NT


NT - 23.05.1984, Side 27

NT - 23.05.1984, Side 27
Miðvikudagur 23. maí 1984 27 Jón Erlendsson framkvæmdastjóri HSÍ: „Gífurlegt átak fyrir sambandið“ ■ „Þetta er gífurlegt átak fyr- ir HSI, bædi undirbúningslega og fjárhagslega. Við höfum mjög góðan mann til að sjá um undirbúning liðsins, þar sem Bogdan er, og við þurfum að setja það á oddinn að hjálpa honum til þess að hægt sé að undirbúa liðið fyrir Olympíu- leikana eins vel og auðið er á svo skömmum tíma. Því fylgir gífurlegur kostnaður sem HSÍ verður að taka á sig, og geysi- lega mikið starf sem þarf að inna af hendi svo sambandið geti þetta fjárhagslega", sagði Jón Erlcndsson framkvæmda- stjóri og varaformaður HSÍ í samtali við NT í gær. „Ég set þetta framar öllum innanhússdeilum hér, sem eru smámál og skipta engu máli þegar þátttaka á Olympíu- leikum er annars vegar. Þetta er gífurlega mikilvægt mál fyrir okkur, ef við tækjum ekki þátt í leikunum væri fjögurra ára undirbúningur til einskis. Þetta getur skapað okkur góða stöðu í HM, og ekki skiptir minna máli, að við verðum að gera okkar til þess að hægt sé að fylgja olympíuhugsjóninni," sagði Jón. „Það sem við erum að vinna í núna, er að reyna aö komast inn í mót sem Tékkar halda 11.-16. júlí. Ég hef í samráði við Bogdan sent skeyti til tékk- neska sambandsins til að kom- ast þar með. Svisslendingar munu hafa dregið sig út úr því móti, og eitt sæti er laust. Þar mundu fást fimm leikir. Bog- dan hefur sagt að hann þurfi a.m.k. 6-8 leiki fyrir liðið fram að leikunum, og við gerum eins og við getum. Varamöguleiki hjá okkur er að komast í fjögurra liða mót sem Pólverjar halda t byrjun júlí. Þá er í deiglunni að ná samvinnu við Svía um sameiginlegar æfinga- búðir í sumar, og samvinnu við þá um leiki,“ sagði Jón Er- lendsson. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari: „Við eigum möguleika" ■ „Þetta verður erfitt, >ið eigum möguleika en þet a verður erfitt. Við eigum bet i möguleika í Los Angeles ei. við eigum í Noregi í L- keppninni að ári, því þar verða allar Austantjalds- þjóðirnar sem ekki verða á OL,“ sagði Bogdan Kowalc- zyk landsliðsþjálfari í hand- knattleik á blaðamannafundi Olympíunefndar Islands „Lönd eins og Júgóslavía, Rúmenía og Danmörk hafa undirbúið sig fyrir Olympíu- leikana síðustu 5 mánuði í það minnsta. - Við höfum 6 vikur. Jákvæðu punktarnir fyrir okkur eru hins vegar þeir, að við höfum æft dag- lega þessar þrjár vikur sem eru liðnar af maí, nokkuð sem landsliðið hefur ekki gert áður. Allir leikmennirn- ir sem ieika erléndis eru tilbúnir að taka þátt í undir- búningnum þessar sex vikur, og þeir sem hér eru heima. Það er jákvætt. reyndar langur tími hér á íslandi, þó þetta teldist enginn tími í Austantjaldslöndunum," sagði Bogdan. Bogdan sagði, að eins og staðan væri í dag, ætti ísland ekki möguleika gegn Júgó- slavíu og Rúmeníu, en hin löndin gæti íSlenska liðið lagt að velli á góðum degi. Það gæti reynst nóg fyrir íslenska liðið að vinna einn leik í riðlinum til að verða meðal 6 efstu. „Ég er ánægður með liðið, það hefur verið mikil stíg- andi í því síðan ég tók við, og við það bindast vonir mínar. Ég get frekar tjáð mig um möguleikana eftir viku, þegar ljóst er hvað við getum leikið marga leiki á þessum 6 vikum sem eru til leikanna. Þá skýrist einnig hvernig fer með þá leikmenn sem nú eiga við meiðsli að stríða, en þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Sigurður Sveinsson eru meiddir núna“, sagði Bogdan Kow- alczyk. Friðrik Guðmundsson: „Gæti þýtt fast sæti í A-grúppu“ ■ „Það að keppa á Olympíu- leikunum í Los Angeles gæti tryggt okkur öruggt A-sæti í HM, því við hefðum getað farið illa út úr B-keppninni í Noregi. ef öll austantjaldsliðin mættu þar“, sagði Friðrik Guðmundsson formaður Handknattleikssamband ís- lands í samtali við NT í gær, eftir að Olympíunefnd hafði kynnt ákvörðun ’sína. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með það ef við fáum tækifæri til að keppa á OL, sérstaklega fyrir hönd leik- manna. Það hlýtur að vera æðsti draumur hvers íþrótta- manns að keppa á Olympíu- leikum, slíkt hlýtur að vera toppurinn á ferli þeirra sem þar keppa," sagði Friðrik Guð- mundsson. ■ Ögmundur bjargar í horn eftir hornspyrnu Valsmanna. Víkingssigur í kuldalegum lei ■ „Ég er ánægður með þrjú stig, hvernig sem þau koma“, sagði Björn Árnason þjálfari Víkings eftir að lið hans hafði sigrað Val á Laugardalsvelli í gærkvöldi með einu marki gegn engu. „Kanttspyrnan á þessum velli verður alltaf frekar þóf- kennd vegna þess hve völlurinn er lítill" bætti Björn við, „ og því hafa þeir leikir sem hér eru spilaðir ekki verið neitt auena- yndi“. Það er vissulega rétt hjá Birni að leikurinn var ekki mikið fyrir augað, mikil barátta á báða bóga en lítið um netta knattspyrnu. Veðurguðirnir voru í frekar slæmu skapi og bæði blésu og kældu leikmenn og áhorfendur, sem voru um 500. Það var ekki fyrr en á 81. mín. sem örlítill hiti slæddist að áhorfendum er Kristinn Guðmundsson, fyrrum Fylkismaður en nú Vík- ingur, skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig. Bæði liðin áttu þokkaleg marktækifæri fljótlega í leiknum en leikmenn virtust ekki á skotskónum. Fyrsta góða færið féll í hlut Víkinga er Heimir Karlsson fékk stungu- sendingu inn fyrir vörn Vals en var aðeins of seinn að skjóta og Guðmundur Kjartansson bjargaði í horn. Á 12. mín. skaut Valur Valsson yfir eftir góða fyrirgjöf Gríms Sæmund- sen. Víkingar vildu síðan fá. vítaspyrnu á 13. mín. þegar Heimi var brugðið innan víta- teigs. Ámundi Sigmundsson komst síðan einn í gegn á 27. mín. en Stefán í marki Vals bjargaði vel með úthlaupi. Amundi var síðan aftur á ferð- inni á 41. mín. er hann komst aftur einn í gegn, en Stefán bjargaði sem fyrr. Stuttu áður hafði Valur komist á auðan sjó við Víkingsmarkið en missti boltann of langt frá sér, svo færið rann út í sandinn. í síðari hálfleik byrjaði Ingv- ar Guðmundsson í Val, á því að dúndra yfir af stuttu færi og stuttu síðar renndi Hilmar Sig- hvatsson samherji hans knett- inum framhjá. Á 68. mín. skall- ar Andri Marteinsson framhjá HNOT' SKURN ■ Leikurinn bauö uppá nokkur góö færi, en aðeins einu sinni fór boltinn í netiö. Kuldi og vindur skemmdu leikinn, sem annars heföi getaö oröið þokkalegur. Víkingar áttu ekki frekar skiliö aö vinna en Valsmenn, þótt Víkingar ættu fleiri góð færi. Markið skoraöi Kristinn Guö- mundsson á 81. mínútu. Áhorfendur 516. úr stórgóðu færi eftir fyrirgjöf frá Ámunda. Það var svo á 8I. mín. sem Víkingum tekst að skoraeinsogfyrrsagði. Heimir Karlsson renndi þá knettinum til Kristins sem skaut ágætu skoti alveg út við stöng sem Stefán átti ekki möguleika að verja. í Víkingsliðinu bar einna mest á Andra og Ámunda en aðrir leikmenn voru þeim ekki langt að baki. Hjá Val var Guðmundur Þorbj., Guðm. Kjartans. og Hilmar Sighv. einna bestir. Dómari var Þor- varður Bj. og dæmdi vel. BHKUHHAGJOFHT: Víkingur Ögmundur Kristinsson 3 Unnsteinn Kárason 4 Ragnar Gislason 5 Magnús Jonsson 3 Andri Marteinsson 3 ÓmarTorfason 3 Ámundi Sigmundsson 3 Heimir Karlsson 5 Kristinn Helgason 4 Einar Einarsson 5 Kristinn Guðmundsson 3 Gylfi Rútsson 5 Skiptingar: Ólafur Ólafsson meiddist á 21. mín. og Kristinn Helgason kom í hans stað. í leikhléi skipti Ragnar Gislason viö Gylfa Rútsson, sem kom inná. Valur Stefán Arnarson 3 Grimur Sæmundsen 4 Guðmundur Kjartansson 3 Þorgrímur Þráinsson - 3 Guöni Bergsson 4 Jóhann Þorvaröarson 5 Guðmundur Þorbjörnsson 3 Bergþór Magnússon 4 Valur Valsson 3 Hilmar Sighvatsson 3 Ingvar Guðmundsson 5 McGeetil Hamborgar ■ Gengið hefur verið frá samningi Aberdeen og Ham- burger SV um kaup Hamburg- er á sóknarmanninum mark- heppna, Mark McGee. Kaup- verðið er 1.1 milljón marka og búist er við því að McGee þéni um 300 þúsund mörk hjá Hamburger. McGce er annar Brctinn sem fer til Hamburger. Englendingurinn Kevin Keeg- an lék með liðinu 1977-1980. Christie til Man. City ■ Annarrar deildar lið Man- Christie. Christie er mjög chester City hefur fest kaup á marksækinn leikmaður, og ■niðherja Notts County, Trevor verður City vafalaust styrkur. Siggi Sv. meiddur! ■ Sigurður Sveinsson, hand- knattleiksmaðurinn kunni, sem leikið hefur með Lemgo í V- Þýskalandi í vetur, er kominn til landsins, til æfinga með landsliðinu. Sigurður verður að öllum líkindum frá æfingum næstu vikurnar, því gömul meiðsl í olnboga hafa tekið sig upp. Vonandi er að meiðsl Sigurð- ar séu ekki alvarleg og hann geti æft á fullu fyrir Olympíu- lcikana í í Los Angeles í sumar, en allt útlit er nú fyrir að handknattleiksmcnnirnir okk- ar verði meðal keppenda þar. ■ Sigurður Sveinsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.