Vikan


Vikan - 13.11.1958, Qupperneq 13

Vikan - 13.11.1958, Qupperneq 13
stara augum út í Heimsókn að Á næstu síðum segir ungur maður frá því hvernig hann leiddist út á afbrotabrautina og lenti að lokum í höndum rétt- vísinnar, var dæmdur í fangelsi og sat þar marga mánuði. I fangelsinu, Litla-Hrauni, ritaði ungi maðurinn dagbók sem mmi verða birt í næstu tölublöðum Vikunnar. Blaðamenn Vikunnar brugðu sér um dagiim ásamt ljósmynd- ara austur að Litla-Hrauni til að kynna sér og lesendum stað- inn þar sem dagbókin er rit- uð . . . A efri myndinni sjást tveir fangavarðanna á Htla-Hrauni í eftirlits- ferð. Á neðri myndinni sézt inní einn einangrunarklefann i kjallaranum. Litla-Hraun var reist sem sjúkrahús árið 1923. Það liggur því í augum uppi að húsakynni og öll tilhögun er afar óhentug fyrir þá starfsemi sem nú fer þar fram. Þrátt fyrir ötula viðleitni stjórnarvaldanna til að gera Litla- Hraun að viðunandi vinnuheimili, er enn langt í land að það hafi tekizt. Því veldur fyrst og fremst hin óheppi- legu húsakynni sem fyrir hendi eru og skortur á fé til að reisa nýtt nútíma- hæli fyrir þá ógæfusömu menn sem þjóðfélagið telur bezt geymda bak við lás og slá. Helgi Vigfússon hefur veitt vinnuheim- ilinu forstöðu á annað ár af alúð og árvekni og jafnan icomið fram af mesta drengskap við fangana. Hann sýndi okkur húsakynnin og kynnti okkur fyrir þeim sem þar búa. 1 kjallara hússins er eldhús og matsalur. — Þetta er eini samkomusalur- inn í allri byggingunni, sagði Helgi okkur, hér vantar tilfinnanlega vistlegan sal þar sem fangarnir geta komið saman. 1 einu horni matsalarins stendur lítið orgel og sýnilega komið til ára sinna. Umboðsmenn ýmissa trúflokka heimsækja Litla-Hraun með reglulegu millibili og halda samkomu. Slíkt hefur gefið góða raun og ýmsir fanganna orðið BLAÐAMENN Vikunnar brugðu sér um daginn austur að Litla-Hrauni. Það hafði frosið um nóttina og var komið snjóföl á heiðina. Heiðskir him- ininn hvelfdist eins og kristalhjúpur yfir þennan tæra haustmorgun og i fjarska gaf sýn til jökla. Hekla var orðin alhvít. Víðáttan sem blasti við í öllum áttum gaf huganum frelsi til að reika óbund- km og laus. Og þó var förinni heitið að mesta ó- frelsisstað á Island. Litla-Hraun var framundan. Skammt frá Eyrarbakka, rétt við al- faraleið, stendur tvílyft steinhús með sterkum járnrimlum fyrir öllum glugg- um. Pyrir dyrum er ramleg grindahurð, gerð úr digrum járnrimlum svo kettl- ingur gæti varla smogið í gegn. Þetta er dvalarstaður 30 manna sem þjóð- lagið kýs að geyma sér þar. Fangaklef- ar eru á tveimur hæðum, það er gengið eftir löngum gangi og beggja vegna gefur að líta vandlega læstar dyr, allar tölusettar. 1 hverjum klefa býr einn maður. 1 kjallaranum eru fjórir klefar sem oftast standa auðir og ekki eru notaðir nema einhver fanginn hafi framið al- varlegt brot eða orðið viti sínu fjær. Á máli fanganna eru þessar vistarverur kallaðar ,,sellur.“ Þar er loftið fúlt og daunillt, loftræsting lítil sem engin. A máli fangavarðanna eru þessir þrír klefar kallaðir einangrunarklefar, þang- að eru fjarlægðir óróaseggir svo þeir hleypi ekki samföngum sínum í upp- nám. Þó er einangrunin ekki meiri en svo að hvert högg sem barið er i veggi þessara klefa berst um allt húsið, heyr- ist um alla ganga. Þessi högg geta haldið vöku fyrir föngunum um allt hús- ið, vakið þeim óróa og eirðarleysi, ef til vill rísa þeir úr fletum sínum, ganga um gólf hálfa nóttina og grípa þétt- ingsfast um einn gluggarimilinn sem lokar þeim leiðina til frelsis, stara heit- um augum út I nóttina fyrir utan og finna að þessi æðisgengnu högg að neð- an eru komin í blóðið . . . nóttina... Litla-Hrauni snortnir af boðskapnum, aðrir lá(ta hann sem vind um eyrun þjóta eins og gengur. Okkur er boðið til sætis i eldhúsinu og fangarnir sem þar vinna, bera okk- ur hinar ljúffengustu veitingar. Við höfðum komið á veitingahús á Selfossi áður um morguninn og varð nú £ orði að eldaþjónar þar í plássinu gerðu bezt í því að kynna sér hvernig Litla-Hrauns- menn taka á móti gestum. Eftir að við höfðum matast höldum við áfram ferð okkar um húsið. Helgi opnar fyrir okk- ur hverjar klefadyrnar á fætur ann- arri, og sýna okkur inn i þrönga klef- anna. Pangar hafa reynt að gera klefa sína eins vistlega og tök eru á, hengt myndir og málverk á veggina, komið fyrir bókaskápum og hillum. 1 einum klefanum hangir jólaskraut í loftinu. — Það vantar verkefni fyrir fangana, heldur forstjórinn áfram, að vísu er hægt að finna nóg fyrir þá að gera úti við en á veturna er ástandið slæmt. Hér eru engin skilyrði til að vinna inn- an húss. Það vantar til þess húsrými og ÖU tæki. Þeir geta í mesta lagi dútlað eitthvað smávegis í klefum sínum en það er ekki um neina verulega vinnu að ræða. Og flestir þeirra sem hér eru staddir, eru mannvænlegir piltar og gervilegir, sem fyrir óheppni hafði leiðst á glapstigu. Aðgerðarleysi er seigdrep- andi fyrir þessa menn. Við höfum átt nokkrar viðræður við stjórn SlBS um að útvega þessum mönnum verkefni. Það er hverju orði sannara að á Litla-Hrauni hafa menn fullan hug á því að taka til höndunum, Helgi sýnir okkur inn í einn klefann þar sem fang- inn hefur smíðað sér forlátaborð, í öðr- um klefum hafa menn komið sér upp bókahillum og öðru smávegis til að gera klefann vistlegri. Og listhneigðir virðast þeir vera, meira en i meðallagi. Einn fanginn hafði málað gríðarstór málverk á alla veggi lesstofunnar, á þessum myndum var slikur snilldarbragur að við stöldruðum við lengi og ihuguðum hver hefðu orðið örlög fangans, ef hann hefði borið gæfu til að fara í myndlistarskóla í stað þess að sitja í fangelsi. 1 öðrum klefa situr fangi við málaratrönur með pensil í höndinni, hann hefur látið sér vaxa al- skegg að listamannasið og málað ljóm- andi snotra mynd af því landslagi sem verður enn fegurra i huganum af því likaminn er bundinn innan fjögurra veggja. Aðrir fangar eru niðursokknir i lest- ur og hér eru bækur af betra taginu sem eru i flestra höndum. Sumir fang- anna fást sjálfir við að skrifa sögur og yrkja ljóð. Einn fanganna vinnur af þvi öllum stundum i klefa sínum að finna upp eilífðarvél hann hefur góðar vonir um að þkð megi takast áður en hann gengur sjálfur eilífðinni á vald. Nokkrir fanganna vinna úti við að margvíslegum störfum en flestir kvarta þeir undan því að verkefni séu ekki næg handa þeim. Allir eru þeir alteknir þeirri einu hugsun að öðlast frelsi á ný og meginhluti fangelsisvistarinnar fer 1 það að fá því til leiðar komið að þeim sé sleppt lausum. En það er erfitt vun vik, þungur róðurinn fyrir afbrotamenn að brjóta sér braut gegnum flókið skrifstofukerfi yfirvaldanna og margir sem ekki eiga sterka menn að til að hjálpa þeim. Á Litla-Hrauni er hver dagur öðrum líkur. Pöngum er hleypt út úr klefum sínum snemma morguns og snæða þá árbít. Pangarnir sjá sjálfir um alla mat- reiðslu en brytinn er þó frjáls maður á Pramh. á bls. 11 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.