Vikan


Vikan - 13.11.1958, Síða 15

Vikan - 13.11.1958, Síða 15
r - smádobbl - partí í súðarkytru -HRAIINI ófær í þessum lörfum sem utan á mér héngu. Ég sagði honum sem var, að ég ætti ekki eyri og gæti því ekki hætt úr þessu vandamáli. „Blessaður vertu ekki með neitt helvítis röfl, reyndu bara að rétta þig af, svo við getum reddað þessu sem allra fyrst." Hann dró nú ofurlítið pilluglas úr vasa sinum og þekkti ég strax inni- hald þess. Hann bauð mér að snæða þessar piliur og þáði ég það með þökkum, því ég hafði áður komist í kynni við hið þægilega ástand er þær komu manni í. Við ókum um bæ- inn og brátt var ég allur annar, laus við allar áhyggjur, syngjandi glaður og fannst sem nú væru mér allir vegir færir. Samstarf vínsins og pillunnar höfðu komið mér í ann- an heim, heim þar sem ég var öllum fremri. Ég gat allt. Pélagi minn stakk nú upp á að við tækjum okkur hótel- herbergi, því hann kvaðst þurfa að ræða við mig um mjög áríðandi mál. Mér fannst þetta hin snjallasta hug- mynd og þar með var ákveðið að við tækjum okkur herbergi. Við ókum nú á milli gistihúsanna og loks fengum við herbergi. Við fórum strax þang- að inn, en sendum bílinn eftir meira vini, því ekki máttum við þynnast upp. Þeg-ar uppá herbergið kom, var eins og félagi minn yrði hálf vand- ræðalegur. Hann sat á móti mér þegj- andi um stund, síðan sagði hann: „Já, þú ert blankur." Hann dró upp veski sitt, sýndi mér að í því voru kynstur af peningum. „Hvaðan hefurðu þessa peninga, maður ?“ spurði ég furðu lostinn. „Uss, blessaður, þetta er fljótfengið og furðu auðvelt." „Hvað, þú hefui’ þó ekki stolið þessu?" „Nei ekki beint, ég er í smávegis „dobbli", sem aldrei þarf að komast upp ef rétt er að farið. Þú ættir eig- inlega að koma í þennan bransa með mér, það er skemmtilegra að vera ekki einn í þessu." Það runnu á mig tvær grímur. Ég þorði þetta ekki, þetta getur farið illa, og þó, mér veitti svo sem ekki af. Eg var lengi að velta þessu fyrir mér og sífellt reyndi félagi minn að sannfæra mig um ágæti þessarar iðju. Nú var bíllinn kominn og þvi nægar birgðir af víni við hendina. „Jæja, hvað segirðu um þetta, ann- að hvort af eða á og meiri sjúss færðu ekki hjá mér ef þú hafnar þessu boði.“ Mér leið að vísu dásamlega í augna- blikinu, en sá fram á eymd þá er ég hafði lifað fyrr þennan sama dag og reyndar oft áður, svo ég lét slag standa og gaf samþykki mitt. „Jæja þá fáum við okkur bíl og kaupum föt og það sem með þarf á þig, svo förum við á dansleik og náum okkur þar í „fýsur" og höldum svo ærlegt „partý“.“ „Allt í lagi,“ sagði ég. og fannst þetta nú allt stór snjallt og ágætt. Þetta mundi aldrei komast upp, við mundum gæta okkar vel í „fram- leiðslunni" og ekki berast á um of. Nú var kominn bíll og því ekkert því til fyrirstöðu að ég yrði „dressaður" upp. Var nú ekið til einnar af klæða- verzlunum bæjarins og keypt þar á mig föt og það sem með þurfti til þess að gera mig að virðulegum borg- ara a. m. k. hvað ytra útlit snerti, hinu þ. e. því sem inni fyrir bjó varð ekki breytt í einni svipan. Er við höfðum lokið þessum „erindarekstri", ókum við til hótelsins og þar kiædd- ist ég mínum nýju og glæsilegu föt- um. Á meðan á þessu stóð hafði fé- lagi minn farið í sima til þess að at- huga möguleika á kvennaselskap. Eg sat nú og drakk og beið fullur eftir- væntingar komu félaga míns, því ég þráði samfélag við konur og fátt var mér meiri unun en að geta veitt ríku- lega, sérílagi þegar hið veikara kyn átti í hlut. Eg drakk drjúgum, þvl mér leiddist biðin og nú leið mér eins vel og bezt verður á kosið. Er ég hafði sumblað þarna einn í nær klukkutíma, heyrði ég að félagi minn nálgaðist her- bergisdyrnar og raulaði hann vinsælt lag fyrir munni sér, þannig að nokk- Framhald á bls. 24. Við vorum því úrskurðaðir í gæzlu- varðhald og fluttir á hinn ömurlega stað að Skólavörðustíg 9. Þar vökn- uðum við næsta dag, við hroðalega timburmenn og hið ægilegasta sálar- ástand.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.