Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 47

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 47
Sveinn Sigurðsson og Þór Sandholt með námskeiðsgögnin. Laugardaginn 5. nóvember s.l. var haldin hér ráðstefna um hinn „ljósa málm“, aluminium, — ál — að tilhlutan norrænna samtaka um kynningu og tæknilegar nýjungar í álframleiðslu og álnotk- un, — SkanAluminium, sem hefur aðsetur í Osló. Ráðstefnan hófst í Álverinu við Straumsvík, en ÍSAL hefur nýlega gerst aðili að þessum sanr- tökurn og stóð að undirbúningi ráðstefnunnar hérlendis, ásamt fulltrúum frá SkanAl, svo og Iðnskólanum í Reykjavík, sem hýsti rá:ðstefnuna síðdegis. Þátttakendur voru um 80, kennarar tækni- skóla, iðnskóla, fjölbrautarskóla og vélskóla, svo og nokkrir tæknisinnaðir menn úr atvinnulífinu. í Straumsvík fór fram kynning á framleiðslu áls, bæði með skoðun álversins, fræðslu unr nýj- ungar í framleiðsluháttunr, mengunarvörnum o. fl., svo og með kvikmyndasýningum. — Að há- degisverði loknum var lraldið í húsakynni Iðn- skólans í Reykjavík og kl. 13.30 var ráðstefnunni haldið áfram. Flutt voru erindi með skýringar- myndum og skyggnum, en Ragnar S. Halldórs- son, forstjóri ÍSAL. kynnti menn og málefni, stjórnaði umræðum og svaraði fyrirspurnum ráð- stefnugesta ásamt fyrirlesurum. Meðal málefna sem fyrir voru tekin nrá nefna: 1. Magnar Henriksen, forstjóri SkanAl, ræddi um ál og stöðu þess í nútíma samfélagi, hráefni o. fl. við framleiðslu áls og blöndun við aðra málma, svo og hin ytri skilyrði sem uppfylla þarf við framleiðsluna. Þá kynnti hann sam- starfsmenn sína innan SkanAl, sérsvið þeirra og aðalviðfangsefni. 2. Útgáfustarfsemi SkanAl á ýmisskonar ritum, Kynningarfundur um ál og álframleiðslu, 7. nóvember 1975 Þór Sandholt bæklingum og bókunr unr ál, svo sem kennslu- bókum fyrir námskeið og skóla. Upplýst var að slík fræðslurit muni verða þýdd á íslensku, smátt og smátt. Fyrirlestur um þetta flutti upp- lýsingastjóri samtakanna, Svend G. Sörensen. Hann benti á, að SkanAl gengist fyrir hvers- konar námskeiðum á Norðurlöndunr til kynn- ingar á áli, nreðhöndlun þess, eiginleikum og notkunarmöguleikum í iðnaði og húsagerð. 3. Ivar C. Walseht, yfirverkfræðingur fjallaði um álsuðu, en þekking á því sviði var af skornum skanrmti hérlendis lengi vel. Er í ráði að bæta þar um með útgáfu handbókar á íslensku, og með fræðslu í skólum. Færði Walseth Iðnskól- anum í Reykjavík að gjöf gögn til notkunar við kennslu í álsuðu. Þá fjallaði hann um hutverk áls í bílaiðnaðinum og gerð einstakra hluta bif- reiða úr áli. 4. Ingvar Pálsson verkfræðingur, forstöðumaður rafgreiningar bjá ÍSAL, flutti nrjög skilmerki- legt erindi um málmfræði áls, eiginleika þess eftir blöndunarhlutföllum við aðra málma. 5. Olafur Guðmundsson, sölustjóri ÍSAL, fræddi ráðstefnugesti unr hina margvíslegu notkunar- möguleika áls, og sýndi í erindi sínu fram á, að ál væri „nrálmur nröguleikanna". Allir fyrirlesarar skýrðu erindi sín með mynd- unr og línuritum, en auk þess voru þátttakendunr látnar í té ýmis konar bækur og bæklingar um málefnið, mikill fróðleikur í rituðu máli. Meðan á ráðstefnunni stóð, lágu franrmi fjöl- breytt sýnishorn af álframleiðslu, er sýndu ál eftir nrisnrunandi yfirborðsmeðhöndlun og fram- leiðsluaðferðunr, svo og meiriháttar rit og kennslubækur. Framh. d bls. 45 TÍMARIT IÐNABARMANNA 41

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.