Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 10
1 BYGGIIMGAR- EFIMI GIJIMIMAR HERIUAIMIMSSOIM. Hugsað get ég um himinn og jörð — en hvorugt smíðað. Af þvi mig vantar efnið l það. 2 1 Einbýlishús, New Hampshire, Baiularíkjunum. Arkitektar: E. H. og M. K. Hunter. Steinn og trjáviður skiptast á og get'a húsinu einkar þokkalegan svip. Q Hlaðinn steinveggur og arinn í dagstofu Richard J. Nautra, arkitekt, Los Angeles. 3 I þessu húsi eftir BRAUER, Bandaríkjunum, er svo að segja eingöngu notaður steinn og gler í útveggina. sMmi fy,'- v ■ ■ Þegar reisa skal hús, vaknar fyrst og fremst sú spurning úr hverju eigi að byggja það. — Gerum ráð fyrir, að við séum ákveðin í hversu stórt það megi vera, og herbergjaskipun sé ákveðin í öllum aðalatriðum. Þó er ekki hægt að ákvarða það til hlít- ar fyrr en byggingarefnin eru val- in. — Hvað byggingarkostnaðinum viðvíkur er þetta höfuðatriði, þar eð byggingarefnið ræður að öllu jöfnu meir þar um heldur en stærð húss- ins — það er mikill munur á því hvort húsið er byggt úr afgangs- timbri eða kassafjölum múrhúðuðum að utan eða úr slípuðum marmara, stáli og gleri. Fram til skamms tíma hafa menn hér á landi ekki þurft að brjóta heil- ann mikið um þetta vandamál. Það hefur breytst af sjálfu ' sér. — 1 stórum dráttum hljóðar saga byggingarhátta á Islandi þannig: torfbæir — timburhús — steinhús. Síðastliðin 30—40 ár hefur það þótt sjálfsagður hlutur að húsin væru gerð úr járnbentri steinsteypu e. t. v. með skilveggjum úr vikur- plötum —• og allt saman múrhúðað „spekkað" utan „grófpússað" og „finpússað" hið innra, — og aJlur vandinn leystur á þann hátt — bara hafa veggina nógu sterka svo illviðr- in og jarðskjálftar fái þeim ekki grandað — og gæti þá húsið staðið í margar aldir að óbreyttum aðstæð- um. Steinsteypan hefur reynst okkur hið ákjósanlegasta byggingarefni -— enda ekki verið úr mörgu að velja. Hér eru engir nytjaskógar, lítið um grjótnámur og engin leirbrennsla til múrsteinsgerðar. — Meginþorri alls byggingarefnis er því fengin erlendis frá að frátöldu steinsteypuefninu og nokkrum einangrunarefnum, vikri o. s. frv. Hér er að verða nokkur breyting á hvað einhæfni byggingarefna merkir. Það tiðkast i rikara mæli að hús séu klædd að innan með alls kon- ar viði í stað múrhúðunar, — farið er að nota harðvið i vissa hluta hlið- anna utan húss — og jafnvel nota mismunandi grjóttegundir til skrauts (hraunhellur, sjávargrjót). Gluggarnir fara yfirleitt stækkandi, þar sem völ er á fullkomnara gleri og upphitun hefur fleygt fram. Allt þetta ásamt mörgu öðru stuðl- ar að aukinni f jölbreyttni í gerð hús- anna, jafnt ytra sem innra — og fá húsin af því persónulegri blæ og er það mikil framför frá því sem áður var þegar allt virtist vera steypt í sama mótinu. Hér mætti taka ótal dæmi þessu til stuðnings og vonandi gefst VIK- UNNI mjög bráðlega tækifæri til að kynna lesendum sínum það nýjasta á þessu sviði hér á landi. I 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.