Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 21
KYNLEGUR ARFVR ínum, að hann hafði dáið fyrir aðeins sex mán- uðum. Smám saman tók þessi staður að orka á huga hans og þegar hann reikaði án tilgangs um kirkjugarðinn, milli leiðanna, varð honum æ þyngra um hjartað. Hér hvíldi margt fólk látið. Það var dapurlegt. Faðir hans og móðir voru bæði dáin í fjarlægu landi, Noregi. Og enginn var til að leggja blóm á leiði þeirra. Frændi hans, Mauvoisin, sem hafði verið frægur fyrir atorku sína og viljafestu, var dáinn. Vitaline Basse, krypplingurinn, var „dáin í guði“. Og þarna hvíldi Léontine Poupier, sem hafði verið þjónustustúlka afa hans og ömmu og fóstrað móður hans, þ£gar hún var lítil stúlka. Allt i einu hrökk hann við og faldi sig bak við kýpurtré, því að hann hafði séð Eloi frænku sinni bregða fyrir i svo sem tíu skrefa fjar- lægð. 1 fylgd með henni voru tvær stúlkur, sem vafalaust voru frænkur hans. Önnur þeirra var tileygð. Hin stúlkan, sem var lágvaxin og hnell- in, svipaðist um, eins og hún væri að gá að ein- hverju — ef til vill ungum pilti. Gerardine Eloi bar sig eins og hún væri mjög þýðingarmikil persóna. Garðyrkjumaður einn var að hagræða. nokkrum pottum með chrysanthem- um á leiði einu, og hún stóð þar og skipaði fyrir, eins og hann hefði verið einn af búðar- mönnum hennar. Þegar búið var að koma blóm- unum fyrir, eins og henni þóknaðist, signdi hún sig og gekk burtu, en frænkur hennar tvær fylgdu á hæla henni. Allir, sem mættu þeim, heilsuðu þeim, sumir með alúð og virðingu. Hvernig stóð á þvi, að Gilles elti þau? Hann langaði sannarlega ekki til að tala við þau. Hann átti sannarlega fyrir einnar til tveggja nátta gistingu enn hjá Jaja. Um leið og hann gekk út úr kirkjugarðinum, starði kona ein svo þrálátlega á hann, að hann roðnaði. Þetta var mjög falleg kona i dýrum loðfeldi. Hann var næri kominn fram hjá henni, þegar hún ávarpaði hann, og um leið fékk hann skjálfta i hnén. — Afsakið, herra . . . Ég vona, að ég fari ekki mannavilt, en eruð þér ekki af Mauvoisin-ættinni. Ef til vill sonur Gérard Mauvoisin ? Hann kinkaði kolli. — Hamingjan góða! Ég hef verið að bíða eftir yður. Eg var vinkona frænda yðar. Vissuð þér, að hann var dáinn. Ég þekkti líka föður yðar, en það er orðið langt síðan það var . . . og þegar ég sá yður, þekkti ég óðara svipmótið. Hvernig víkur því við, að þér eruð hér í La Rochelle ? — Faðir minn og móðir mín eru bæði dáin, svaraði Gilles hljómlausri rödd, eins og skóla- drengur, sem er að þylja lexíu. Að vitum hans lagði ilm frá loðfeldinum hennar. — Þér dveljið hér hjá ættingjum yðar? Vafa- laust hjá Eloi frænku yðar, er ekki svo? — Eg hef ekki komið til hennar enn þá. Ég . . . Ég bý í litlu gistihúsi . . . — Er yður ekki kalt höfuðfatslausum í þessu veðri ? Hann tvísteig þarna vandræðalegur á svip og þorði ekki að kannast við að höfuðfat hans væri í vasanum. Ég vona, að þér takið það ekki illa upp, þótt ðg spyrji, hvort þér viljið ekki koma og fá yður bolla af tei með mér? Sjáið til, þarna er leigu- bíll. Við verðum komin heim eftir tvær mínútur. Hann hafði áður séð slikar konur sem þessa, en aðeins í fjarlægð, til dæmis I símaklefum leikhúsa, en hann hafði aldrei talað við neina þeirra. Ef hún sagði satt um það, að hún hefði þekkt föður hans, gat hún ékki verið mikið innan við fertugt. En hún var mjög ungleg ennþá og klæddi sig þannig, að hún virtist sem ung- legust, allt öðru vísi en móðir hans hafði gert, því að hún hafði fyrir löngu síðan hætt að halda sér til. — Svo að þér hafið komið einn yðar liðs til La Rochelle? Bílinn angaði þegar af ilmi hennar. Hún lagði hanzkaklædda hönd sína heimskonulega á arm hans. — Enginn til að taka á móti yður á stöðinni'. Enginn til að bjóða yður velkominn heim! Ef ég væri ekki einhleyp væri það mér mikil gleði að fá að bjóða yður að dveljast hjá mér. En, auðvitað, um leið og frænka yðar kemst að því, að þér eruð hér . . . Ég held ég hafi séð hana áðan í kirkjugarðinum. Hún er hávaxin kona, þurrleg og strangleg á svip og valdsmanns- leg í fasi. — Ég veit það. — Hvað? Þekkið þér hana? Og hann komst ekki hjá að svara: — Ég gægðist inn í búðina hennar. — Viltu ekki te? Jú, þú verður að fá þér te. Og ég á kökur með. Fáið yður nú sæti og látið fara vel um yður. Hugsið yður. Þegar ég þekkti föður yðar var hann á svipuðum aldri og þér eruð nú. Mér er sagt, að hann hafi ferðast mikið. Hún var farin úr loðfeldinum. Hún var í silki- kjól, sem fór henni vel, en var svo aðskorinn, að líkamsvöxtur hennar kom vel í ljós. — Jeanne! Okkur langar til að fá te inn í dyng'juna. Það var hlýtt og notaiegt í þessu ilmþrungna herbergi, þar sem allt var lagt silki og pelli. Jafnvel siminn var hulinn undir kringlóttum skermi og yfir þessum skermi var þunnur postu- línshjálmur. 1 sama bili hringdi síminn og hjálm- urinn var tekinn af. — Halló! . . . já, elskan . . . ja . . . já . . . Hún brosti glaðlega meðan hún var að tala i simann. Svo leit hún á Gilles. — Já, strax, ef þú vilt. Hún kallaði aftur til þernunnar: — Jeanne! Komdu með te handa þremur. Því næst sagði hún við Gilles: — Einn af vinum mínum ætlar að líta hér inn. Hann var líka vinur frænda yðar. Ó, nei, vinur! Þér megið ekki fara. Honum mun þykja gaman að kynnast yðar. Eftir andartak stanzaði bíll fyrir utan. Gilles varð undrandi, þegar komumaður opnaði sjálf- ur með klinkulykli. Hann drap eitt högg á dyrn- ar og opnaði því næst, án þess að bíða eftir svari. — Komdu hérna, vinur minn. Hér er dálítið, sem kemur þér á óvart. Hver heldurðu, að þetta sé? Raoul Babin leit snöggvast á Gilles og hristi höfuðið. — Hann er af Mauvoisin-ættinni! Frændi Octaves. Sonur Gérard bróður Octaves. Ég sá strax ættarmótið. Ég fór út í kirkjugarðinn og kom strax auga á hann. Babin gretti sig um leið og hann rétti Gilles höndina. — Svo að þér eruð Gilles Mauvoisin, er það ? — Já, herra. Babin lék hlutverk sitt vel. Hann lagði hönd sína á öxl unga mannsins og sagði: Framhald d bls. 23. Framhaldssaga eftir G. Simenon Þrjár öndvegisbækur Þjóðhátíðin 1874 Bók Brynleifs Tobíassonar um þjóðhátíð- ina 1874 hefur að geyma glögga og grein- argóða lýsingu á þjóðhátíðarhaldi um land • allt og víða erlendis. 1 bókinni birtast frá- sagnir og endurminningar 30 merkra karla og kvenna úr ýmsum landshlutum. 150 myndir prýða rit þetta, og hafa margar þeirra hvergi verið birtar áður. Þessi eigu- lega bók mun kærkominn gestur á mörgu íslenzku heimili, enda i flokki þeirra rita, sem allir hljóta að hafa ánægju af, jafnt ungir sem aldnir. Höfuredur ftljálu Út eru komnar í stórri og veglegri bóli hinar gagnmerku ritgerðir Barða Guðmunds- sonar um Njálu og höfund hennar. Hafa sumar þeirra verið prentaðar áður á víð og dreif i blöðum og tímaritum, en aðrar birtast hér í fyrsta sinn. Skúli Þórðarson magister og Stefán Pét- ursson þjóðskjalavörður hafa búið bókina til prentunar. Ritar Stefán fróðlegan inngang um kenningar Barða. Bók þcssi mun vafalaust vekja mikla at- hygli og umræður. Var Njála skrifuð i Arnarbæli í Ölfusi? Var Þorvarður Þórar- insson höfundur hennar? Er söguhetjunum fengið gervi samtíðarfólks Þorvarðs og við þær tengd atvik, sem gerðust á Sturlunga- öld ? Þannig munu menn spyrja, þegai- bók Barða um þetta efni ber á góma, og um þetta munu menn deila. Frá óhyggðum Komin er út ný bók eftir Pálma Hannes- son, er nefnist „Frá óbyggðum", ferðasögur og landlýsingar. Hefur hún að geyma ýtar- legar frásagnir og lýsingar af Arnarvatns- heiði, Kili, og Eyvindarstaðaheiði. Þá er sagt frá ferð í Vonarskarð, löng ferðasaga frá Brúaröræfum, lýsing á Fjallabaksvegi nyu-ðra, sagt frá ferð upp í Botnavér o. fl. Síðan kemur ritgerð um Borgarfjarðarhérað landfræðilegt yfirlit og jarðfræðileg sköp- unarsaga. Síðari hluti bókarinnar, Or dagbókum, hefur m. a. að geyma frásögn af ferð í Heljargjá og Botnaver, flugferð að Græna- lóni og annari að Hagavatni, frá Skeiðarár- hlaupinu 1945, og loks eru kaflar úr minnis- blöðum um Heklugos. í bókinni eru 20 ágætar myndir úr öræfa- ferðum, og hefur Pálmi tekið þær allar. Félagsmenn í Bókaútgáfu Menningarsjóðs fá 20% afslátt frá bókhlöðuverði allra öt- gáfubóka forlagsins. Gerizt áskrifendur! Bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóövinafélagsins Hverfisgötu 21, Reykjavík, simar 10282 og 13652. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.