Vikan - 13.11.1958, Side 18
4.
VERÐLAUNAKROSSGÁTA
VIKUNNAR.
Eins og lesendum er lcunnugl hef-
ur Vikan tekið upp þá nýbreytni
að veita verðlaun fyrir rétta ráðn-
ingu krossgátunnar í hvert sinn.
Berist fleiri réttar ráðningar en
ein, verður að sjálfsögðu dregið
um það hver vinninginn hlýtur.
Verðlaunin eru
100 krónur.
Vegna lesenda okkar í sveitum
lándsins hefur verið ákveðið að
veita þriggja vikna frest til að
skila ráðningum. Lausnin sendist
blaðinu í lokuðu umslagi, merkt
„Krossgáta“ í pósthólf 149.
1 sama blaði og lausnin er birt,
verður skýrt frá nafni þess sem
vinning hlýtur.
AUmaxgar ráðningar bárust á
verðlaimakrossgátu Vikunnar,
sem birtist í afmælisblaðinu
fræga. Nú hefur verið dregið úr
réttum ráðningum og getum við
frætt lesendur blaðsins á því að
K. BÖGN VALTÍSDÓTTIR,
Kleppsveg 58, Reykjavík
hlaut verðlaunin, 100 krónur.
Vinnandinn má vitja verðlaun-
anna á ritstjórnarskrifstofu Vik-
unnar, Tjarnargötu 4.
J. rné F’Rum- SFVI FU'j SAfl1- f\ FKdm £/VDuR VORU- 5K.ST. ILU HUÓö SK.&T TAPLr ir
F'hha- Ö£R> ttofuB- 3o«Q-
l/ R. SrflflF- flplR. ToB-
Tu
RtG* ÍTÓ £>Di/vCi •AS ÍTtFvfl
'flVTVHb- UW I-vvm K RSrv- fliflSvR.
1//VÖ- Vl©l 1 , fío“u>/ ÍDS LÍK
i
AFU S6AH 61*6- Ai T k
NtMA
sé&'- hWÓ3> ra* rA E \Mi kflvp- SflKRflfl
Tfí u$- /Vi &U Fu
SuflA ItTM ' i. HTflXK ByCtC'- isuG
e«L'M-
FofJ- Senv. JAP- 'b/vsk Eyjfl liT- /1FL.04 Kí/vai- /H6RK 1
TRý/VI
/Vý- CrÉRS -4- 1 R/'Kl
l SPlL E WD
Sfl/H- STceifi 5 A M - MUóÐ- M. T Jfl/vS SKA&i AtOfí.- fí**# LfUiTl
Tvi'- ¥>LjÍB\ I FyflsT- IR flflifl
sFalf, /VEF//P
L ÓTt0 1-DiCl VÖflu- SK.6 T. TAl fl
v—^ HRl/vD l/T— r£K,& HAF/M'DI t«K 1
HiJÓB r< ViA - fcK.ST. Xa/Hvd- v u ko/vfl /Kíyíiil
41AT BoCr/vA Sflfli- HLTóíi VIAM/U- SC/MI
HAIMIM BORGAR . . .
Framhald af bls. 5.
mikia lukku. Þá er hann um þessar
mundir að undirbúa nýja veitinga-
stofu, sem sennilega stendur Kjall-
aranum lítt að baki.
Auk alls þessa, sem upp hefur
verið talið má geta um pylsusöluna \
Austurstræti, þ'ar sem gamla af-
greiðslan var hjá Bifreiðastöð
Reykjavíkur. Þorvaldur flutti einnig
hingað til lands að, þvi er fróður
maður hefur sagt fyrstu kjötsögina
og ofbauð mönnum slík bífræfni, en
þá var allt kjöt höggvið, en nú er slík-
ur óþrifnaður bannaður með lögum.
Á yngri árum, meðan hann vann hjá
Sláturfélaginu fór hann oft út í
erlend ferðamannaskip, sem stödd
voru á höfninni og bauð þeim kost
til sölu. Þá er hann einnig lærður
kjötiðnaðarmeistari og fleira mætti
telja.
Um manninn sjálfan mætti margt
segja og allt gott. Furðulegt má
teljast, að Sama er, hvar víurnar eru
bornar niður, bæði hjá starfsfólki,
vandalausum húsmæðrum, stamm-
gestum kjallarans, opinberum em-
bættismönnum og yfirleitt öllum, sem
eitthvað hafa átt við hann saman að
sælda, ber saman um fágæti manns-
ins og ágæti, sérstakan sjarma, sem
ómögulcgt er að standast. Hann er
með eihdæmum skjótur til fram-
kvæmda. Til dæmis var hann eitt
sinn staddur á móti veitingamanna
í Kaupmannahöfn. Extrablaðið hélt,
að Þorvaldur væri framámaður í
gistihúsamálum, en ekki veitinga.
Þegar Þorvaldur las blaðið jaginn
eftir sagði hann að bragði, ao hann
yrði þá bara að snúa sér að því lika.
Hver veit, nema Reykvikingar vakni
við það einn góðan veðurdag, að far-
ið er að grafa fyrir grunninum að
hóteli Þorvaldar? Fái hann skemmti-
legar hugmyndir hjá einhverjum
kunningja sinna um eitthvað, sem
vert væri að reyna, einhverja nýj-
ung eða þess háttar, á hann það til
að hringja daginn eftir og segja, að
nú sé hann búinn að koma þessu af
stað.
Ekkert er Þorvaldi fjarr skapi en
trana sér fram á nokkurn hátt. Samt
er það einhvern veginn svo, að hvar
sem hann er, t. d. á mótum veitínga-
manna erlendis, er hann undir eins
orðinn miðdepill samkundunnar.
Þorvaldur á mörg og falleg mál-
verk á heimili sínu. ' Leggur hann
þó fyrst og freinst áherzlu á að þau
geymi annaðhvort gamlar endur-
minningar, eins og málverkið eftir
Jón biskup Helgason, af fæðingar-
stað hans, Holti undir Eyjafjöllum,
eða veiti honum fróun á hvíldarstund-
um. 1 kunningjahópi hefur hann oft
spaugsyrði á vörum og kann mikið
at léttum kýmnikveðskap. Hann seg-
ir mönnum ávallt meiningu sína í
hverju máli og hefur sjálfstæðar
skoðanir og er í rauninni ákaflega
ópólitískur maður, þótt hann fylgi
ákveðnum flokki að málum. Má það
teljast einsdæmi á Islandi, að jafn-
vel andstæðingar hans í þeim efnum,
geta hans allir að góðu einu. Við
reyndum mikið til pess að finna
einhvern, sptíi eitthvað hefði út á
hann að sctja, annaðhvort sem fjár-
Þorvaldur Guðmundsson og frú á leið
á alþjóðaveitingamannamót í Vínar-
borg.
málamann eða prívatmann, en sú leit
hefur orðið vita árangurslaus.
Orðtak Þorvaidar, „Maður stendur
á. meðan maður er studdur" lýsir ein-
mitt vel glettni hans og hárfínni
sjálfsgagnrýni. Sennilega er hann
einhver sá maður, sem minnst þarfn-
ast stuðnings, en hann hefur aftur
á móti persónulegt samband við flest
starfsfólk sitt og ótal marga aðra,
sem eru hinir beinu og óbeinu stuðn-
ingsmenn hans.
Ef til vill er Þorvaldur þó feiminn
maður, en það sjá þá aðeins nánir
kunningjar. Það eru oft beztu menn-
irnir, sem hafa eitthvað annað til
brunns að bera en oflátungshátt og
mannalæti. Er okkur þó fjarri að
væna Þorvald um slíkt.
Þorvaldur er kvæntur hinni mestu
ágætiskonu, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, sem er lærður lyfjafræðingur
og eiga þau þrjú mannvænleg börn,
sem líkjast þeim öll. Sonur þeirra
Skúli er lifandi eftirmynd föður síns
og Geirlaug móöur sinnar, en yngsta
dóttirin, Katrín er svipuð þeim báð-
um og með hjónunum er hinn ákjós-
anlegasti hjónasvipur. Þau hafa búið
börnum sínum fallegt og gott heimili.
Fágætt er að hitta fyrir menn eins
og Þorvald Guðmundsson. Hann vex
upp með móður sinni og upp úr
brauðstriti hennar hefur hann sig
af sjálfum sér eingöngu upp til þess
að verða einn auðugasti maður larms-
ins. Sjaldan hef ég hitt fyrir móður,
sem er jafn innilega stolt af syni
sínum og Katrín Jónasdóttir. Hún er
nú orðin áttræð og vinnur hjá syni
sínum. Hún stritaði til að sjá þeim
farboða og hennar brauð var hans.
Síðan manaaðist strákurinn og tók
til óspilltra málanna. Allir geta nú
séð, að hann hefur verið vel að og
enn er starfsdagurinn fjarri því að
vera hálfnaður.
Þorvaldur er einn þeirra örfáu
manna, sem halda tryggð við uppruna
sinn og glata ekki því góða, sem í
sál þeirra býr, þrátt fyrir versnandi
heim og vaxandi velgengni sjálfra
þeirra.
18
VIKAN