Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 60

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 60
26. gr. Brjóti eitthvert félag eða fyrirtæki í Landssam- bandinu lög þess, reglur eða samþykktir, skal stjórninni heimilt að víkja því úr Landssambandinu. Þó skal næsta Iðnþing leggja fullnaðarúrskurð á það mál. Brjóti einstakur félagsmaður lög Landssambandsins, skal félag hans víkja honum úr félaginu um stundar- sakir samkvæmt úrskurði Landssambandsstjórnar. 27- gr- Úrsögn úr Landssambandinu skal sendast skriflega til Landssambandsstjórnarinnar og verður því aðeins tekin til greina að viðkomandi félag, samband eða fyrirtæki sé skuldlaust við Landssambandið. 28. gr. Tillögur um breytingar á lögum og þingsköpum Landssambandsins séu í höndum Landssambands- stjórnar ekki síðar en 14 dögum fyrir þing. Á þinginu skal hafa tvær umræður um slíkar tillögur og þarf 3/5 hluta atkvæða á þingfundum til þess að þær nái sam- þykki. Athugasemdir við tillögur um breytingar á lögum Landssambands iðnaðarmanna 1. gr. Samhljóða 1. gr. núgildandi laga. 2. gr. Þessi grein er ný og skýrir sig sjálf. 3. gr. Innihald 2. greinar núgildandi laga er aukið verulega og er orðalag viðbótarinnar einkum sniðið eftir lögum norska iðnsambandsins. Nauðsynlegt er, að tilgangur sambandsins sé ítarlega skilgreindur, þar sem ætla má, að sjálft starf þess mótist að verulegu leyti af þeim tilgangi, sem því er ætlað að starfa að. 4. gr. Þessi grein er að mestu samhljóða 3. grein nú- gildandi laga. Þó eru d og /-liðir nýir, og þarfnast þeir eigi skýringa. 5. gr. í núgildandi lögum eru ákvæði í 4. grein um það hvaða félög geta verið í Landssambandi iðnaðar- manna, en þar segir: „I Landssambandinu geta verið öll félög og félagasambönd iðnaðarmanna.“ I tillögu þessari felst, að aðeins sum félög og félagasambönd iðnaðarmanna geta verið beinir aðilar að Landssam- bandinu, en önnur ekki. Fyrsti töluliður 5. gr. tiltekur, að blönduð iðnaðar- mannafélög geta verið aðilar að Landssambandinu. Er þá átt við, að þau geti verið blönduð bæði að því er tekur til iðngreina og einnig, að bæði sveinar og meistarar séu meðlimir í félögunum. Eins og nú eru öll iðnaðarmannafélögin í landinu blönduð í báðum þessum tillitum. En ekki er óhugsandi, að blönduð (að því er varðar iðngreinar) meistarafélög verði stofnuð í sumum kaupstöðum, þar sem blönduð iðnaðarmanna- félög hafa áður starfað, en nú lagzt niður (Akranes, Húsavík). Þá kveður einnig svo á í þessum lið 5. gr., að sér- greinardeildir blandaðra iðnaðarmannafélaga skuli eiga sjálfkrafa aðild að Landssambandinu í gegnum iðnaðarmannafélögin, þ. e. ekki sjálfstæða aðild, eins og sérgreinadeildir iðnaðarmannafélaganna í Hafnar- firði og á Suðurnesjum nú eiga. Annar töluliður 5. gr. tiltekur, að landsfélög ein- stakra iðngreina geti verið aðilar að Landssamband- inu. Nokkur slík félög eru nú þegar aðilar að Lands- sambandinu, s. s. félög bifreiðasmiða, blikksmiðju- eigenda, bókbandsiðnrekenda, dráttarbrautareigenda, kjólameistara, prentsmiðjueigenda, útvarpsvirkja og úrsmiða. Engin breyting verður á aðstöðu þessara fé- laga gagnvart Landssambandinu. Þriðfi töluliður tiltekur, að landssambönd iðngreina geti verið aðilar að Landssambandinu. Slík landssam- bönd eru nú þegar til í nokkrum iðngreinum, en ekk- ert þeirra er aðili að Landssambandi iðnaðarmanna. Þessi landssambönd eru: Landssamband bakarameist- ara, Hárgreiðslu- og hárskerameistarasamband Islands, Landssamband ísl. rafvirkjameistara, Landssamband skipasmíðastöðva, Landssamband skósmiða og Sam- band bifreiðaverkstæðiseigenda á Islandi. Ennfremur hafa sveinar stofnað tvö launþegasambönd, þ. e. Sam- band byggingamanna og Málmiðnaðar- og skipasmíða- samband Islands. Fjórði töluliður er samhljóða síðustu málsgrein 4. gr. núgildandi laga. Þar með er lokið upptalningu þeirra félaga, sem átt geta aðild að Landssambandi iðnaðarmanna - með einni undantekningu, sem getið verður hér á eftir. Veigamcsta breytingin frá núverandi skipulagi, sem þessi tillaga felur í sér, er að staðbundhi sérfélög, hvort heldur sem það eru hrein sveina- eða meistara- félög eða blönduð sérgreinafélög, skulu ekki eiga beina aðild að Landsambandinu. Ætlazt er til, að aðild þeirra sér í gegnum landssamband viðeigandi iðngrem- ar eða iðnaðarmannafélag á staðnum. Eins og fram kemur hér að framan eru landssam- bönd til í nokkrum iðngreinum, en ekkert þeirra er nú aðli að Landssambandi iðnaðarmanna. Vinna þarf að því, að fá þau til þess að gerast aðilar að Landssam- bandi iðnaðarmanna. Þá er Landssambandinu, skv. ákvæðum 5. gr., lögð sú kvöð á herðar, að vinna að skipidagningu, stofnun og starfrækslu landsfélaga og landssambatida í þeim iðngreinum, þar sem grundvöllur er fyrir starfsemi slíkra félaga en þau hafa enn ekki verið stofnuð. Þær iðngreinar, þar sem nauðsynlegt er að stofna ný lands- sambönd meistara, eru allar greinar byggingariðnaðar- ins (nema rafvirkjun), járniðnaður, húsgagnasmíði og húsgagnabólstrun. Ljóst er, að kjaramál iðnsveina hljóta að taka þá stefnu, að sömu samningar gildi um 164 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.