NT - 23.05.1984, Page 25

NT - 23.05.1984, Page 25
Miðvikudagur 23. maí 1984 25 riin ■ Mörg þúsund manns misstu heimiii sín í óeirðum í indvcrsku iðnaðarborginni Bhiwandi í fvrradag en hún er í um 60 km fjarlægð frá Bombay. Kofar, sem fólkið bjó í, fuðruðu upp í eldhafj eftir að óeirðarseggir höfðu kveikt í þeim. Simamynd-POLFOTO Ódýr mannslíf á Indlandi Indland-Rcuter. ■ Ekkert lát virðist á óeirðum á Indlandi. Pvert á móti magn- ast ókyrrðin og fleiri láta lífið. Hátt á annað hundrað manns höfðu dáið í óeirðunum á milli múhameðstrúarmanna og Hindúa á Maharashtrafylki í Suðvestur-Indlandi í gær. Yfirvöld neyddust til að setja á útgöngubann í gær í sumum hverfum í Bombay, í iðnaðar- borginni Bhiwandi og á fleiri stöðum til að reyna að hindra öfgamenn í að fremja ofbeldis- aðgerðir. Ofstækissinnar bæði í röðum Hindúa og múhameðs- trúarmanna hafa gripið til stöðugt öfgakenndari aðgerða til að ná sér niður á andstæðing- um sínum í þessum átökum sem nú hafa staðið í sex daga. Nokkrir Hindúar vopnaðir byssum réðust í gær á skóla sem múhameðstrúarmenn reka og skutu á fólk sem svaf þar. Þeir myrtu þannig þrjá menn og særðu aðra þrjá. Mörg hundruð rnanns hafa særst og a.m.k. 6000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna elda sem loguðu í íbúðarhverfum. Forsætisráðherra Indverja , Indira Gandhi, kom í fyrradag í heimsókn til óeirðasvæðanna til að reyna að lægja öldurnar en það virðist hafa lítil áhrif. Hún lofaði því að ættingjar þeirra, sem látist hefðu í átökunum, skyldu fá í skaðabætur frá ríkinu um það bil 2000 indverskar rúbíur en það mun vera um 6000 íslenskar krónur. Þetta er ekki há upphæð á íslenskan mælikvarða en sjálfsagt koma þessir peningar sér vel fyrir eftirlifandi ættingja. Á meðan óeirðirnar í Mahar- ashtrafylki hafa blossað upp hafa átökin í Punjabfylki haldið áfram en þau átök hafa staðið miklu lengur. Að minnsta kosti 13 manns létust þar í átökum á sunnudegi og mánudegi í þess- ari viku og svo virtist sem að- skilnaðarsinnar hefðu hafið nýja sókn gegn stjórnvöldum þar. Njósnarar A-Evrópu reknir frá V-Evrópu London-Rcutcr. ■ Bretar hafa rekið tvo tékk- neska sendiráðsstarfsmenn og einn sovcskan úr landi sem eru grunaðir um að 'hafa stundað njósnir í Bretlandi. Tékkarnir voru reknir úr landi í byrjun þessa mánaðar en þá var ekki tilkynnt um brottrekstur þeirra af ótta við að slíkt kynni að leiða til þess að Tékkar rækju breska sendifulltrúa frá Tékkó- slóvakíu í hefndarskyni. Sovétmaðurinn, semvarrekinn, hét Arkadi Gouk og hann hafði starfað lengi í sovésku utanríkis- þjónustunni. Sovétmenn svöruðu þegar í stað með því að reka breska sendifulltrúann John Bur- nett frá Moskvu. Bretland: Einkaaoilum seld gróðafyrirtæki London-Rculcr. ■ Breska ríkisstjórnin skýrði frá því í gær að fyrirtækið sem fram- leiðir Jaguarbíla yrði selt til einka- aðila. Jaguar er nú gróðavænlegasti hluti bresku bílaverksmiðjanna Leyland sem eru í einkaeign. Rík- ið tók yfir rekstur Jaguarfyrir- tækisins seint á síðasta áratug vegna mikils tapreksturs sem þá var á því. Ýmsar breytingar voru gerðar til að tryggja betur gæði Jaguarbíla og afgreiðslutími bíl- anna var styttur. Þessar brcytingar breyttu rekstrarstöðu fyrirtækisins svo að í fyrra var hagnaður af Jaguar um 55 milljón sterlings- pund. Því er spáð að salan á Jaguar til einkaaðila verði hinum ríkisreknu Leylandverksmiðjum dýr á næstu árum vegna þess að Leyland mun þá ekki geta notað hagnaðinn af Jaguar til að greiða niður tapið af öðrum hlutum rekstursins. En stefna stjórnvalda er sú að minnka umsvif ríkisins í atvinnurekstri sem mest og þess vegna hefur verið ákveðið að selja Jaguar þar sem fyrirtækið er nú svo gróða- vænlegt að einkaaðilar hafa fengið áhuga á að reka það. ■ Það er siður í Hollywood að frægar kvikmyndastjörnur fái fótspor sín geymd í steypu fyrir komandi kynslóðir fyrir utan hið kínverska leikhús Manns. Andrés Önd mun halda upp á fimmtíu ára afmæli sitt þann 9. júní næstkomandi. Það þótti því vel við hæfi að láta hann fylgja fordæmi annarra frægra kvikmynda- stjarna. Hér sést Andrés festa fótspor sín í steypu í Hollywood í gær. Símamynd-POLFOTO ■li í : S:'1 1 I11 i I: J, Í gj f t mÍMá r ' ' Jis y Stflí . Á ■ Utanríkismálaráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, ræddi í gær við Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Ves'tur-Þýska- lands, sem er nú í Sovétríkjunum í opinberri heimsókn. Hér sjást ráðherrarnir takast í hendur af mikilli vinsemd þótt þeir kyssist ekki eins og Rússar gera við sína allra nánustu vini. Símamvnd-poi.poio „Stjörnustríð“ rædd í Moskvu Moskva-Rcutcr. ■ Utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, er nú í opinberri heimsókn í Moskvu þar sem hann ræðir við sovéska ráða- menn. Ekki er búist við neinum óvæntum breytingum í sanr- skiptum Sovétríkjanna við Fáir stúdent- ar í flokknum Varsjá-Rcutcr. ■ Kommúnistaflokkur Pól- lands er ekki vinsæll meðal pólskra stúdenta sem stendur. Málgagn Kommúnistaflokks Póllands kvartaði yfir því fyrr í þessum mánuði að fáir stúdent- ar gengju nú í flokkinn. Stjórn- völd hafa líka talið sjg tilneydd til að ónýta kosningar rektora við þrjá pólska háskóla að undanförnu á þeim forsendum að þeir væru ekki nægjanlega tryggir stuðningsmenn sósíal- ismans. Pólska ríkisstjórnin neitaði í gær að samþykkja niðurstöðu lýðræðislegrar kosningar á nýj- um rektor við Háskólann í Varsjá. Stúdentar og starfslið skólans liöfðu kosið Klemcns Kzaniawski sem rektor en hann er þekktur fyrir frjálslyndar skoðanir sínar. Vesturlönd vegna þessarar heimsóknar en sumir vonuðu sanrt að Genscher tækist að fá Sovétmenn aftur að samninga- borðinu til að ræða við Banda- ríkjamenn um takmörkun á kjárnorkuvígbúnaði stórveld- anna. Sovétmenn hættu þeim viðræðum eftir að Vesturveldin ákváðu að koma upp meðal- drægunt eldflaugum í Vestur- Evrópu. Ekkert bendir samt til þess að Sovétmenn hafi breytt þeirri afstöu sinni að NATO- ríkin verði að taka niður þær eldflaugar sern nú er verið að setja upp til þess að viðræður geti hafist að nýju. Þvert á móti var Gromyko óvcnju harðorður í garð Bandaríkjanna í ræðu sern hann hélt í matarboði í fyrradag sern var haldið í tilefni af heimsókn Genschers. Genscher ætlaöi í þessari ferð sinni að ræða m.a. hugmyndir um samningaviðræður milli stórveldanna urn bann við víg- búnaði úti í geimnum. Þar er' Qenscher ekki að öllu leyti sammála Reagan Bandaríkja- forseta sem hcfur rætt um „stjörnustríð1' sem hugsanlegt framhald vígbúnaðarkapp- hlaupsins sem muni leysa Bandaríkjamenn undan ógn skyndiárásar með langdrægum kjarnavopnum. Genscher vill að stórveldin semji um að halda vígbúnaðarkapphlaupinu við jörðina. QGENERnL í í)Teleton GÆÐANNA VEGNA PLOTUSPILARI 5.669,- PLÖTUSPILARI 6.933,- PLÖTUSPILARI 11.130, MAGNARI 2 x 64 w ... 11.440,- ÚTVARP FM-MW-LW . 6.645,- MAGNARI 2 x 75 w ... 12.730, ÚTVARP FM-MW-LW . 4.562,- HÁTALARAR (pr. stk.) . 3.026,- ÚTVARP FM-MW-LW . 16.274, MAGNARI 2 x 32 w ... 5.273,- HÁTALARAR (pr. stk.) . 3.223,- - Meö 1000,- króna útborgun getur þú keypt eitthvert eitt af þessum glæsilegu GENERAL-TELETON hljómtækjaeiningum, sem héreru boðnar á tilboðsverði. Afganginn getum við samið um þannig að þér henti vel. $ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900-38903

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.