NT


NT - 23.05.1984, Side 28

NT - 23.05.1984, Side 28
HRINGDU ÞÁ í SIMA 8-65-38 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir tiverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Uggvænleg tíðindi frá Framkvæmdastofnun: Ný f lóðbylgja fólks flutninga að rísa Astandið ermjög alvarlegt - segir Bjami Ein- arsson forstöðu- maður Byggða- deildar ■ „Við starfsmenn Byggðadeildar teljum að ástandið sé mjög alvar- legt“ sagði Bjarni Einars- son forstöðumaður henn- ar er NT bar undir hann hvort ný flóðbylgja fólks- flutninga væri að skella á höfuðborgarsvæðinu. „Ef fram heldur sem horfir þá rís flóðbyigja slík sem reis milli ’50 og ’60 og það er mjög alvarlegt mál fyrir suðvesturhornið ekki síður en landsbyggðina" hélt Bjarni Einarsson áfram „því að á síðasta áratug þegar þessi mál voru í sæmilegu lagi þá náðu menn takti hér í að byggja upp skólakerfi, gatnakerfi og öll þessi kerfi sem við höfum í kring um okkur og allt skipulag miðar við það að þéssi rólegheil haldí áfram. Helmingur áf fólksfjölguninní kemur fram hér hvort eða er og það er töluvert verkefni að sjá um helminginn. En ef 25% koma í viðbót t.d. þá þurfa menn að fara að þenja út.“ Aðspurður um tillögur Byggðadeildar til þess að mæta þessum vanda sagði Bjarni að þær myndu líta dagsins ljós á þessuári. ■ Flóðbylgja flutninga af landsbyggðinni til Suðvestur- lands virðist vera að rísa í líkingu við þá sem skall á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum á sjötta áratugn- um. Þetta kemur fram í skýrslu Framkvæmdastofnunar fyrir 1983. í umræðum á Alþingi ■ gær kallaði Stefán Benedikts- son þetta svörtustu upplýsing- ar um þróun byggðar sem lengi hefðu komið fram. í skýrslunni kemur fram að eftir áratuga byggðaröskun hafi loks náðst jafnvægi í fólks- flutningum á milli landsbyggð- ar annarsvegar og Suðvestur- lands hinsvegar um miðjan síð- asta áratug. Þetta jáfnvægis- tímabil var stutt eða í fimm ár. Á árunum 1975-1979 fluttust samtals 21.411 manns til lands- byggðarinnar sem er svæðið frá Hvalfjarðarbotni hringinn um landið að Hellisheiði syðra, en samtals 21.405 fluttu af landsbyggðarsvæðinu til Suð- vesturlands. Þessu jafnvægis- tímabili lýkur árið 1980. Þá flytja til suðvesturhornsins 127 umfram þá sem flytja þaðan. 621 árið 1981,722 áriðl982og 949 manns árið 1983. Lands- byggðin hefur þannig tapað 2.419 manns til Suðvesturlands á fjórum árum. Ástæður þess að nú hallar undan fæti eru einkum þær, að dómi Framkvæmdastofnunar hversu öll þjónustustarfsemi sækir til höfuðborgarsvæðisins og öll sú vaxandi bygginga- starfsemi og mannvirkjagerð sem leiðir af því. Þetta virðist vera vítahring- ur sem erfitt er að rjúfa. Þessi þensla suðvestanlands leiöir að dómi Framkvæmdastofnun- ar til aukins tilkostnaðar á fjölmörgum sviðum og dregur líklega verulega úr hagvexti. Krítarkort í matvöruverslun: Allt í óvissu ■ Enn er allt í óvissu um framtíð krítarkortaviðskipta í matvöruverslun hér á landi. Kaupmenn í öllum stærstu verslunum á höfuðborgar- svæðinu hafa sem kunnugt er sagt upp samningum sínum við krítarkortafyrirtækin, en gildistíma samninganna lýkur 1. september í haust. „Við höfum aðeins mætt á einum fundi með Vísa-fsland og út úr honum kom ekkert annað en það að ákveðið var að ræða málin áfram. Formlegar viðræður við Kreditkort sf hafa alls ekki farið fram,“ sagði Gfsíi Blöndal, fulltrúi framkvæmda- stjóra Hagkaups, þegar NT forvitnaðist um stöðu mála. Hann sagði að í viðræðum við Vísa-Ísland hefði ekkerl komið fram sem benti til að fyrirtækið hygðist koma til móts við kaup- mennina með því að hjóða betri kjör í krítarkortaviðskiptum. Hins vegar sagði hann að aldrei væri að vita hvað áframhaldandi viðræður bæru í skauti sér. Sinkþak á Islandi í fyrsta skipti: Generalprufa fyrir Seðla- bankann? ■ Um þessar mundir er verið að leggja sinkþak á húsið Póst- hússtræti 13, næst við Hótel Borg og er það í fyrsta sinn sem sink er notað til þakgerðar á íslandi. Til þaksins eru notaðar massívar sinkplötulengjur, sömu gerðar og notaöar eru þegar eir og álplötur eru settar á þök. Að sögn I.árusar Lárus- sonar hjá Blikksmiðjunni Höfða sem leggur þakið er sink- ið bæði ödýrara og endingar- betra heldur en eir og ál. Þá 1 upplýsti Lárus að fyrirtækið hefði verið ráðið til þess að leggja sinkþak á Seðlabanka- húsið á sumri komandi. NT-mynd Róbert Úrslitaleikurinn í Bundesligunni: „Otsendingin ekki í höiir segir Bjami Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins ■ „Bein útscnding er alls ekki komin í höfn - enn eru allir tæknilegir endar lausirsagði Bjami Felixson, íþrótta- maður sjónvarpsins, þegar NT ræddi við hann um möguleika á beinni útsendingu frá leik Stuttgart, sem Ásgeir Sigurvins- son leikur með og Hamborg á laugardaginn, en eins og kunn- ugt er af fréttum sker leikurinn úr um það hvort liðið verður Þýskalandsmeistari í knatt- spymu í ár. Bjarni Felixson sagðist hafa verið í stöðugu sambandi við Þýskaland undanfarna daga. Nú lægi fyrir heimild til þess að fá að sýna leikinn beint, en hins vegar væri ekki útséð um hvort jarðstöð til að senda myndina upp í gerfihnött fengist. En um það eiga að fást svör í dag. ■ Fá íslenskir knattspyrnuunnendur að sjá Ásgeir Sigurvinsson hampa sigurlaunum í v-þýsku deildarkeppninni? NT-mynd: Róbert Alþingi gefur grænt Ijós á kísilmálm- verksmiðju: „Óvissan var verst“ - segir sveitar- stjórinnáReyð- arfirði ■ „Ég lít svo á að nú sé spurningin ekki um það hvort við fáum kísilmálmverksmiðju heldur hvenær. Og það er vissulega ánægjulegt því að óvissan hefur verið það versta í þessu máli fyrir okkur heima- menn,“ sagði Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri á Reyðarfirði, þegar NT tilkynnti honum í gær að Al- þingi hefði heimilað ríkisstjórninni að reisa og reka kísilmálm- verksmiðju við Reyð- arfjörð. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, sagði í samtali við NT, að næsta skrefið í málinu yrði að hefja formlegar viðræður við erlent fyrirtæki sem lýst liefði áhuga sínum á að taka þátt í fyrirtækinu. „Könnunarviðræður hafa staðið yfir og ég býst við að formlegar viðræður hefjist innan tíðar.“ Þegar ráðherrann var spurður við hvaða fyrir- tæki hann ætti svaraði hann því til að það vildi ekki láta nafns síns getið í sambandi við þessar við- ræður enn sem komið væri. „Það er amerískt," voru einu upplýsingarnar sem ráðherrann gaf. Kísilmálmverksmiðja kemur til með að skipta sköpum í atvinnumálum á Austurlandi. Ábygginga- tímanum, sem er áætlað- ur tvö og hálft ár, skapast atvinna fyrir allt að 250 manns þegar mest verður. Síðan er áætlað að vel á annað hundrað vinni við verksmiðjuna í rekstri. „Við erum tilbúnir að mæta þessu.*Verksmiðjan verður miðsvæðis á Aust- fjörðum svo að við getum sótt vinnuafl í nágranna- byggðalög meðan mest verður um að vera,“ sagði Hörður Þórhallsson, sveit- arstjóri á Reyðarfirði.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.