Vikan


Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 26
Einn á tnótí ötlum Smitty iðaði í ruggustólnum. „Jæja, ef það hefur ekki verið Oli- .vera —" „Við skulum líta á þetta öðruvísi. Olivera var leigður. Hann var ekki þannig gerður, að hann gæti gert þetta upp á eigin spýtur. Svo að ein- hver hefur leigt Olivera." Smitty stundi: „Herra Saint Paul.“ „Einmitt. Við skulum gera ráð fyrri, að á mánudaginn hafi Saint Paul komist að því, að Clifford O’Brien hafði flúið með lykilinn að perl- unum og skilið hann eftir hjá Elder. Saint Paul vill láta ræna hvorn lækninn sem hefur perlurnar. Það þarf að drepa mann, svo að hann nær í Stitch Olivera frá San Francisco, alræmdan morðingja. Stitch er í Reno. Hann kemst ekki til San Diego, áður en Homer Mace fer af stað. Hann heldur, að Mace sé fantur eins og Elder og stelur krakkanum." FIMM VÖRUMERKI FIMM HEIMSALFUR FIBICH ^ EINKAUMBOÐ: Mars Trading Company SÍMI 1-7373 — REYKJAVlK Gamla konan hætti að íugga sér. „Þetta er trúlegra en hérna um kvöldið, þegar —“ hún benti með regnhlífinni á likið „— og herra Saint Paul var sami maðurinn og Olivera. Jæja, Saint Paul leigir Olivera til þess að stela krakkanum þínum." „Siðan kemur Olivera ekki við sögu.“ Smitty hristi höfuðið. „Þú gleymir haglabyssumorgunum tveim, Max.“ „Nei, alls ekki. En Edgai' Jones sannar, að Olivera var ekki þar að verki. Auðvitað er lítið mark takandi á Jones, en hann hefur enga ástæðu til þess að ljúga — sérstaklega þar sem félagi hans sveik hann.“ Thursday sveiflaði skammbyssunni um fingur sér og hallaði sér fram. „Jones segir að Olivera hafi aldrei farið út úr húsinu. Ég trúi þessu, af því að þetta kemur heim við skapgerð Olivera." „Meinarðu að Saint Paul hafi drepið bæði Elder og Leo,“ sagði Smitty hægt, „þannig að grunur féll á 01ivera?“ „Því ekki? Stitch var fyrirtaks fómardýr. Einhver varð að hafa framið þessi morð. Saint Paul var forsjáll." Smitty glotti. „Og Olivera hafði ekki einu sinni fjarvistarsönnun." Thursday hrukkaði ennið. „Eini gallinn á þessu öllu saman er að nafn Saint Paul átti ekki að heyrast nefnt — og það hefði ekki komið fyrir, ef minni Elders hefði ekki verið svo lélegt, að hann varð að skrifa það í minnisbókina sina.“ „Max,“ sagði Smitty hikandi, „þetta er ekki svo vitlaust — en Clapp vill fá sannanir." Isköld augu hans litu til dyra. „Ekki strax. Ennþá er þetta ágætissaga. En skilurðu ekki — Saint Paul vill Olivera feigan. Lifandi er hann bara venjulegur glæpamaður. En dauður getur hann verið herra Saint Paul sjálfur." Hann leit alvarlega á hana. „Þetta er einmitt bragðið. Saint Paul vildi láta mig drepa Olivera í National City. Saint Paul þekk- ir mig og veit að ég drep Olivera, þegar ég sé hann.“ Andlit gömlu konunnar fölnaði. „En ef þú hefðir —“ „Ef Olivera hefði skotið fyrst. Þá hefði ég ekki áhyggjur út af Saint Paul lengur. Hann myndi einhvem veginn losna við barnsræningjana."' Thursday hnusaði. „Ég hlýt að hafa verið á sporinu allan tímann.“ „Þá —Smitty leit af dyragættinni á manninn. „Veiztu hvað þú ert að segja, Max? Að Saint Paul sé einhver, sem þekkir þig?“ „Og einhver, sem ég þekki. Saint Paul hefur haft auga með mér, héma á Bridgway." „1 — mínu — hóteii?" Rödd hennai- var hálfkæfð. Vöðvarnir á hnakka hans herptust saman. „Þegar þú hjálpaðir mér, Smitty, tók Saint Paul eftir þvi. Clifford kjaftaði frá perlunum. Hann talaði við Elder — í síma — á mánudaginn. Og Saint Paul hlustaði á. Ekki frá læknastofunni, því að Elder hafði engin millisambönd. Heldur hérna á Bridgway." „Símborðið. I morgun spurðir þú mig um símborðið!" „Einmitt. Einhver, sem þekkir mig, einhver, sem gat hlustað við sím- borðið, einhver, sem gat hringt í Stitch Olivera fyrir tíu minútum og sagt honum, að Thursday væri á leiðinni. Það er herra Saint Paul.“ „Max,“ hvíslaði Smitty, „það getur ekki verið." „Olivera kom ekki af tilviljun á Bridgway. Honum var borgað fyrir það með þessum perlum þarna. Og hann vissi, að hann var hólpinn hérna, — þar sem húsbóndi hans var.“ „Það er einn galli á þessu, Max.“ Smitty hristi höfuðið i örvæntingu. „Ég hef þekkt hann of lengi.“ Thursday skeytti þessu engu. „Eldersmorðið. Ráðstefna út af perlun- um. Elder situr með silfurbyssuna í hendinni. Saint Paul með byssu eins og þá sem Olivera er með. Elder var tortrygginn. Hversvegna skaut hann ekki? I stað þess kom Saint Paul nálægt honum og sló hann í háls- inn.“ Hann benti með skammbyssunni. Konan þrýsti fingrum sínum upp að vöngunum. „Nei — nei!“ Thursday gældi við skammbyssuna í höndum sér. Hann beindi hlaup- , inu að dyrunum. „Elder skaut ekki, vegna þess að haglabyssa Saint Paul virtist alls ekki vera haglabyssa. Hún var eins og ósköp venjulegur hlut- ur. Og ég er að biða eftir því, að þetta ósköp venjulega komi tifandi upp stigann. Saint Paul kemur bráðum upp til þess að Sjá hver er dauður — Olivera eða Thursday." „Max!" „Og þá lyftir Saint Paul banvænni hækju sinni í síðasta sinn, Það hlýt- ur að vera, Smitty. Herra Saint Paul er Harvey." Sunnudagínn, 12. febrúar, kl. 6:30 e. h. Þögn. ■Smitty var aðeins dökkur skuggi í hnipri í ruggustólnum og hrukkótt andlit hennar var myrkvað af rökkrinu. Thursday sat hljóður á rúminu. Honum fannst andardráttur hans áberandi og hann barðist við að rjúfa ekki þögnina. Skammbyssan lá þungt i hendi hans. Úti á hrör- legum ganginum, heyrðist ekkert. „Ekki,“ sagði Thursday hvasst. Smitty smellti lásnum, sem hélt regn- hlífinni lokaðri til og frá. Skorpnar varir hennar mynduðu þögult „Fyrir- gefðu." Thm'sday gretti sig og hrukkaði ennið. Smitty leit full meðaumkunar 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.