýsingaþjónustu. b) Rekstrarframlag úr ríkissjóði. c) Skattur frá félögum og fyrirtækjum í Landssam- bandinu. Skatturinn skal ákveðinn á hverju Iðnþingi og gildi til næsta þings. Skal skatturinn miðast við félagatölu hvers sam- bandsfélags. Skattur iðnfyrirtækja og fyrirtækjasambanda miðast við iðnlánasjóðsgjaldstofn þeirra. Skatturinn miðast við félagatal um síðustu áramót og iðnlánasjóðsgjald síðasta árs, og greiðist fyrir 1. apríl ár hvert. Þeir aðilar að Landssambandinu sem ekki hafa greitt skattinn fyrir Iðnþing ár hvert, eiga ekki rétt á að senda fulltrúa á Iðnþing. d) Aðrar tekjur, sem sambandið kann að afla. 19- gr- Landssambandið greiðir ekki kaup, ferðakostnað eða dvalarkostnað fulltrúa þeirra, er á Iðnþinginu sitja, en allan annan beinan kostnað af þinginu. Stjórn Landssambandsins eða stjórn iðnaðarmannafélags á þingstað skal, eftir því sem unnt er, útvega fulltrúum dvalarstað á meðan þing stendur yfir. 20. gr. Stjórn Landssambandsins skal semja reikning yfir tekjur og gjöld Landssambandsins og leggja hann end- urskoðaðan fyrir Iðnþing, sem úrskurðar hann. Reikn- ingsárið er almanaksárið. 21. gr. Landssambandsstjórn má velja sér trúnaðarmenn í þeim kaupstöðum og héruðum landsins, sem henni þykir þurfa. 22. gr. Hver aðili að Landssambandinu skal senda Lands- sambandinu skýrslu um starf sitt, fjárhag, félagatal og starfsmannafjölda síðasta almanaksár ef um fyrirtæki er að ræða. Sé skýrslan komin fyrir 31. marz ár hvert. 23- gr- Hvert félag í Landssambandinu hefur fullt frelsi um félagsmál sín, þó svo, að ekki komi í bága við Lands- sambandsfélög, stefnuskrá eða samþykktir Landssam- bandsins. 24. gr. Landssambandið hefur ekki afskipti af kaup- og kjaramálum. 25- gr- Hvert félag, samband eða fyrirtæki hefur rétt til að skjóta öllum ágreiningsmálum, öðrum en kaupdeilu- og kjaramálum og málum stjórnmálalegs eðlis til Landssambandsstjórnar til úrskurðar. Áfrýja má úr- skurði stjórnarinnar til Iðnþings. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.