Vikublaðið - 03.03.1950, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ
7
Hann kaus danðann
Conur hennar hafði alltaf
^ sagt: „Ég vil heldur deyja
en vera í fangelsi alla ævi.“
Já, þetta hafði hann alltaf
sagt.
Sara, móðir hans, braut
blaðið saman og ýtti því frá
sér með olnboganum. Blaðið
datt á gólfið. Hún hafði enn
yfir ummæli sonar síns: „Ég
vil heldur deyja en vera í
fangelsi alla ævi.“
„Það er eðlilegt,“ hugsaði
Sara. „Menn þurfa að geta
hreyft sig, jafnt á nótt sem
degi.“
Charles fagri, en svo var
sonur hennar nefndur, hafði
verið úti flestar nætur. Á
daginn var hann hjá móður
sinni eða sat í innra herberg-
inu hjá Simms og fylgdist vel
með því, hvort nokkur hætta
væri á ferðum.
Sara var montin af því að
eiga son, sem kallaður var
Charles fagri. Hún var ekki í
vafa um það, að hann líktist
henni eins og hún var, á yngri
árum. En því mundu nú fáir
trúa.
Auðvitað var faðir hans
fallegur. Þau, Sara og hann,
höfðu þótt fallegt par.
„Sara,“ hafði hann sagt. „Þú
ert fallegasta stúlkan í Chic-
ago.“ Og hann vissi hvað
hann söng.
Sara hafði átt fleiri börn
en Charles. En þau voru far-
in út í veður og vind. Sum
voru gift, önnur höfðu eign-
ast börn án þess að giftast.
Hún vissi, að hún hafði ekki
breytt eins vel og skyldi.' En
hún treysti því að himna-
faðirinn fyrirgæfi öll hennar
afbrot. Hún hafði talað við
hann um það. Hann sagðist
taka hana til sín, því að hún
hefði haft sína kosti. Já, hún
hafði syndgað. En ætíð verið
góð við börn sín og barna-
börn.
Charles fagri var yngsta
barnið hennar, og honum
hafði hún unnað mest.
Það var mynd af honum á
fyrstu síðu blaðsins, er hún
hafði brotið saman.
Hann var 23 ára, hár vexti
og glæsilegur. Hann var all-
dökkur yfirlitum. En vegna
þess sýndust tennur hans enn
hvítari. Stúlkurnar höfðu
verið skotnar í honum.
Charles fagri ætlaði að
verða atkvæðamaður. Hann
hafði haft margt í huga. Hann
hafði oft talað á þessa leið:
„Mamma! Þegar ég hef
komið þessu í kring, breyt-
um við, ég og Simms, um
strik. Þá hættum við. Við
kaupum bíla og stóra bíla-
geymslu og leigjum bíl-
ana.“
Hann hafði oftast hugann
við einhverjar vélar og tækni.
Það voru víst margir ungir
menn með þessu marki
brenndir.
Sara sparkaði í blaðið. Þá
blasti við henni frásögnin um
Charles fagra. Þar stóð meðal
annars:
„Langur glæpaferill rak-
inn. Dómurinn hljóðaði upp
á ævilanga fangelsisvist.“
Það var þessi síðasta setn-
ing, sem kvaldi Söru nótt og
dag.
Henni hefði þótt það miklu
betra, ef Charles fagri hefði
verið látinn í „stólinn.“ Einu
sinni sagði hann við móður
sína:
„Ef ég gæti mín ekki sem
skyldi, lendi ég í stólnum og
þeir brenna á mér afturend-
ann.“
Að þessari fyndni höfðu
þau hlegið. Charles hafði
»
ætíð verið léttlyndur og ekki
hissa á tíðinni. Hann var eins
og strákur, þótt hann væri
kominn yfir tvítugt. Það sagði
Charlotta. Sara heyrði létt
fótatak úti á tröppunum.
Charlotta var að koma. Hún
opnaði dyrnar með miklum
flýti og kom þjótandi inn.
Sara hafði oft undrast yfir
því, að Charlotta skyldi ekki
vera búin að þeyta hurðinni
af hjörunum eða brjóta hana
með þessum látum. Hurð og
dyraumbúnaður var heilt enn
sem komið var.
Charlotta var grátbólgin.
Hún hafði verið fyrir
rétti dag eftir dag. Hún