Vikan


Vikan - 13.11.1958, Side 23

Vikan - 13.11.1958, Side 23
— Ég er trúður og svikahrappur og lukkuridd- ari, sagði hann. — Vertu ekki með þessa vitleysu, Stan, sagði Miriam. Þei, þei! ■— Þú skilur mig ekki, Miriam, sgaði hann æstur. — Ég er auralaus bréfritari, lítill kall, sem situr við skrifborð. Fötin, sem ég er í, blóm- in, sem ég gaf þér, þær skemmtanir, sem ég hef veitt þeir — allt er þetta keypt íyrir peninga, sem ég fékk lánaða hjá frú Rindone. Það voru tvö þúsund dalir, sem ég átti að borga aftur þegar . . . þegar þú værir fallin fyrir mér. Stan horfði á Miriam og bjóst við því, að svip- ur hennar speglaði viðbjóð, hrylling og skelfingu. En það varð ekki. Hún varð enn þá ástúðlegri á svipinn en áður. — Mér þykir vænt um, að þú sagðir mér þetta, Stan, sagði hún. Einkum ef þér líður betur f eftir. Hin leiftrandi ást í augnaráði Miriam. dýpkaði. — En gleymdu nú þessu og berðu upp spurninguna, sem var á vörum þér áðan. — Hvernig get ég fengið mig til þess? sagði Stan og hækkaði röddina. — Ég skil þig ekki. — Það er mjög einfalt, ástin mín, sagði Miriam og horfði blíðlega á hann. — Sjáðu til góði, það var sem sé ég, sem fékk frú Rindone þessa tvö þúsund dali. SKUGGAR FORTÍÐARINNAR Framhald af bls. 9. — Sagði hann þér, að við töluðum saman í morgun ? Hún kinkaði kolli og hana tók í hjartað þegar hún hugsaði um Drew. Hann tók hana þéttar að sér. — Elsku, elsku Nan. Ég er búinn að þrá það svo að halda þér svona. Og segja þér, að ég elski þig. —• Ég hélt það mundi aldrei verða. Ég hélt, að þú fyrirlitir mig, síðast’, þegar við stóðum hér og töluðum saman. — Ég veit það. Hann strauk hár hennar. — Ég varð að láta þig halda það, elskan. Það var eina leiðin fyrir mig. — Þurftirðu að vera alveg svona grófur? Hann tók fastar utan um hana. — Var ég það? Mér þykir það leitt, Nan. En hvað gat ég gert? Sama daginn var mér sagt, að Pollí yrði máttlaus alla æfi. Hún kenndi mér um það og ég gat ekki annað en gifst henni. — Ó, Símon, hugsaðu þér ef ekki hefði kvikn- að i jólatrénu, þá hefði hún ekki farið. — Ég hefði þá ekki fengið að vita það fyrr en við vorum gift. En það var líka möguleiki, að Kirkland hefði sagt frá því. En þessi hugljúfa saga um það, að hún ætlaði að koma mér á óvart hefði kannske gert það að verkum, að hann hefði þagað. Hún leit á hann skærum augunum. — Drew hefur verið yndislegur, er það ekki? — Áreiðanlega. Ég er honum þakklátur. Og verð það alltaf. — Ég líka. Hann þurfti ekkert að segja. Ef hann hefði ekki talað við Pollí, hefði hún aldrei farið. — Og þú hefðir gifst Drew og farið með honum til Hollywood. —• Ég er að velta því fyrir mér. Mér finnst einhvernveginn, að ég muni hafa dregið mig til baka á síðustu stund, því það hefði ekki verið rétt gagnvart honum. En ég verð að játa að mér fannst það ekki á meðan við vorum að borða. Ég bað hann að kvænast mér. — En ekki af því þú elskaðir hann ? — Nei, vinur. Það var vegna þess að ég var svo snortin af því sem hann hafði gert. Vegna þess að mér þótti svo vænt um hann. Hún and- varpaði. — Það er mikill munur á þvi að elska einhvern og að þykja vænt um einhvem. — Ég veit það. Hann tók undir höku henni og horfði í augu hennar. Svo kyssti hann hana. Loks þegar hann losaði takið um hana, hall- aði hún höfðinu að öxl hans. Henni fannst hún allt í einu uppgefin og ófær um að hugsa skýrt. — Símon? — Hvað, elskan? — Ég veit að þú segist elska mig og margir segja, að þú viljir giftast mér. Drew, Polli, meir að segja Jenní — en, hún brosti, augu hennar leiftruðu. — Þú hefur ekkert sagt um það sjálf- ur. Kannske er ég gamaldags en ég vil að þú biðjir mín. — Hjartað mitt, þú veist, að ég vil giftast þér. Ég þarf ekki að segja þér það. — Er það ekki? Hún vafði handleggjunum um háls hans. — En mér fyndist nú samt betra, að þú gerðir það. SÖGULOK. ÍMeildsöluíirgéir: afið þér smakkai hinar óviðjatnanlegu Honigs makkarónur? Ef ekki, ættuó þér ekki a& láta hjá lí&a aí gera þai sem allra fyrst, og þér munii komast ai raun um ai þai er auivelt ai búa til Ijúfenga rétti úr HONIG'S makkarónum. J £) er getið g notaft það sem aðalrétti með kjöti a 0 og tómötum og osti eða í súpur og m. I 19 fleira. Id aí,rar 0skyldunnar • Eggert Kristjánsson & Co. h.f. VTKAN m:

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.