Vikan - 13.11.1958, Page 2
Höfum ávallt fyrirliggjandi
flestar tegundir af bílum
með allskonar greiðsluskilmálum
Talið við okkur ef þér þurfið
að kaupa eða selja bifreið
BILLINN
Varðarhúsinu
Sími 18-8-33
WE SEND SOUVENIERS ALL OVER THE WOBLD
VIÐ SENDUM MINJAGRIPI UM ALLAN HEIM. —
7jS%>faunJ fiqFqS£//D/*fyA
~7íi. (1 Tl/J/tDrf
f*?EÐ Sá^srefrun?
'f?quTS£DLu./ri\
Roykjavík — RAMMAGERÐIN — Icclcmd
PÓSTURINN
1 afmælisblaðinu birtum við hér í póstinum
bréf og auglýsingu frá þremur föngum á Litla-
Hrauni, þar sem þeir óskuðu eftir að komast
í bréfasamband við stúlkur. Auglýsingin gaf góða
raun, eftir því sem við höfum frétt, bréfin tóku
að streyma til þeirra, og þeir hafa varla und-
an að svara — nema einn þeirra. Hann fékk
ekkert bréf. Ástæðan liggur i augum uppi. Hann
hafði nefnilega verið svo óheppinn að bera ó-
happatöluna 2213. Nú getum við skýrt stúlk-
unum frá því að þessi fangi er fluttur i ann-
an klefa og ætti því engin að láta óhappatöluna
fæla sig frá lengur. Núverandi númer hans er
2212 og væntum við þess að einhver verði til
að senda honum línu til þess að stytta honum
stundirnar í dauflegri vistinni.
Og hér er enn eitt bréf frá tveimur öðrum
föngum þar eystra:
Kæri póstur:
Við óskum eftir að komast í bréfasamband við
stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Við erum fang-
ar á Litla-Hrauni. Númer okkar er 1617 og 1718.
Kærar þakkir fyrirfram.
Kæra Vika:
Ég er búin að ganga mig upp að hnjám um
allan bæ til að fá afmælisblaðið en það virðist
allstaðar uppselt. Eru engin tök á að hægt sé að
útvega mér eitt eintak? Ég hef keypt Vikuna í
4 ár og safna henni en hef þó aldrei haft rænu
á að gerast áskrifandi.
Óþolinmóð.
SVAR: Afmœlisblaöið seldist upp á tveimur
dögum þótt upplagið vœri meira en tvöfaldað.
Það var vieð mestu lierkjum að okkur hér á rit-
stjórninni tókst að tryggja okkur eintak áður
en blaðið flaug út. — En við slculum hafa þig
í huga ef okkur áskotnast eitt eintak.
—o—-
Ritstjóri Vikunnar:
Mig langar rétt að skrifa örfáar línur til að
þakka fyrir afmælisblaðið. Ég hef aldrei keypt
Vikuna áður en ætla að mér heilum og lifandi
að kaupa hana hér eftir. Mér voru boðnar 20
krónur í afmælisblaðið daginn eftir að ég keypti
það, en datt ekki í hug að láta það. Þó mér
væru boðnar 100 krónur.
S. B.
—o—-
Ritstjórablók!
Ná engin lög yfir fanta og illmenni sem voga
sér að birta myndir af fólki í opinberu blaði sem
ekkert hefur til saka unnið annað en bregða sér
á ball eina kvöldstund? Það ætti að setja ykkur
alla í steininn og taka svo mynd af ykkur ....
k.
SVAR: Er það hlaðið eða fóllcið sem hefur
brugðið sér á ball eina kvöldstund ? Við búumst
við að þér eigið við fóllcið. ■— Við erum á sama
máli og hœstvirtur bréfritari að það sé engin
synd að bregða sér á ball eina kvöldstund og
þessvegna engin synd að birta myndir af fólki
sem hefur brugðið sér á ball eina kvöldstund.
Kæra Vika:
Þú hefur aldrei verið eins skemmtileg eins og
upp á síðkastið. Meira af svona afbragðsgreinum
eins og „Kátt er á kvöldin“ og krassandi hjóna-
skilnaðarsögum. Nú þarf maður eltki lengur
að stauta sig fram úr útlendum vikublöðum.
Hafðu kæra þökk og haltu strikinu.
Kæri póstur,
Ég hef tekið eftir því að þú ert farinn að
gefa fólki ráð í ýmsum vandamálum og veit ég
að slíkt er vel þegið. Nú vildi ég biðja þig að
skera úr einu fyrir mig sem mér liggur þungt
á hjarta. Svoleiðis er að stjúpi minn, sem vinnur
á skrifstofu í bænum, er farinn að bjóða mér á
bíó og böll en lætur þó ekki mömmu mina vita
og fór þess á leit við mig að ég léti mömmu
ekki vita heldur. Þú mátt ekki skilja þetta svo
að hann sé neitt að leita á mig eða slíkt, hann
hefur aldrei sýnt mér neitt svoleiðis en verið
mér ákaflega góður og mér þykir vænt um hann.
Finnst þér rétt að ég segi mömmu frá þessu?
SVAR: Það er vitaskuld viðlcunnanlegra að
mamma þín viti allt um samskipti þín ag stjúpa
þíns, þótt þau séu ekki önnur en þú greinir frá.
Annars cru upplýsingar þœr sem þú gefur í
bréfi þínu alltof Jáorðar og stuttaralegar txl þess
að ég treysti mér til að skera úr þessu máli.
VIKAN