Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 29
6. Fjárveitingar til iðnaðar í ályktun Iðnþings er fagnað þeirri stefnubreyt- ingu, sem fram kemur í stórhækkuðu framlagi til Iðnlánasjóðs á árinu 1977 og látin í ljósi sú von, að hér sé um að ræða upphafið á framkvæmd þeirrar stefnu unr eflingu Iðnlánasjóðs, senr á- kveðin var þegar við inngöngu í EFTA. Á hinn bóginn vill Iðnþing benda á, að mjög mikið vantar á að framlög á fjárlögum til iðnað- armála séu í samræmi við þá iðnþróunarstefnu, sem mótuð var á sínum tíma. Hlutdeild iðnaðar af fjárlögum ársins 1977 er aðeins 0,56%, en til sjávarútvegs fóru 2,15% og landbúnaðar 2,78%. Enn óhagstæðari iðnaðinum eru hlutföllin, ef framlögin eru borin saman við hlutdeild í þjóðar- framleiðslu eða þann mannafla, sem viðkomandi atvinnugreinar veita atvinnu. 7. Útlán viðskiptabanka Iðnþing bendir í ályktun á þá staðreynd, sem fram kemur í opinberunr gögnum, að vaxtakjör atvinnuveganna af lánum frá viðskiptabönkum eru mjög mismunandi. Þannig eru meðalvextir af lánunr til iðnaðar 16,6% á árinu 1976. Land- búnaðurinn greiddi 13,0% að meðaltali í vexti af bankalánum á síðasta ári en sjávarútvegur 12,4%. Höfuðástæðan fyrir þessari misskiptu vaxta- byrði er sú, að iðnaðurinn lrefur ekki aðgang að öðru lánsfjármagni en skanrmtíma lánunr, þ. e. víxil- og yfirdráttarlánum, þar sem aftur á móti sjávarútvegur og landbúnaður fá meirihluta sinna rekstrarlána í fornri afurðalána. 8. Útlán fjárfestingalánasjóða í ályktun Iðnþings um fjárfestingalánasjóði segir, að oft hafi því verið haldið fram, að beina þyrfti fjármagni til þeirra atvinnugreina, þar sem franrleiðsluaukning sé mest og mestrar aukningar að vænta. í framhaldi af því megi benda á, að undanfarin ár hafi framleiðsluaukning verið mest í iðnaði af lröfuðatvinnuvegununr. Áætlað sé að hlutdeild iðnaðar í þjóðarframleiðslu lrafi árið 1975 verið komin upp í 33,8% af þjóðarfram- leiðslunni í heild og að jrar hafi starfað um 27% af mannaflanum. Skipting útlána fjárfestingarlánasjóða á láns- fjáráætlun 1977 sýna hins vegar að til iðnaðar sé áætlað að veita 13,3% af heildarútlánum fjárfest- ingarlánasjóða. Landbúnaðurinn tai í sinn hlut 8,4% af heild- arútlánum sjóðanna á þessu ári, en sjávarútvegur hvorki nreira né minna en 32,7%. Þessar tölur sýni, að lítið tillit sé tekið til jress við ákvörðun unr ráðstöfun fjár til fjárfestingar, hvar fram- leiðsluaukningar sé von. 9. Óbeinir skattar og opinberar álögur í ályktun um Jressi mál segir m. a.: Að konrið hafi í ljós við athugun á samkeppnis- aðstöðu innlendra og erlendra framleiðenda, að mjög nrikill nrunur sé á opinberunr álögum, ís- lenskum franrleiðendum í óhag. Má þar nefna tolla af aðföngum, fjölda launatengdra gjalda, verðjöfnunargjald af raforku, aðstöðugjald og fasteignagjöld, en tvö síðastnefndu gjöldin eru af iðnaðinum talin afar óheppilegt fornr á skatt- heimtu og valda mikilli mismunun nrilli atvinnu- vega og einstakra greina. Þá má nefna að stærsti lánasjóður iðnaðarins er að miklu leyti fjármagn- aður nreð beinni skattlagningu á iðnaðinn sjálf- an á sanra tíma og helstu lánasjóðir annarra at- vinnuvega eru að nriklu leyti ljármagnaðir af Ijár- lögunr án beinnar skattlagningar. 10. Verðlagsmál Um verðlagsmálin segir nr. a. í ályktun Iðn- þings: Elestunr senr til þekkja mun ljóst, að núgild- andi verðlagslöggjöf og framkvæmd hennar hef- nr á engan hátt gegnt Jrví hlutverki sínu að halda verðlagi i landinu í skefjum ,enda varla von þar sem ekki er hróflað við sjálfri orsökinni. Verð- lagsyfirvöld hafa árunr sanran sóað kröftum sín- unr við að reyna að fela verðhækkanir eða fresta þeim. Slík frestun er mismunandi auðveld, eftir því livað unr er að ræða. Þannig er t. d. verðlags- eftirlit á vörunr framleiddunr innanlands, en lítið fylgst nreð verði á innflutningi. I annan stað er strangt verðlagseftirlit á útseldri vinnu og Jrjón- ustu, sem auðvelt er að halda niðri með handa- lrófskenndunr reglunr, sem settar eru án samráðs við fyrirtækin. Mörgum fyrirtækjum í fram- leiðsluiðnaði en einkunr Jró í byggingariðnaði, viðgerða- og þjónustuiðnaði eru skömmtuð svo kröpp kjör, að þau eru ýnrist rekin með tapi eða svo litlunr hagnaði, að Jrau hafa engin tök á að byggjast upp og afla sér nauðsynlegs tækjakosts. Mikill fjöldi smáfyrirtækja í Jressunr greinum seg- ir hér einnig sína sögu. 11. Fræðslumál í ályktun Iðnjrings um fræðslumál er átalinn sá dráttur, sem orðinn er á gerð námsskráa og kennsluefnis fyrir iðnfræðsluna í landinu. Þá er minnt á, að 16. desenrber 1975 skilaði Iðnfræðslulaganefnd tillögum til menntanrálaráð- herra um jrróun verkmenntunar á framhalds- skólastigi. Iðnþing telur að aðgerðir, sem Jrar er lagt til að gera, sé undirbúningur Jress og fors- enda að verknrenntabrautir hljóti jafna stöðu og aðrar námsbrautir væntanlegs framhaldsskóla. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 23

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.