Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 13
FJÖLSK YLDU Á farartækjasýningu, sem Hitler opnaði í Berlín árið 1935, komst hann svo að orði: „Með elju og dugn- aði nokkurra verkfræðinga mun Volkswagenbíllinn brátt koma fram á sjónarsviðið, en þá er svo komið, að þýzka þjóðin getur keypt sér f jöl- skyldubíl fyrir næstum eins lágt verð og bifhjól." Með því að gera fólki sínu kleift að kaupa bil fyrir svoná litið verð, þóttist Hitler sýna því framá, að velmegunin í Þýzkalandi væri eins mikil og í Bandaríkjunum. En hann lét það vera að skýra frá því, að bandarikjamaðurinn var í 250 stundir að vinna fyrir einum bíl, með- an þjóðverjinn var í 800 stundir að þvi sama. Hver var svo maðurinn, sem stóð undir loforði Hitlers um þennan ódýra bíl. Jú, hann hét Ferdinand Poi’sche og fæddist i Maffersdorf 3. september árið 1875. Áhugi hans á tæknivísindum varð til þess, að hann komst að hjá rafmagnsfyrirtæki að- eins 19 ára gamall. Þar kom hann svo á óvart með hugviti sínu, að fjórum árum síðar var hann viður- kenndur, sem sérfræðingur í stærð- fræði og vélfræði. Þegar Porche var 24 ára gamall hlaut hann yfirverkfræðingsstöðuna við Lohnerverksmiðjumar og þar með hófst hans glæsilegi ferill í bíla- iðnaðinum. Á næstu árum hfeur hann í hönd í bagga með smíðar á margs konar bilum, þ. á. m. kappaksturs- bílum. Það var árið 1933, að Hitler kall- aði Porche á sinn fund og bað hann að gera fjölskyldubíl, sem ekki mundi kosta meira en 1000 ríkismörk. Áttu þeir langt tal saman, og segir sagan, að Porche hafi fundist Hitler heldur óraunsær og heimtufrekur. Þó varð úr, að hann ákvað að reyna að verða við ósk hans. Mikið strit kom í kjölfar þessarar ákvörðunar hans, og var það ekki fyrr en í október 1936, að bíllinn var tilbúinn. Ekki varð þetta þó til þess, að framleiðslan gæti hafist, þar eð nokkrir vankantar komu í ljós, þegar bíllinn var reyndur. Það var fyrst 26. maí 1938, að hornsteinninn að Volkswagenverk- smiðjunum var lagður. Skömmu sið- ar skall heimsstyrjöldin á og má segja, að þá færi allt í hund og kött. Verksmiðjurnar voru eyðiiagð- BlLLINN Milljónasti VolJcswagen bíllinn fór á markaðinn í ágúst 1955. Heinz Nordhoff með starfsfólki sínu. ar í orustu, og hugvitsmaðurinn Porche var tekinn til fanga. Þegar hann var látinn laus aftur árið 1949 var mjög af honum dregið, enda lézt Porche tveimur árum síðar. í striðslok 1945 fólu bretar Heinz Nordhoff að endurreisa Volkswagen- verksmiðjurnar, sem þá voru rústir. Nordhoff er sagður afburðarmað- ur, hreinn snillingur, enda hefur það komið á daginn, þegar litið er á árangra hans í starfinu. Með ótrúlegum dugnaði tókst hon- um að koma framleiðslunni af stað, og var hann búinn að framleiða 713 bíla í árslok. Stórkostlegar framfarir hafa orðið í verksmiðjunum undir handleiðslu Nordhoffs, t. d. byggist nú einn Voklswagen á fjórum sinnum skemmri tima en árið 1948. 1 ágúst 1955 fór milljónasti Volks wagenbíllinn á markaðinn, en það sýnir glöggt, hversu eftirsóttur bíll- inn er orðinn, og er hann ennþá að safna meiri og meiri vinsældum, 1 verksmiðjunum vinna nú upp- undir 40 þúsund menn, sem alltaf hafa nóg að stai'fa, og er kjörum þeirra og tryggingum með eindæm- um vel fyrir komið. Ekki þarf að kynna Volkswagen- bílinn fyi'ir íslenzki^m bílaáhuga- mönnum, þar eð slíkur bíll er í hverri götu. Þó má geta þess að hann er sterkur, þægilegur og ódýr í rekstri. VOLKSWAGEN Ferdinand Porsche. Arinn heimilisins Frh. af bls. 6. um. Eigi að siður eru þær sterkar og geta orðið sársaukafullar jafnvel hjá stilltum og rólyndum börnum. Skýrt kemur þetta fram í orðum 7 ára telpu við yngri systur sina: „Þegar þú situr á pabba hné, Dagbjört mín, þá kem ég aldrei að reka þig, en þegar ég fæ að sitja hjá pabba, þá kemur þú alltaf að spilla því.“ Telp- an finnur, að stilling hennar og sjálfsafneitun bíða lægra hlut fyrir óbrotinni eigingirni yngri systurinn- ar. Stundum verða vonbrigði barns- ins svo sár, að það fyllist beiskju og reynir að hefna sin. Oft er það runn- ið af þessari rót, þegar börn hafa ástríðu í að hrekkja og pína yngri systkini sín. Hið sama getur komið fram gagnvart dýrum, eins og eftir- farandi dæmi sýnir. Á hlýjum vor- degi kom ég einu sinni að lítilli telpu við Tjörnina. Hún grét hástöf- um, enda var fullorðinn maður að ávíta hana: hún hefði kastað stein- um í andarungana og hálfdrepið einn þeirra. Ég tók upp vörn fyrir telp- una og bauðst til að fylgja henni heim. „Mamma er ekki heima, hún er í vinnunni," svaraði barnið grát- andi. Ég fylgdi henni samt heim, og hún hafði lykil i bandi um hálsinn, svo að við komumst inn. Hún átti engan pabba og mamma hennar vann allan daginn utan heimilis. Það var átakanlegt, þegar telpan sýndi mér, að enginn var heima i Ibúðarkytr- unni. Hún leitaði að mömmu sinni eins og að hlut. Eg spurði hana, hvers vegna hún hefði kastað stein- um í ungana. „Þeir voru svo frekir og átu allt brauðið frá mömmu sinni,“ svaraði hún. Ég skildi hana vel og hefi oft hugsað um það síðan: Andarungarnir eiga mömmu, sem þeir mega vera hjá, og samt eru þeir svona frekir. En mín mamma fer alltaf í burtu. Ef arinn heimilisins kulnar, er æsk- an í hættu stödd og þjóðarvá fyrir dyrum. „Bú er landstólpi" á ekki við í efnahagslegum skilningi einum. Því láta góð stjórnarvöld sér jafnan annt um hag og stöðu ‘heimilisins. Hins vegar þrengir atvinnuþróunin nú á tímum æ meir að heimilislífinu, svo að sífellt fleiri litlar telpur og litlir drengir mega horfa á eftir móð- ur sinni, þegar hún heldur burt til vinnu sinnar á morgnana. Þeim stundum fækkar óðfluga, sem fjöl- skyldan getur sameinast í kyrrlátri gleði innan veggja heimilisins. En ef æskan fer á mis við yl og vemd, sem foreldraheimili veitir, vex upp ó(ánægð og kaldrifjuð kynslóð, sem hneigist til öfga og andstöðu við samfélagið. Þá væri bernskan glötuð í nokkrum skilningi og vaggan, sem hlúði henni, orðin köld. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.