Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 62

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 62
lagi skylt að tilnefna þrjá sérfróða en hlutlausa menn, ef unnt er, í nefnd til álitsgerðar um málið.“ 25. gr. Samhljóða 24. gr. núgildandi laga. 26. gr. Samhljóða 25. gr. núgildandi laga. 27. gr. Samhljóða 26. gr. núgildandi laga. 28. gr. Samhljóða 27. gr. núgildandi laga. Alit skipulagsnefndar og löggjafarnefndar um skipu- lagsbreytingar Landssambands iðnaðarmanna Framsögumaður: Vigfús Sigurðsson. Nefndirnar hafa yfirfarið nefndarálit milliþinga- nefndar og hafa orðið sammála um eftirfarandi breyt- ingartillögur á því. Við S. gr., liður 3. Önnur og þriðja málsgrein: Á undan orðunum starfsmenn komi: iðnlærðir. / lið 4 falli niður: „formaður Sambands iðnskóla á lslandi“, en í staðinn komi „stjórnarformaður Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna og skólastjórar iðnskól- anna.“ 11. gr. Fallið hefur niður, en getið er um í athuga- semdum svohljóðandi grein: „Á sama hátt skal til- kynna stjórn Landssambandsins allar breytingar á stjórn og félagatölu sambandsfélaganna innan mánað- ar frá árlegum aðalfundi hvers félags.“ 12. gr. viðbót. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í öllum málum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. 14. gr. 1. málsgr., 2. lína, þar sem segir: „og aðrir 7 til vara“, komi „og 3 til vara“. 15. gr. c. liður, 3. málsgr. 1 stað fyrirtækja, á að standa fyrirtækjasambanda. 21. gr. Fallið hefur niður, en er getið í athugasemd- um, síðari hluti greinarinnar svohljóðandi: „Á hverju Iðnþingi skulu kosnir 12 menn í útbreiðslunefnd, bú- settir utan félagssvæðis Reykjavíkur. Stjórn Landssam- bandsins kveður úrbreiðslunefndina saman til fundar eigi sjaldnar en einu sinni á ári og þá áður en Iðnþing hefst. Útbreiðslunefnd fjallar um m. a. skipulags- og útbreiðslumál Landssambandsins." 24. gr. verði þannig: „Hverjum félagsmanni í félagi sem er í Landssambandinu er óheimilt að ganga í bága við samninga eða kauptaxta sem gilda fyrir sambands- félag samiðnaðarmanna hans á þeim stað sem kaup- taxtinn nær yfir. Landssambandið hefur að öðru leyti ekki afskipti af kaup og kjaramálum." Nefndirnar vilja ekki á þessu stigi taka afstöðu til ákvæða 5. gr. og 8. gr. 1. og 2. liðs í tillögunni, en leggja til að lagabreytingarnar verði ekki endanlega afgreidd- ar á yfirstandandi Iðnþingi, en verði sendar sambands- félögunum til umsagnar og skulu þau skila rökstuddri álitsgerð til Landssambandsstjórnar fyrir 1. marz næst- komandi. Landssambandsstjórn skal undirbúa endan- legar tillögur og leggja fyrir næsta Iðnþing. FisldskipasmíSar Frambald, af bls. 115. lánum, sem tekin hafa verið vegna skipasmíða erlendis á undanförnum árum. Þess er því varla að vænta, að sjóðurinn verði einfcer um að lána til innlendra skipa- smíða fyrst um sinn, nema sérstakar ráðstafanir til fjáröflunar verði gerðar. Tollalækkanir Að undanförnu hefur verið unnið að ýmsum breyt- ingum á tollskránni í framhaldi af gengisbreytingunni, sem gerð var h. 24. nóv. s.l. Meginsjónarmið ríkis- stjórnarinnar í þessu máli hefur verið að lækka tolla á neyzluvörum, þeim varningi, sem hefur mest áhrif á Lífskjör almennings, og draga þannig eftir mætti úr óhagstæðum áhrifum gengisbreytingarinnar á verðlag innanlands. Vegna þessara fyrirhuguðu tollabreytinga hafa sam- tök iðnaðarins ásamt Alþýðusambandi íslands beitt sér fyrir því, að tollar á mikilvægum hráefnum verði lækkaðir, og hefur Landssamband iðnaðarmanna eink- um lagt áherzlu á lækkun totta af trjávörum og járni. Líkur eru á, að tollur af ýmsum hráefnum málmiðnað- arins lœkki nokkuð og ýmsar vörur úr trjáviði lækki lítils háttar. Sýnt er þó, að lækkun tolla á trjáviðar- vörum verði of litil til þess að hafa nokkur veruleg áhrif til þess að bæta samkeppnisaðstöðu tréiðnaðar- ins. Að vísu bætir gengisbreytingin verulega aðstöð- una, en á hana verður fyrst og fremst að líta sem- óhjákvæmilega leiðréttingu á hlutföllum verðlags inn- anlands og erlendis. Framleiðslukostnaður innanlands hefur vaxið verulega síðan gengið var leiðrétt sumarið icjói, og miklu hraðar en erlendis, og um leið hefur samkeppnisaðstaða iðnaðarins versnað allmikið. Til þess að bæta aðstöðu tréiðnaðarins er því nauðsynlegt að lœkka tolla af hráefnum enn meira, einkum þar sem tollar á fullunnum vörum í þessum iðnaði eru yfirleitt 4o®/q eða aðeins 3 stigum hœrri en á hráefnum. En í sambandi við almennar umrœður um tollamál verður þó að leggja höfuðáherzlti á, að krafa iðtiaðar- ins hlýtur að vera sú, að tollar af hráefnum verði alveg felldir niðttr. Engar þjóðir, sem œtla að byggja upp öflugan iðnað, leggja tolla á hráefni. Hér á landi gilda ekki önnur lögmál í þessum efnum. Ennfremur verður að fella niður tolla af vélum, því að annars er verið að skerða samkeppnisaðstöðu iðnaðarins. Tollar af rekstursvörum landbúnaðar og sjávarút- vegs eru yfirleitt 0-4%. Tollar af vélum til þessarra atvinnugreina eru ro%. Á sama tíma verður iðnaður- inn almennt að greiða 25% totta af vélum. Hvers á iðnaðurinn að gjalda? Hvers vegna er hann ekki sett- ur við sama borð og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðar- innar? O. S. 166 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.