Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 20
til mikils hugarléttis, að lagt hafði verið á borð fyrir hann úti við glugga. — Heyrðu! Ertu búinn að týna liúf unni þinni ? Hann dró húfuna upp úr vasanum, hún tók hana og skoðaði hana vand- lega. — Hún er úr ósviknu skinni. Ég er að brjóta heilann um, hvort hægt sé að búa til úr henni kraga. Kerti loguðu fyrir framan flesta legsteinana. Ljósin blöktu í vindin- um, eins og lifandi verur og hölluð- ust öll í sömu átt. Sum voru stund- um nærri þvi slokknuð, en lifnuðu þó alltaf á ný á nærri því dularfullan hátt. Eftir rökum malarstígunum gekk fólkið hljóðum skrefum og tal- aði í hálfum hljóðum. Gilles las nöfnin, sem letruð voru á steinana. Á einum steininum stóð kvenmannsnafnið Vitaline Basse. Hún hafði verið krypplingur og vinkona móður hans. Móðir hans hafði oft talað um hana. . . . dáin í guði 32 ára gömul. Biðjið fyrir henni. Hann var að huga um að leggja fáein blóm á leiði hennar, því þar var ekkert kerti og engin blóm. Hann langaði til að fara út fyrir kirkju- garðinn og spyrja um verð á chrys- anthemum. Konan, sem seldi þau, myndi horfa á hann undrunaraug- um. Síðan mundi hann koma aftur að gröfinni, og þegar hann legði blómin á leiði hennar, mundu vanda- menn Vitaline Basse ef til vill fara að grennslast eftir þvi, hver hann væri. Hann nam staðar fyrir framan einn stærsta og skrautlegasta leg- steininn. Það var girt kringum leiðið og hægt að ganga þar inn án þess að beygja sig. Þetta var sýnilega fjölskyldugrafreitur. Steinninn var samt nýr og á honum stóð nafnið Octave Mauvoisin. Það var föðurbróðir hans, Mauv- oisin, sem kenndur var við vélknúnu farartækin. Og Gilles sá á legstein- Gilles spurði ekki til veg- ar. Hann var hérumbil hálf- tíma að finna Rue de Es- cale, enda þótt hún væri rétt hjá. Hann kannaðist óðar við húsið númer seytján við þá götu. Því hafði svo oft verið lýst fyrir honum. Aðeins hinar stóru, tvöföldu dyr höfðu verið málaðar purpurarauðar, en honum hafði verið sagt, að þær væru grænar. Á einum stað var hurð í hálfa gátt og gegnum gáttina sá hann garð. Hann var ferhyrndur og moldin í honum var svört. Þar sá hann fáein sígræn tré, sem regnið draup af. Án þess að hugsa sig um, gekk hann að glugga, sem skrautofin tjöld voru fyrir. Hann stóð þar talsverða stund og reyndi að gægjast inn. Hann hélt hann sæi andlit sitt speglast í glugganum, en varð þess var, sér til mikillar skelfingar, að þetta var andlit innan við glugg- ann og eigandi þess starði á hann með mikilli undrun. Þetta var andlit mjög gamallar manneskju og náfölt. En hann gat ekki gert sér grein fyrir því, hvort þetta var karlmanns- eða kvenmannsandlit, því að hann sneri frá hið snarasta og labbaði burtu. Hann fór inn í dómkirkjuna, en þar voru þeir hálfnaðir með hámess- una. Þar dvaldist hann, þar til mess- an var úti. Því næst horfði hann á söfnuðinn ganga út. Hann taldi sjálf- um sér trú um, að hann ætlaði að vita, hvort hann sæi ekki Eloi frænku bregða fyrir, en í raun og veru lang- aði hann til að sjá ungu, fallegu stúlkuna, sem hann hafði séð kvöldið áður. Honum leið illa í þessari borg. Hann vissi hvorki hvert hann ætti að fara né hvað hann ætti að gera. Allir störðu á hann. Hann langaði til að fara inn í kaffihús, en þorði það ekki af ótta við, að of mikið yrði eftir sér tekið. Hann tók af sér sel- skinnshúfuna og tróð henni í vasann, en það gerði ekkert gagn, því að sniðið á frakkanum hans var nægi- legt til að vekja athygli. Þegar hann kom heim í gistihúsið tii Jaja um tólfleytið, sá hann, sér 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.