Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 26
Hvílíkur matur! Húsmóðir góð Þér ættuð að athuga að þér getið búið til ljúffengan og ódýran mat Heildsölubirgðir: EOGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. Sími 11400. BONIG malckarónm eru bunar til úi beziu fáanlegum hróefnum, enda verða vinsœlli með hverju ári, sem líður. Biðjið um HONIGS makkarónur. HONIGS makkarónur má nofa sem aðalrófi með kjöti og iómöi- Um eða í súpur o. m. fl. £03 Elsa Sigfúss Framh. af bls. 24 erfitt að fá það til að mæta á æfing- um. —• Ég fylgdist af áhuga með æf- ingunum og seldi aðgöngumiða að fyrsta konsertinum. — Það veir mikil músík á því heimili og móðir Elsu spilaði undir fyrir hana á fyrstu kon- sertunum og nú stendur jafnvel til að þær haldi konsert saman á Selfossi. Bróðir Elsu er fiðluleikari í Árós- um og synir hans eru báðir hljóð- færaleikarar. Þá langar til að koma hingað einhvern tima ef tækifæri gæfist og spila, segir hún. Músíkin heldur áfram í ættinni, segjum við og spyrjum svo hvort Elsa hyggi á langdvöl hér að þessu sjnni. Nei, ég geri ráð fyrir að fara þann átjánda. Eg syng inn á band fyrir útvarpið og trió undir stjórn Karls Billich leikur undir. Billich setur út lögin — hann er ljómandi músikant og lagið hans „Óli Lokbrá“ hefur gert ljómandi lukku þar sem ég hef sungið það.'— Ég varð strax hifin af þessu lagi, þegar ég heyrði það. Samt var ég dálítið nervus að syngja það alveg nýtt og óþekkt — ég söng það fyrst á skemmtun fyrir hermenn, þér vitið i herbúðum — og viti menn, það gerir þessa stormandi lukku. Óg þá vissi ég, að það mundi ganga annars staðar, því ef hermenn taka ein- hverju vei, þá er óhætt að bera það á borð fyrir annað públikum. Nokkuð sérstak sem þér munduð vilja taka fram? Já, ég vildi þakka fyrir þær yndis- legu móttökur, sem ég hef fengið hér heima nú. Þær hafa glatt mig ósegjanlega. Einn n mnmti öllnwn Vegna breytinga á blaðinu reyndist því miður ekki unnt að birta þessa framhaldssögu í afmælisblaðinu. Við biðjum lesendur velvirðingar á þessu og birtum söguna áfram, en vegna breytinga á dálkastærð blaðsins var ekki hægt að ætla annan stað í blaðinu en þennan. Thursday sneri bókinni við og fingur hans herptust utan um kalda byssima. Þarna stóð það. 2/12 . . . Perry Oliver . . . Yuma ... 38. Hann fann, að hann dró andann örar, eins og veiðihundur, sem á von á bráð. ,,Ég bjóst við að hann kæmi hingað,“ muldraði Smitty. „Ég ætlaði að ná í lögregluna. En ég hugsaði með mér. Max verður að hafa ánægj- una. Láttu hann gera þaö!“ Hún rétti hendina að símaborðinu. „Við skulum ná í Clapp ef —“ „Nei!“ Orðið var skerandi. „Þú sagðir, að ég ætti að hafa ánægjuna. Ertu viss um, að þetta sé hann?“ „Han kom um tvöleytið. Hann var með rétt ör á réttum stað. Hann var með brúna skjalatösku og eitthvað langt i umbúðum." „Hvar er þrjátíu og átta?“ „Innst á þriðju hæð. Hjá brunastiganum — ég hélt kannske að þú vildir fara þá leið.“ Thursday hristi höfuðið og dró andann djúpt. „Nei, takk. Það er of bjart ennþá. Það brakar í brunastiganum eins og flutningalest." Það heyrðist braka í stiganum, og hann leit snögglega við. Harvey kom haltrandi niður stigann. Hann brosti biturlega. „Ég ætti að kaupa mér gúmmístaut á þessa hækju. Hávaðinn er alveg að fara með mig.“; Thursday tók byssuna af gestabóktnni og lét hana falla ofan 1 vasa sinn. Næturvörðurinn stanzaði við afgrelðsluborðið og yppti öxlum. „Ég? Ég sá aldrei neitt, Max.“ Sm'itty sagði: „Það er ekkert að sjá, Harvey." Harvey leit yfir salinn á silkiklædda kálfa Judith Wilmington. „Ekki núna kannske. Einhvern tíma. Ég ætla að fara út á Casa og fá mér samloku. Ég skal vera fljótur.“ I Hann lagfærði hækjuna undir handarkrika sínum og gekk að útidyr- unum. Thursday muldraði: „Sé þig bráðum,“ við Smitty og gekk að stig- anum. Gamla konan gekk i humátt á eftir honum og horfði á hann taka stigann í nokkrum stökkum. Á stigapallinum sá hann augu hennar, hlý og áhyggjufull. Hann sá líka fjólublá augu dóttur hennar. Thursday staðnæmdist á annarri hæð. Hann sá Harvey staulast eftir gangstéttinni fyrir neðan hann. Hann var að kveikja sér í sígarettu. Hann henti eldspýtunni i rennisteininn og haltraði áfram. Allt var hljótt í gistihúsinu. Flestir hótelgestanna sváfu úr sér drung- ann frá laugardagskvöldinu. Einhversstaðar fyrir ofan hann hringdi sími hvellt. Þögn á ný. Thursday andaði rólega og tók upp skammbyssuna. öryggis- lásinn var opinn. Hann laumaðist eins og vofa upp stigann. Hann snarstanzaði efst í stiganum. Ljósperan lýsti dapurlegu ljósi á slitið teppið og rifið veggfóðrið. Herbergi þrjátíu og átta var þriðja her- bergi til vinstri. Hann hélt fast utan um skammbyssuna. Thursday sá ekkert ljós undir hm'ðinni. Hann hafði ekki augun af rifunni, kraup niður og leysti skóreimarnar. Hann smeygði sér úr skónum og tók þá upp með vinstri hendi. Hann lædd- ist áfram á sokkaleistunum. Hann fór sér að engu óðslega. Hann hnipraði sig við dyrnar. Birtan frá loftljósinu skein undir glauf- ina á herbergi þrjátiu og átta. Thursday lagði skóna á mitt teppið, þannig að tærnar sneru að dyrunum. Hann hallaði sér upp að veggnum við hlið- ina á dyrunum. Langur handleggur hans tók annan skóinn og dró hann áfram. Síðan hinn. Þeir hvísluðu, þegar þeir komu við teppið. Skór hans vörpuðu skugga undir raufin. Thursday barði byssuhlaupinu léttilega I hvítmálaða hurðina undir skráargatinu. Ekkert gerðist. Þá riðaði hurðin og gat myndaðist í hana miðja. Hann fann heitt loft leika um andlit sitt. Hinum megin gangsins var svartur blettur, hnefastór. Skotið hafði farið yfir skó hans, þar sem magi hans hefði átt að vera. Vinstri hendi hans greip í húninn og sneri honum. Hurðin gaf undan. Thursday sem enn lá á hnjánum leit með öðru auganu inn í dimmt her- bergið, með byssuhlaupið á undan sér. Maður var að klifra upp á gluggakistuna. Annar handleggur hans nam við gluggakarminn. Undir hinum var einhver langur fyrirferðarmikill hlut- ur. Granni leynilögreglumaðurinn starði á skuggann. Fingur hans greip um gikkinn og síðan heyrðust tveir hvellir. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.