Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 5
SENNILEGA hafa fáir Islendingar stuðlað að því að jafnmörg ný nöfn hafi sést á prenti. Og nafn hans sjálfs hefur verið prentað ótal sinnum í blöðum, tímaritum og bók- um. Þó er ein bók sem lætur hans ó- getið. Það er símaskráin. Ragnar Jónsson finnst ekki í símaskránni og það er aðeins þröngur hópur manna sem þekkir símanúmerið hans. Sumir staðhæfa að hann láti skipta um númer á jeppanum sínum með vissu millibili. Það er of djúpt í ár- inni tekið. Hinsvegar málar hann jeppann tvisvar þrisvar á ári, en það getur fullt eins vel stafað af því að Ragnar langi til að breyta tiJ eins og hinu að hann vilji leyn- ast. Þvi er setið um Ragnar Jónsson. Honum eru gerð fyrirsát á ótrú- legustu stöðum, menn eiga það til að norpa klukkustundum saman í versta veðri á einhverju götuhorni, et þeir hafa óljósan grun um að Ragnar í Smára eigi þar leið um. Það er mun auðveldara að ná tali af helztu þjóðhöfðingjum en Ragnari Jónssyni. Það á enginn maður á Islandi jafn annríkt og Ragnar Jóns- son. Þó er enginn sem gefur sér jafn góðan tíma til að hugsa. Tala, hugsa, njóta, hlusta. Þeir eru ekki margir forstjórarnir hér í bæ sem láta sér nægja að aka um í jeppa. Ragnar í Smára fyrir- lítur öðruvísi bíla. „Þessar löngu, lágu, krómhlöðnu skrautkistur á hjólum, sem menn keyra rúntinn“, hefur hann sagt, ,,það er ekki hægt að komast á þeim nema eftir malbikuðum götu- spottum.“ Ragnari í Smára hefir aldrei nægt að fara alfaraleiðir. Hann hefur alla ævi kannað ófarna stigu, gert víð- reist um öræfi landsins á jeppanum, notið náttúrufegurðar óbyggðana og hlustað á f jöllin talast við yfir dimma eyðisanda. Og það er táknrænt fyrir hann að aka um i jeppa. Hann hefur aldrei bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamenn, aldrei farið troðnar slóðir en brotist upp ókleifa tinda i útgáfustarfsemi, ruðst um grýttar urðir menningar- leysis á Islandi í kraftgír andans. Og jafnan haft sigur. Hann lætur sér aldrei nægja neinn sigur, hann er ætíð albúinn til nýrrar atlögu jafn- skjótt og eitt afrekið er unnið. Ragnar Jónsson er fæddur 7. febr. 1904 í Mundakoti á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanns- dóttir bónda í Mundakoti og Jón Einarsson hreppstjóri þar. Hann kom ungur til Reykjavíkur og settist í Verzlunarskólann, lauk þaðan prófi 1922 og hefur alltaf verið að læra síðan. Hann þolir ekki kyrrstöður i neinum hlut, hugur hans er alltaf vakandi, andinn alefldur og reiðu- búinn að kynnast nýjum hugmynd- um á öllum sviðum. Nafn Ragnars Jónssonar hefur fyrst og fremst verið tengt tveimur hlutum og eru þeir þó all óskyldir. Listir og smjörlíki. Hann hefur framleitt meira smjör- líki en nokkur maður á Islandi og hann hefur stiiðlað að framgangi Ragnar Jónsson í Smára bókmennta, listar og menningar meir en nokkur annar Islendingur. Hann byrjaði nokkurn veginn jafn snemma að fást við hvorttveggja. Árið sem hann útskrifaðist úr Verzl- unarskólanum, gerðist hann starfs- maður við smjörlíkisgerðina Smári í Reykjavík. Hann hóf starf sitt með því að keyra smjörlíki út um bæinn og söng þá „Ramona" fyrir börnin hvar sem hann fór. Svo snemma tókst honum að flétta saman þessa tvo meginþætti í ævi hans, listir og smjörlíki. Svo var hann orðinn for- stjóri fyrirtækisins áratugsíðar.Hann hefur verið kenndur við Smára alla tíða síðan og þekkist vart undir öðru nafni en Ragnar í Smára. Ári síðar en hann gerðist forstjóri Smára, stofnaði hann annað fyrirtæki, Sápu- verksmiðjuna Mána og nokkru síðar Brennistein h.f. Hann hefur verið í stjórn þessara fyrirtækja síðan. Hann er einnig i stjórn Víkingsprents og einkaeigandi bókaforlagsins Helgafells. Hann gefur út bækur Halldórs Laxness, nóbelsbóndans á Gljúfrasteini og einnig bækur Þór- bergs Þórðarsonar, ofvitans úr Suð- ursveit. Þá er ótalinn sá þáttur sem Ragnar hefur átt í því að koma verkum ungskálda á framfæri. Hann hefur jafnan verið boðinn og búinn að prenta handrit, sem allir aðrir út- gefendur hafa kastað frá sér, ef hann hefur talið að þar væri að finna neista af skáldskap. Hann læt- ur ekki stjórn^st af gróðrafíkninni þegar hann er að koma vesöl- um ungskáldum á fram- færi. Og það er ekki nóg með að hann gefi út bæk- urnar þeirra, heldur hjálpar hann þeim á baráttunni. Hann skýtur yfir þá skjólhúsi, lofar þeim að sofa í skápum og skotum hjá sér, þegar ekki er pláss annars stað- ar fyrir þá í mannfélaginu, gef- ur þeim að borða og borgar þeim kaup fyrir að ganga mn göt- urnar og hugsa. Halldór Kiljan Laxness hefur einhverstaðar bent á að Ragnar muni hafa lært það af Erlendi i Unuhúsi að umgangast skáld. Ragnar Jónsson er einstaklings- hyggjumaður, óbundinn öllum kenn- ingum, kreddum og bókstaf. Hann er stór í öllu, frábitinn borgaraleg- um fordómum, hann hefur viðari sjónhring en flestir menn aðrir. Hann er gæddur afburða gáfum, en hefur þó aldrei hlotið akademíska þjálfun. Fyrir þá sök er hugsun hans frjórri en ella, hann getur látið sér detta ýmislegt í hug, sem akademiskir ali- ltálfar eru dauðhræddir við vegna þess að þeir hafa aldrei fengið slíkt á jötuna sina. Ragnar er starfsmaður mesti og sést þó aldrei vinna. Hann fer á fætur árla morguns dag hvern, lítur yfir morgunblöðin og fær sér kaffi, hendist síðan út i jeppann og ekur út í bæ. Hann eyðir morgninum ýmist í peningastofnunum, bönkum, gjald- eyrisnefndum, sparisjóðum eða hjá einhverjum listmálaranum, því hann heldur þvi fram að málverk njóti sín bezt í morgunbirtunni. . Hann skrifar rithöfundum úti á landi löng bréf og skýrir þeim frá því hvers- vegna hann vilji ekki gefa út hand- ritið sem þeir sendu honum, og hafði hann þó gefið út tíu bækur eftir sama höfund. Þvi Ragnar Jónsson lætur sér ekki nægja að hafna þeim handritum sem honum berast, hann telur það í sínum verkahring að benda skáldunum á hvað betur megi fara, hvað skorti á. Þó er síður en svo að Ragnar sé að segja þeim fyrir og skipa þeim fyrir verkum, hann er einmitt einn þeirra manna sem skilur nauðsyn þess að hver jurt fái að gróa að sinni vild. Á Veghúsastíg 7 eru skrifstofur Helgafells, þröngri hliðargötu í Skuggahverfi. Þangað kemur for- stjórinn venjulega um tvöleytið eftir hádegi, segir starfsfólki sínu fyrir verkum og ræðir við þá sem þar hafa ’ beðið eftir honum. Á einka- skrifstofu forstjórans uppi á lofti er allt þakið málverkum í hólf og gólf og þar er geymt eitt merkasta bókasafn hér í bæ. Það eru mörg og margvísleg erindi sem þar eru leyst. Listmálari kemur með málverk og vill selja, píanóleikari þarf að fá skrifað upp á víxil, skáld eitt dreg- ur bögglað og velkt handrit að ljóðakveri upp úr barmi sér, Stefán Rafn kemur til að snuðra, inn- heimtumenn með hlaða af reikning- um, kærustur sem eiga blanka lista- menn suður í Paris og eru búnir með yfirfærsluna, .cinsetumaður norðan af Ströndum sem kveðst vera orðinn „heyrnarlaus í augunum" og trúir því að Ragnar í Smára sé eini mað- urinn á Islandi sem getur læknað þann kvilla. Svo mörg eru þau erindi og margvísleg. Og Ragnar leysir úr þeim öllum eftir fremsta megni. Síðan heldur Ragnar út í bæ og það er engin leið að henda reiður á hvert förinni er heitið. Hann þarf að undirbúa næstu tónleika Sinfóniu- hljómsveitarinnar og fær sér þá kaffi með Jóni Þórarinssyni á Borginni, hann þarf að skipuleggja næsta hefti af Nýju Helgafelli og býður þá Kristjáni Karlssyni upp á kaffi í Naustinu, hann þarf að fá heims- frægan fiðluleikara til að spila fyrir Islendinga og heilsar upp á Pál Isólfs- son til að ráðfæra sig við hann. Ragn- ar þarf einnig að láta gera fleiri eftirprentanir á islenzkum málverk- um í Hollandi og Sviss og þýtur um allan bæ til að hafa uppi á beztu mál- verkunum í því skyni, hann þarf að útvega gjaldeyrisleyfi fyrir pappír og hann þarf að sjá um að reykvísk- ar húsmæður hafi nóg smjörlíki næstu mánuðina. Á kvöldin heldur hann kyrru fyrir °g þá gjarnan á heimili sínu, hlustar á klassíska tóniist meðan hann geng- ui' um í vistlegri stofunni á Reyni- mel 49. Ragnar er kvæntur Björgu, dóttur Othars Ellingsens konsúls og kaup- manns í Reyjyavík. Þau eiga nokk- ur mannvænleg börn og velbúið heim- ili. Á sumrin dvelur fjölskyldan í sumarbústað við Álftavatn en heim- ilisfaðirinn hefur sjaldan tima til að dveljast þar nema rétt um helgar. Þvi hann er dag og nótt önnum kaf- inn við sín helgu hugsjónamál, að rækta akur islenzkrar menningar svo hann megi bera ríkulegan ávöxt. Ragnar Jónsson er maður sem hugsar í öldum en ekki árum. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.