Vikan - 13.11.1958, Side 10
Eigandi, arkitekt, iðnaðarmaður. Þessir þrir aðilar skapa htisið.
GUWW4R HERMAIMNSSON:
HVERNIG HtíS
VERÐUR TIL
Að eignast þak yfir höfuðið hefur
verið ein brýnasta nauðsyn mann-
ins, allt frá því að frummaðurinn
forfaðir hans yfirgaf hella sína og
flutti sig út á sléttlendið og hóf að
stunda akuryrkju og síðan fleiri at-
vinnuvegi sór til viðurværis. —
Fyrstu skýiin og hreysin gerð af
mannahöndum voru hvorki vönduð
né margbrotin en höfðu það þó sam-
eiginlegt meö Ibúðarhúsum, sem við
eigum að venjast, að veita skjól fyrir
veðri og vindum og að þar gætu
íbúar þess hvílzt óhultir fyrir utan-
aðkomandi truflunum.
Ibúðarhús þau sem við búum í
eiga þvi uppruna sinn að rekja til
þessara frumbýla en hafa tekið
ýmsum stakkaskiptum og þróast á
ýmsan hátt eftir því sem mannkynið
hefur dreifzt út um heiminn.
1 stuttu máli sagt hefur stráhreysi
eða kofi úr nokkrum steinhnullung-
um þróast upp í það að verða full-
komið íbúðarhús með öllum hugsan-
legum nútíma þægindum.
Saga byggingarlistarinnar er jafn-
gömul sögu siðmenningarinnar og
væri það langt mál ef farið væri út í
öll smáatriði, enda er ekki tilgangur
okkar að gera því skil I örfáum orð-
um.
Við viljum aðeins gera okkur ljóst,
að það að eignast þak yfir höfuðið er
síður en svo einfalt mál — það er
um óteljandi hluti að hugsa í því
sambandi.
Hús okkar í dag eiga því ekki að-
eins langa þróunarsögu að baki og
sköpuð á erfðavenjum horfinna kyn-
slóða, heldur er hvert nútímahús
ávöxtur af starfi óteljandi einstakl-
inga, sem þar hafa lagt hönd að
verki bæði beint og óbeint.
Hvernig svo húsið reynist til íbúð-
ar er undir því komið, hvernig sam-
vinna þessara mörgu aðila hefur ver-
ið háttað.
Hvernig verður hús til? Því er
erfitt að svara í stuttu máli, en setj-
um svo, að einstaklingur ákveði að
eignast þak yfir höfuðið.
Þar með hefst byggingarsaga húss-
ins. — Viðkomandi einstaklingur ger-
ir sér grein fyrir þeim möguleikum,
sem hann hefur yfir að ráða og þeim
atriðum sem hann óskar sérstak-
lega eftir í sambandi við stærð og
fyrirkomulag. — Hann snýr sér til
eins eða fleiri arkitekta, til skrafs
og ráðagerða og komum við þá að
hlutverki arkitektsins í byggingu
hússins. — Fyrst verður að leið-
rétta þann almenna misskilning á
starfi hans að það sé eingöngu í því
fólgið að „teikna“ húsið. Ef vel á
að vera er hlutverk hans miklu marg-
þættara en svo og teikning hússins
algjört aukaatriði eða a. m. k. að-
eins tjáningarmáti þeirra hugmynda,
sem hann skapar i sambandi við
bygginguna.
1 fyrsta lagi á hlutverk arkitekts-
ins að vera í því fólgið að samræma
óskir og þarfir og getu hlutaðeigandi
aðila, þannig að það vel megi við
una og er margs að gæta í þvi sam-
bandi. 1 fyrsta lagi er staðurinn sem
húsið á að standa á höfuðatriði, t.
d. hvaða lóðarstærð, hvernig jarð-
vegur, hverjar opinberar kvaðir, út-
sýni og aðkomuleiðir eru fyrir hendi.
1 öðru lagi hvaða fyrirkomulag
og herbergjastærðir samræmast
þörfum eigandans og þeirra, sem
síðar kunna að búa í húsinu.
1 þriðja lagi hvaða byggingarefni
0
skuli notað og hvernig hagkvæmast
sé að framkvæma hin ýmsu atriði er
að framkvæmd verksins lýtur. — Síð-
ast en ekki sízt verður að hafa það í
huga að arkitektinn er siðferðilega
ábyrgur hvað alla gerð og útlit húss-
ins snertir og verður það því að sam-
rýmast fegurðarsmekk hans og sann-
færingu ekki síður en eigandans.
Verk arkitektsins eru vernduð með
lögum um höfundarétt.
— Teikning hússins verður að öðru
leyti að vera í samræmi við lög og
reglugerðir og hljóta samþykki op-
inberra aðila, sem fjalla sérstaklega
um þau mál.
Auk þess verður að leita álits sér-
fræðinga viðvíkjandi hinum tækni-
legum atriðum, sem til greina koma
svo sem hitun, raflögn, loftræstingu
burðarþolsreikningum o. fl. — Og
er hlutverk arkitektsins að samræma
öll þessi tæknilegu atriði þannig að
úr verði ein heild.
Að þessu loknu er hægt að hefj-
ast handa um að reisa húsið. Það
verður þó aldrei nógu vel brýnt fyrir
mönnum að ihuga vandlega framan-
greind atriði og umfram allt gefa sér
tíma til að íhuga þau, vega og meta
áður en ráðist er í bygginguna, því
að það er á þessu stigi málsins sem
örlög hússins eru ráðin. Það er ekki
lengi gert að „teikna“ hús en það
veröur fyrst og fremst að „hugsa"
það.
Ef vel á að vera er hlutverki arki-
tektsins ekki þar með lokið. — Hann
verour hel::t að vera í ráðum þangað
til seinustu umferð málningar er
lokið og raunar löngu eftir að flutt
er í húsið. — Hafa verður eftirlit
með verkinu í heild og jafnframt
ráða fram úr ótal vandamálum, sem
kunna að koma meðan á bygging-
unni stendur. Reynslan hefur sýnt, að
fullkomnustu húsin eru þau, sem reist
hafa verið með sem nánastri sam-
vinnu eiganda, arkitekts og iðnaðar-
manna og að þessum aðilum sé gef-
inn nægilegur tími til umhugsunar
og skipulagningar verksins, bæði í
smáðu og stóru, áöur en hafizt er
handa um bygginguna.
Þegar arkitekt og eigandi er einn
og sami maðurinn, verður vandamál-
ið oft einfaldara viðfangs. — Jac-
ques C. Brownson: Eigið hús Gen-
eva, Hlinois, Bandaríkjunum. —
Mjög einfalt í sniðum, byggt að
mestu leyti úr stáli og gleri — gott
dæmi um hvert stefnir í byggingu
einbýlishúsa þar vestra. E. t. v. er
það þetta sem koma skal.
10
VIKAN