Vikan


Vikan - 13.11.1958, Page 8

Vikan - 13.11.1958, Page 8
Nan gekk hratt eftir þjóðveginum og hugsaði um hvað hún ætti að segja við Drew til að sannfæra hann um, að það væri hann, sem hún vildi giftast. í>að var kaldur, bjartur dagur, sólskin og heiður himinn. Hún vildi ekki hugsa um hvað gerst hefði ef hún hefði ekki verið trú- lofuð Drew. Það hefði hún ekki verið, ef Símon hefði ekki sagt svo eindregið, að hann kærði sig ekki um hana. Hún leit á klukkuna. Hún hafði ætlað að hitta Drew klukkan tólf. Hún var næstum tólf. Hún greikkaði sporið og þegar hún kom inn í þorpið sá hún, að hann stóð fyrir framan Brewster Arms og beið hennar. Hann veifaði og kom til móts við hana. — Hvernig hefurðu það? Hún sagði, að sér liði vel, þó það væri allt annað en satt. Hún var að hugsa um Pollí, sem hafði farið án þess að skilja eftir nein boð og hvað Pollí hafði sagt við Drew. Henni fannst eins og margt hefði gerst á bakvið hana, sem hún hefði ekki hugboð um. Það þoldi hún ekki. Hvers- vegna hefði Drew átt að vera að tala um hana við Pollí? En hún vildi ekki hafa orð á þvi. — Veðrið er dásamlegt, sagði hún. Nan og Drew gengu hægt niður götuna. Allt í einu leit Drew á klukkuna. — Hálf-eitt. Einmitt tími til að fá sér eitt- hvað fyrir matinn. — Eg hélt við ætluðum að fara út að ganga. — Við getum gert það ef þú vilt. En ég er þyrstur. Það er líka dálítið kalt úti, finnst þér það ekki? Og þú komst líka gangandi. — Eins og þú vilt. Drew gat gert það sem honum sýndist, ef hann hefði gengið með henni yfir ásinn þangað sem enginn sá til þeirra. Hann hefði tekið hana i fangið og kysst hana og sagt henni hve mikið hann elskaði hana. En hann gerði ekkert af þessu. Það var líklegra, að hann mundi halda fast við það sem hann hafði ákveðið með sjálf- um sér inni i Brewster Arms þar sem fullt var af fólki i kringum þau. Þau settust við barinn og fengu sér að drekka. — Indælt hér, sagði hún. -— En það er of margt fólk hérna .Heldurðu að það borði allt saman? — Það held ég ekki. Annars hef ég mitt borð svo það gerir ekkert til. — Það er ágætt. Hún brosti til hans og lyfti glasinu. Augu þeirra mættust. — Skál fyrir ást- inni. — Skál. Drew tæmdi glasið og stakk upp á því að þau fengju sér annað. Nan hló. — Ekki strax. Ég er rétt byrjuð á mínu. — Nú, kláraðu hann þá. Það gerir þér gott. — Ég þarf ekkert á hressingu að halda. — Er það ekki? Ég þarf það að minnsta kosti. Hann náði í tvö glös í viðbót og settist hjá henni. — Þegar við erum búin með þetta, förum við inn í borðsalinn. Ertu svöng? — Glorhungruð. Hún leit á hann. Hann var öðru vísi en hann átti að sér. Það var eins og honum lægi eitthvað á hjarta. Orðum Pollíar skaut aftur upp í huga hennar: Drew gerir sér alveg grein fyrir hvað mun gerast. Hann bara beið, hugsaði hún. Hann ætlaði að bíða með að tala við hana, þangað til þau kæmu út úr þrengsl- unum við barinn. En ef hann vildi slíta trúlof- uninni vegna þess, að Símon var frjáls mundi hún alls ekki taka það í mál. Hún vildi ekki láta telja sig á það. Borðsalurinn var þvínæst auður. Borð Drews var innst í salnum I dálitlum afkima. Hann pant- aði og þjónarnir fóru. Þá fór hann í .vasa sinn og tók upp umslag, sem hann rétti henni. — Þetta beið eftir mér, þegar ég kom heim í gærkvöldi. Það er símskeyti frá amerískum um- boðsmanni. Lestu það. Nan opnaði það sjálfandi höndum. Universal býður sextíu og fimm þúsund dollara fyrir bók yðar Stopp Getið þér komið til Hollywood og unnið að myndinni Stopp Laun þúsund dollarar á viku Stopp Vona að þér takið tilboðinu. Maning. — Ekki svo slæmt, sagði Drew. Nan horfði á hann tindrandi augum. — Þetta er dásamlegt, elskan. Til hamingju. — Mig hefur alltaf íangað til að fara til Hollywood. — Mig líka. Hún snart hendi hans. — Get- uiðu séð fyrir konu af þúsund dollara vikulaun- um. — Það held ég. En ég ætla mér það ekki. Nan rétti úr sér. Það mundi verða erfitt en hún ætlaði sér að sigra. Drew var svo eigin- gjarn, en hún vildi ekki að hann væri svona ó- eigingjarn. Ekki fyrst honum þótti svona vænt um hana. Ekki fyrst hann hafði verið svona dásamlegur við hana þessar vikur. Framhaldssaga eftir — Hvað á ég þá að gera? Sjá fyrir mér sjálf ? Drew leit á hana. Aldrei hafði hún verið eins falleg, hugsaði hann. Hann vissi hugsanir henn- ar. Hann einn vissi hvað hann elskaði hana heitt en þau yrðu ekki hamingjusöm. Hún hélt það kannske en hann vissi betur. Það var ekki hægt að þvinga sig til að elska. Hún elskaði Símon. — Elskan mín, við giftum okkur ekki. — Já, ég held að ég hafi gert mitt til þess. —- Hvað sagðirðu við hana? — Ég sagði bara, að ef hún ekki færi, mundi ég segja Símoni lítilræði, sem ég vissi. Nan hristi höfuðið í angist. — En Drew, af hverju varstu svona fljótur að taka ákvörðun? Þú ætlaðir að segja honum um John, er það ekki? — Það var ekki allt. Ég rakst á Kirkland lækni SKUGGAR — Hvers vegna ekki? — Af því þú elskar mig ekki, heldur Símon. — Ö, Drew. Hún vildi, að hún gæti sagt hon- um, að hún elskaði ekki Simon, en hún gat ekki logið að honum. — Drew, mér þykir vænt um þig. Ég vil giftast þér. Ég óska mér þess frem- ur en alls annars í heiminum. Drew herti sig upp. Þetta ætlaði að verða erfiðara en hann hafði búist við. — Hlustaðu nú á mig. Ég trúlofaðist þér vegna þess að ég hélt, að þú mundir ekki fá manninn, sem þú elskaðir. Hún bandaði óþolinmóðlega með hendinni. — Hvað fær þig til að halda, að það sé einhver von nú? — Ég veit, að Pollí er stungin af. — En þrátt fyrir það . . . — Engin andmæli, vina mín. — Sören, Drew, hvers vegna heldurðu, að Símon vilji kvænast mér? Drew brosti. Ég hef augu í höfðinu. Nan hrukkaði ennið. Hún minntist þess, að Drew hafði hjálpað Pollí upp í herbergið daginn áður. Hann hafði verið lengi. — Er það þér að kenna, að Pollí fór frá Símoni ? hérna um daginn og hann sagði mér, að Pollí hefði alltaf verið að batna. Hún hafði tekið af honum loforð um að þegja yfir því, sagðist vilja koma Símoni á óvart. Þetta fékk mig til að sjá rautt. Sannleikurinn var sá, að hún hélt því leyndu bara til að koma í veg fyrir, að Símon sliti trúlofuninni. Og ég held, að liún hafi heldur ekki elskað Símon. Það sem hún var að hugsa um var að þú fengir hann ekki. Nan vissi, að þetta var satt. — Hefði bruninn ekki orðið, hefði Pollí haldið áfram að haltra um við stafinn. — Alvgg áreiðanlega. — tJtsmoginn lygari Pollí. Við héldum öll, að það hefði verið sjokkið, sem gerði það að verk- um, að henni batnaði. Þið eruð tiltölulega auðtrúa. Hafðir þú ekki einu sinni neinn grun? Þú þekkir hana betur en hin. — Innst inni var ef til vill eitthvað, sem sagði mér, að kannske væri það bara uppgerð . . . Hún þagnaði. Hún gat ekki hugsað um annað en að það væri Drew að kenna, að Polli fór. Hann hefði ekki átt að fara til Pollíar. Hann hefði getað lokað augunum fyrir því og látið allt fara sem 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.