Vikan


Vikan - 13.11.1958, Qupperneq 22

Vikan - 13.11.1958, Qupperneq 22
aftur inn til frú Rindone, til að fá sér kaffi og brauðbita og séð Miriam þar aftur ásamt kunn- ingjum hennar. Þau höfðu snöggvast horfzt í augu og það var sýnilegt að bros hennar var ætlað honum einum. Aftur varð Stan var við hinn kynlega neista, sem kviknað hafði milli þeirra. Þegar Stan ætlaði að fara hafði frú Rindone bent honum að koma með sér inn í eldhúsið. Þar hafði hún neytt hann til að taka við tveim þús- undum dala í tíu og tuttugu dala seðlum. — Þegiðu nú, sagði frú Rindone. — Þú giftist stúlkunni Qg borgar mér svo aftur. Þú ert yndis- legur piltur, Stan, en þú átt eftir að læra margt. ÍJg skal hjálpa þér. — En ef mér mistekst? sagði Stan. — Þá get ég aldrei borgað þér. — Þér mistekst ekki, sagði frú Rindone örugg. Þið giftist og eigið sand af krakkagríslingum. Vertu hamingjusamur. Fóstra gamla þekkir lifið. Fáeinum kvöldum seinna hafði hann kynnt sig fyrir Miriam og svo leit út, sem spádómur Rindone fóstru væri að rætast. Miriam hafði rekið frá sér alla biðla vegna Stans. Þau voru saman á hverju kvöldi og Stan fór með hana i alla fínustu klúbb- ana við Broadway. En nú var pyngjan hans farin að léttast. 1 kvöld hafði hann eytt síðustu tutt- ugu dölunum og honum var ljóst að nú varð hann að biðja Miriam að giftast sér. Hann varð að fá jáyrði hennar, áður en þau skildu. En nú þegar þjónninn var farinn frá þeim varð Stan ljóst, að hann gat ekki stunið upp orð- unum. Og hann vissi hvernig á því stóð. Hann elskaði Miriam, elskaði hana miklu heitar en svo, að hann gæti fengið af sé að valda henni von- brigðum. Stan leit á mynd sína í speglinum á borði Rindone fóstru. Hann sá að hann var aumkunarlegur í framan og hugsaði með sér: Ég er karlkynsútgáfan af öskubusku, utan hvað ég hef kálhaus í stað höfuðs. Og I stað þess að vera eldabuska er ég bréfritari við fjórtánda borð dag- blaðsins Lúðurinn. Stan andvarpaði og leit eymarlega yfir borðið. — Miriam! sagði hann ákveðinn. — Ég hafði ætlað mér að spyrja þig að dálitlu rétt áðan, en nú er ég hættur við það. 1 stað þess ætla ég að segja þér dálítið hræðilegt — um sjálfan mig. — Hvers vegna, Stan? sagði Miriam glaðlega. —■ Vertu ekki svona súr á svipinn. Það getur ekki verið svo slæmt. fFLJÓTU bragði virtist ungi, laglegi, vel búni maðurinn og ljóshærða stúlkan, sem sátu and- spænis hvort öðru í litla viðkunnanlega veit- ingahúsinu hennar frú Rindona vera mjög ham- ingjusöm. Stan Welker, en svo hét ungi maðurinn, vissi, að hann átti að vera hamingjusamur. Stúlkan, sem með honum var, hét Mirian Grokk og var einhver ríkasta kona í veröldinni. Miriam var líka mjög yndisleg og Stan virtist hún vera mjög ástfangin af honum. Samt neri hann sam- an höndunum undir borðinu og reyndi að herða upp hugann. — Miriam, sagði hann. — Það er dálítið sem ég verð að segja þér. Dálítið, sem hefur áhrif á líf okkar beggja. Stan fánn svitann brjótast út á báðum gagnaugunum á sér. — Jæja, ástin mín, sagði Miriam og fallegt andlit hennar Ijómaði af eftirvæntingu. Hún hallaði sér ofurlítið áfram. — Mig langar til að spyrja — spyrja — orðin köfnuðu í hálsi Stans. Klökkvinn, sem hafði setið í hálsi hans allt kvöldið, var allt í einu orðinn svo stór, að hann var að kæfa hann. — Hvað er það, haltu áfram, Stan, sagði hún. — Stan seildist eftir vatnsglasi, eins og hann ætlaði að reyna að skola niður þessum kekki, sem sat í hálsinum á honum. Ég verð að gera það, sagði hann við sjálfan sig. Ég verð að kom- ast í gegnum þetta — þó ekki væri til annars en að geta borgað frú Rindone. Þegar alls er gætt, mun Miriam fyrr eða seinna hata mig. Og hvað eru tvö þúsund dalir í hennar augum? Um leið og Stan lagði frá sér glasið, kom þjónninn aftur að borðinu. Miriam greip mat- seðilinn hugsandi á svip og tafði fyrir þjóninum, svo að Stan gæti jafnað sig. Stan varð henni þakklátur fyrir þetta. Hann lét hugann reika til baka, til þess kvölds fyrir um mánuði síðan, þegar þetta byrjaði og honum var þungt í skapi, þegar hann hugsaði til þess, hvernig farið hafði síðan. Hann hafði komið inn til frú Rindone þetta kvöld og af tilviljun komið við Miriam, svo að hún missti pyngjuna sína á gólfið, en hún var þá að fara út með nokkrum kunningjum sínum. Hann hafði tekið pyngjuna upp og rétt henni með af- sökunarbrosi, sem hún hafði líka svarað með brosi. Og í sama bili var eins og neisti kviknaði milli þeirra. Frú Rindone hafði séð Stan horfa aðdáunar- augum á eftir Miriam, þegar hún fór út. Hún hafði alltaf alið í brjósti móðurlegar tilfinningar gagnvart Stan, allt frá þvi hann var nemandi í Columbíaháskólanum og hafði litlu á að lifa. — Þetta er kvenmaður handa þér, hafði frú Rindone sagt, og hann hafði samþykkt það, þang- að til hann vissi, hver Miriam var. — Það er tilgangslaust, hafði hann sagt við fiú Rindone. — Hún er æðri stéttar og ég er blásnauður. Það á aldrei saman. Ég get varla unnið fyrir mér. Sjáðu fötin min. Ég bý í einu herbergi. Vikulaunin mín hrökkva ekki fyrir einni hárgi eiðslu handa henni. •— Þú ert góður piltur, Stan, en þú átt eftir að læra mikið. hafði frú Rindone svarað. — Hún Smásaga eftir DOINi EAGLE er falleg stúlka og engin pjattrófa. Hvað held- urðu, að þú þurfir mikla peninga til að ná í þennan kvenmann. — Hversu mikla? hafði Stan étið upp eftir henni aulalega. — Alltof mikla. Meira en ég get útvegað. Það er heimskulegt að hugsa um það, frú Rindone. — Hversu mikið hafði frú Rindone endurtekið af mikilli þrákelkni. — Ég gæti búið mig sæmilega fyrir um tvö þúsund dali, hafði Stan sagt. Ég gæti fengið mér falleg síðdegisföt keypt blóm handa henni og boðið henni á góða veitingastaði í nokkrar vikur. En þetta er allt marklaus draumur. Við skulum gleyma því, frú Rindone. Góða nótt. Því næst hafði hann farið úr kaffistofunni. Nokkrum kvöldum seinna hafði hann komið 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.