Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 21
— Svona, gerið svo vel. Eitt staup sakar engan mann. Þér eruð nitján ára, er ekki svo? Halló, Jean! Komdu inn. Hérna eignastu nýjan vin, sem heitir Gilles Mauvoisin, það er bróðursonur Dolares. Það var þeim sjálfum verst, af því þeir héldu svo mjög að honum víninu, að Gilles sá þá frem- ur sem skrípi, en eins og þeir voru raunverulega. Jean Plantel, til dæmis, minnti hann á engi- sprettu. Hann var alltaf að núa saman höndun- um, eins og engispretta, sem er að nudda sam- an framlöppunum. — Jæja, hérna er ungur hamingjusamur maður. Og svo var það frænkan Gérardine Eloi, sem gerði eins mikinn hávaða og tók eins mikið rúm og öll hin til samans. — Svo að veslings systir mín . . . Hún varð fyrst til þess að minnast harmleiks- ins í Þrándheimi. — Hvernig vildi þetta til? Og Gilles, sem var orðinn rjóður í andliti með leiftrandi augu, svaraði og sagði nakinn sann- leikann. — það var ofninn . . . Frú Plantel beið eftir þeim í borðsalnum. Hún var mjög virðuleg i framgöngu og fasi. Meðan á máltíðinni stóð, mælti hún naumast orð af vörum. veggja ódýrra gistihúsa í ýmsum borgum. Hún hafði alltaf haft meiri áhyggjur af honum en faðir hans. Faðir hans hafði alltaf reynt að sópa áhyggj- unum burtu með glaðlyndi sinu og góðlyndi. — Við höfum fengið að borða í dag og vafa- laust fáum við líka að borða á morgun, og hvers getum við óskað fremur? hafði hann sagt. Og þó hafði hann alltaf dreyrnt um að verða mikill tónsnillingur! Gilles hafði það á vitundinni, að einhver hefði læðst á inniskóm að hurðinni og hlerað. Hann hreyfði sig ekki. Hann gat varla sagt, að hann liti á þetta fólk sem óvini sína, en hann hafði tekið eftir vissum atvikum, dálítið grunsamlegum, og ef hann ýkti þau í hugarheimi sínum, þá var það víninu að kenna. Þau höfðu gotið augunum einkennilega hvert til annars, þegar þau sátu í setustofunni eftir kvöldverðinn og síðan var borið inn meira vín. Þetta var eins og samsærismenn, jafhvel Gérard- ine frænka. En þó virtist enginn treysta öðrum. Það var aðeins eitt, sem þetta fólk virtist sam- mála um, og það var, að hann, Gilles, skyldi ekki sleppa úr klóm þess. Gérardine frænka brosti stöðugt, en brosið var eins og gretta og þegar sást i tennur hennar, var eins og hún ætlaði að KYNLEGUR ARFUR — Hann verður að koma og búa hjá okkur, sagði Gérardine frænka. — Eg hringi í stúlk- urnar mínar og segi þeim að búa út herbergi handa honum. — Nei, alls ekki. Hann getur sofið hér í ein- hverju gestaherberginu í eina eða tvær nætur. Og gleymdu því ekki, Gérardine, að samkvæmt erfðaskránni á hann að búa í húsinu Quai des Ursulines. — Ásamt kvenmanninum ? — Þú veizt það mætavel . . . •—■ En hvað það er leiðinlegt, að Bob skuli vera í París. Hann hefði haft gaman af að sýna Gilles borgina. — Það getur Jean gert. • Engum datt í hug að spyrja Gilles að því, hvað hann langaði sjálfan til að gera. Ævi hans var ákvörðuð, án þess hann væri spurð- ur ráða. Hann botnaði ekkert í sumu af þessu og það var minnst á fólk og staði, sem hann hafði aldrei heyrt getið um og engum datt í hug að útskýra neitt fyrir honum. Allt og sumt, sem gert var fyrir hann, var að fylla stöðugt glasið hans! Þegar hann hafði verið að láta fisk á diskinn sinn, hafði hann misst ofurlítið ofan á dúkinn og orðið svo ruglaður, að um tíma sá hann hvorki né heyrði og vissi meira að segja ekki hvort hann var að borða eða ekki. Bang, bang . . . Bang . . . Bang, bang, bang. Svo heyrði hann klukknahringingu. Það varð eitthvert óðagot í eldhúsinu fyrir neðan. Hann heyrði glamra í eldhúsáhöldum. Svo heyrðist fótatak i göngum. 1 einhverju svefnherberginu var einhver að fá sér árbít. 1 öðru herbergi heyrði Gilles einhvern vera að fá sér bað. Vai' orðið framorðið? Gilles hafði þrautir í höfðinu, stundum hægra megin i höfðinu, stundum vinstra megin. Honum datt i hug, að ef til vill væri vatnsglas við hliðina á honum, en þegar hann rétti fram höndina, varð ekkert fyrir honum nema veggurinn. Óaf- vitandi stundi hann upp einu orði: — Pabbi . . . Hann langaði til að gráta. Honum leið ver en honum hafði nokkru sinni liðið á ævinni. Það var einkennilegt, að hann skyldi nefna nafn föður síns. Hví ekki móður sinnar? Það var ekki sanngjarnt og hann varð að viðurkenna það. Það var móðir hans, sem alltaf hafði hugsað um hann, og hún hafði alið hann upp innan bíta mann. Babin horfði á Plantel kaldhæðnislegu glotti, eins og hann vildi segja: — Það getur verið, að þú sért hinn mikli Plantel hluthafi í Basse og Plantel-útgerðarfé- laginu, en það var nú samt ég, Raoul Babin, sem lék á þig í þetta skipti. Hann hafnaði Havanavindlingnum, sem gest- gjafinn bauð honum, en i stað þess dró hann upp svartan vindil úr vasa sínum. Gérardine reykti vindlinga. Plantel hafði sagt við son sinn. Á morgun verðurðu að taka hinn unga vin þinn, Gilles, i þínar hendur. Hann var ekki nógu vel búinn. Hann leit ekki sérlega glæsilega út í dökku fötunum, sem ekki höfðu verið saumuð á hann og jakkinn var svo síður, að hæ£jt var að notast við hann fyrir frakka. Þau horfðu á hann með athygli. Hann var ákaflega feiminn og klaufalegur, til dæmis, þegai- þjónninn var að bjóða honum hina ýmsu rétti, sem hann hafði aldrei séð áður. Og gest- irnir litu gagnrýnisaugum hver á annan. Það var allt ákveðið fyrirfram. Þau ætluðu að kaupa á hann föt, auðvitað án þess að spyrja hann. Og svo ætluðu þau að fylgja honum til húss frænda hans á Quai des Ussulines. En hon- um var ekkert sagt frá frænkunni, sem hann var neyddur til að búa hjá, samkvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar. Stundarkorn hafði Plantel vikið honum af- síðis. Gilles mundi nákvæmlega það, sem hann sagði: — Segið mér eitt! Hvernig gátuð þér haft uppi á Armanelines í dag? Ég hélt, að þér hefð- uð aldrei heyrt hennar getið. Gilles hafði aldrei slu'ökvað á ævi sinni. Plún kannaðist við mig, þegar ég kom út úr kirkjugarðinum. — Hvernig gat hún hafa þekkt yður, fyrst hún hafði aldrei séð yður áður? — Hún sagðist hafa þekkt ættarmótið i svipn- um. Hún þekkti föfur minn og Octave frænda. — 1 fyrsta lagi hefur hún aldrei þekkt föður yðar. Hún kom hingað til La Rochellt fyrir aðeins fimm eða sex árum siðan. Og um frænda yðar er það að segja, að ég get sýnt yður mynd af hon- um og sýnt yöur, hversu mjög þér líkist honum! En ég held að ég viti, hvernig i þessu liggur. Eg skal skýra yður frá þessu öllu síðar. En til að byrja með verð ég að áminna yður um að vera á verði gagnvart Babin, og raunar öllum öðrum, sem vilja ná tangarhaldi á yður. Nýiar ML í5><yeo7t) hljómplötur SrJa $o rs tein s cló 111 ir • D 841469 HVERS VEGNA (Sigfús Halldórssonj ITALSKUR CALYPSO (Calipso Italiano) • D141470 LITLI STUFUR (Tag mig med . .) OKKAR EINA NÓTT (Dors, mon amour) • DK1471 Á GÓÐRI STUND (Jóh. Jóhannesson) KVEÐJA (Jóh. Jóhannesson) • DK1472 LITLI TÓNLISTARMAÐURINN (Tólfti September) 8rJa 'jfiorsteiasdóttir °9 cKaukur lllorth eas • DK1472 ÞREK OG TÁR (Sjung) (Viltu með mér vaka er blómin sofa) FALKINN H.F. — HLJ ÖMPLÖTUDEILD — Nýjar hljómplötur VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.