Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 6
:..........., barnið ... Arinn heimilisins til að sýna þvi umhyggju. Jafnvel þótt sú umhyggja komi aðeins fram í banni, ávítun eða hegningu, veitir hún barninu fróun. Við megum ekki halda, að barnið geri þetta vitandi vits og eftir útreikningi. Hér er dul- vitundin að verki. Hún grípur oft inn á þau svið, sem vilji barnsins ræður ekki yfir, t. d. að barn byrjar að stama, ef því finnst það missa af ást móður sinnar. Þannig brást 4 ára drengur við fæðingu yngri systur sinnar. Poreldrarnir urðu að senda hann til vandalausra, meðan á fæðingu og sængurlegu stóð. Þeg- ar drengurinn kom heim eftir 3—4 vikur, var lítill angi í fangi mömmu, ipipigp . Sv*! iiiii '• ’.v' ■■ ' ■ á Sú lífvera sem hefir gert sér jðrð- ina undirgefna, fæðist umkomulaus- ari en nokkurt dýr annað. Engin líf- vera er jafnlengi ósjálfbjarga og mannsbamið. Nakið kemur það í heiminn, ófært til að leita sér nær- ingar, hverju rándýri hæfileg bráð. Og þessi sama lífvera er drottnari jarðar, ein alira jafnfær um að lifa í glóðheitri sandauðn hitabeltisins og í klakaauðn heimskautsins. Hún er herra yfir hverju dýri, á láði og í| legi. Gegnir slíkt ekki furðu? Eða ber að skilja umkomuleysil mannsins í langri bernsku sem skil-j yrði fyrir herradómi hans? Vegna bernskukramar sinnarl þarfnast maðurinn meiri umhyggju* en annað imgviði. Árum saman þurfa foreldrar að sjá þarni sinu fyrir næringu. Mannsmóðirin er ekki laus við umönnun fyrir ársgömlu barni, þegar hún fæðir nýtt barn, sem krefst umhyggju hennar. Hún þarf venjulega að sjá um hóp barna á mis- jöfnum aldri og með ólíkum þörfum. Knúin af þessari nauðsyn fann kon- an upp heimilið. Prá örófi alda var heimilið upp- eidisstöð barnanna, meðan þau voru ósjálfbjarga fyrir bernsku sakir. — Heimilismenningin spratt af uppeldis- önn móðurinnar. Heimilið hefir merkilega sérstöðu. Það er eina stofn- unin innan samfélagsins, sem hvílir á gagnkvæmri ást. Því er það barn- inu hið ékjósanlegasta umhverfi. Um leið og barnið vex upp við ástríki f jölskyldunnar og nýtur þess, glæðist ásthneigð þess sjálfs, tilfinningalíf þess þroskast og félagshneigðin vakn- ar. Ef gerð heimilisins er grandskoð- uð, kemur i ljós, að í því fléttast allir þættir samfélagslegrar menning- ar, sem hin uppvaxandi kynslóð þarf að kynnast og þjálfast við. Af vör- um foreldra sinna nemur barnið tungu þjóðarinnar allrar, í sameigin- legri bæn með þeim glæðist trúar- kennd þess, fyrir handleiðslu þeirra kynnist það siðum og hegðunarkröf- um samfélagsins. Mest er þó vert um það, að ást foreldra á barninu vekur og glæðir ást í brjósti þess sjálfs. Barnið finnur ást foreldra sinna og laðast til að endurgjalda hana. En af ásthneigð bamsins vex sú kennd, sem mikilvægust er fyrir hamingju einstaklingsins og heill samfélagsins: samúð og mannúð, eða kærleikur, eins og kristin trú nefnir það. Af svo litlum loga hefir tendr- azt það bál kærleikans, sem allt mannkyn þráir að vermast við. Þannig dafnar hinn veikbyggði herra jarðar og eflist að þrótti við yl frá ami heimilisins. Þessi hlýja er barninu lífsnauðsyn. Því nægir ekkí, að heimilið annist næringu þess og verndi það gegn slysum. Það þarf sífellt að finna ástríldð umvefja sig, svo að það gleymi smæð sinni og öryggisleysi. Því heimtar bamið ekki aðeins nær- inguna úr brjóstum móður sinnar, ást hennar er jafnmikilvæg fyrir innri viðgang og sálrænt samræmi þess. Móðir, sem ekki getur veitt barni slnu heita og fölskvalausa ást, neitar því um það, sem það þarfnast mest. Þá gagntekur geigurinn við hið ókunna barnið. 1 fyrstu neytir það allra tiltækra bragða til að snúa athygli móðurinnar að sér og laða fram ást hennar. Það gegnir furðu, hvílíkri (dulvitaðri) hugkvæmni barnið beitir 1 þessu skyni. Fyrst reynir það auðvitað beinlínis að ávinna sér ástúð móður sinnar. Það flýr með vandræði sín til henn- ar og betlar beinlínis um hlýleg atlot. Ef þetta dugir ekki og því finnst það verða út undan, gripur það eins og af eðlisávisun til þvingana. Það hverfur aftur til atferlis yngra skeiðs: byrjar að bleyta sig á ný, sýgur fingur, nagar neglur, er óþægt að sofna. Þannig neyðir það móðurina sem drengurinn hafði átt einn fram að þessu. Þá byrjaði hann að stama, svo að hann gat varla gert sig skilj- anlegan. Móðirin varð að læra að skipta sér réttlátlega milli bam- anna; þá losnuðu fjötrar afbrýðis- seminnar smám saman af drengnum. Meðan börnin eru ung, gera þau sér enga grein fyrir tilfinningum sínum og geta ekki lýst þeim í orð- Framhald á bls. 13 L E I K L I S T A5 skipta um nál í plötuspilara... Þjóðleikhúsið: Sá hlær bezt... eftir Telchmann og Kauíman. Lcikstjóri: Ævar B. Kvaran. ‘ LEIKRITIÐ, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, Sá hlær bezt, eftir Howard Teiehmann og George Kaufman, er léttmeti og gerir ekki kröfur tiJ að vera annað. Það stendur i leikskránni að það sé gamanleik- ur, en gamanið er fremur þunnt. Hér verður ekki skrifað langt mál um þessa sýningu. Aðrir eru bún- ir að rekja gang leiksins og er þess því ekki þörf hér. Aðrir hafa bent á hnökrana og má því einn- ig sleppa þeim. Hins vegar má minna á atriði, sem aðrir leik- dómarar hafa ekki hirt um að nefna svo sem til dæmis fram- burð sumra leikara við Þjóðleik- húsið. Það er t. d. ófært að hlusta á framburð eins og að steida hnefana" af sviði sjálfs musteris- ins. Þessi tilvitnun er að vísu ekld tekin úr þeirri leiksýningu, sem hér verður lítillega gerð að um- talsefni. Hún er frá því í haust. Fjölda mörg dæmi mætti nefna um þetta, en ekki verður meira að gert að sinni. Hins vegar ætti Þjóðleikhúsið að hafa hljóðfræð- ing í þjónustu sinni eða kaupa sér íslenzkan linguaphone, og væri þá sá ieikstjóri lélegur músikant, sem ekki kynni að skipta um nálar 1 plötuspilara. Það mun hafa verið talsverðum vandkvæðum bundið að stjórna þessum leik og ber hann þess ljós vitni. Ævar Kvaran, sem er, eins og allir vita, ágætur og þaulvanur leikhúsmaður, hefur sýnilega verið í vandræðum með að koma sköpulagi á þetta. Pram- kvæmdastjórarnir í General Pro- ducts, þeir Indriði Waage, Robert Arnfinnsson, Valdemar Helgason og Lárus Pálsson virtust hvergi nærri heima hjá sér í hlutverkum sínum nema þá helzt Lárus Páls- son. OIli þar miklu umhverfi og búningar. Haraldur Bjömsson gerði hlutverki sínu að ýmsu leyti góð skil. Þessi nestor íslenzkra leikara er enn þá sprellfjörugur, en þó vantaði nú eitthvað þama samt, svo að manni duttu hug, í sambandi við leik hans, þessar ljóðlinur: „Mér fannst þetta líf eins og uppgerðar asi og erindisleysa með dugnaðarfasi." Og illa hefði farið, ef Emilia Jónasdóttir hefði ekki leikið aðal- hlutverkið. Hún er alltof fersk og eðlileg, sennilega vegna þess, að hún hefur aldrei lært að vera leikkona, heldur bara er leikkona. Pramsögn hennar er sérlega góð. Bryndís Pétursdóttir lék einnig mjög snoturlega. Þó að lítið sé hlegið að þessu leikriti, þarf maður samt ekki að horfa reiður um öxl, þegar mað- ur fer út. K. Isf. Kmilía Jónasdótttr og Haraldur Bjömsson í hlutverkum sínum. t 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.