Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 8
Jbrnar — Kjáni, sagði hann mildilega. — Við skulum ræða málið. Ég hef þrisvar sinnum gefið þér í skyn, að ég væri að því kominn að deyja, en þú talar ekki um annað en húsgögn og innanhússkreytingar, af því að þér geðjast ekki að þessu herbergi. Gefðu mér vindling. Þér hefur ekki skilist sú staðreynd, að það „vill svo til" að ég sef hér að minnsta kosti þrjár nætur í viku. Nei, farðu ekki að breyta neinu í þessu andstyggilega herbergi, vina mín, þú veizt, að ég þrái aðeins þitt — okkar — her- bergi. En ég verð að vinna frameftir 1 kvöld og ég er þreyttur. Hann ímyndaði sér, að hann væri að tala við aðra konu sína og Júlía gat ekki varizt þvl að dást að því, hversu mikið af astleitni var eftir í honum enn þá. — Hann er fyrrverandi snilling- ur í sviksemi og blekkingum, hugsaði hún: — Kallarðu hana okkurf — Ekki alltaf. Hún hefur gaman af öfgum og mótsögnum. Þú sknur. Þess vegna get ég snúið mig út úr því. — Snúið þig út úr því? endurtók Júlía hugsandi. — Já, sagði Herbert hryssingslega. — Þarf að skýra það betur fyrir þér? — Nei. . . ég sagði þetta aðeins á dálítið annan hátt. Haltu áfram. Mér hefur aldrei dottið í hug, að Marianne væri svo... Það er satt. Hún er aðeins þrjátíu og fjögurra ára. Hún er á þeim aldri þegar konur vita ekki, að þær eiga stundum að segja nei við mann á okkar aldri. Virðingarverð eiginkona, sem er gif t f immtugum manni ætti að haf a vit á því að þreyta ekki mann sinn fyrir tímann. — Eg er ekki fimmtugur. Eg veit það. Ekki fyrr en eftir sex mánuði. Eg var bara að tala almennt. Hún starði á Espivant köldu augnaraði. Ef til vill, hugsaði hún, nær hann aldrei þeim aldri. Hann verður sennilega aldrei fimmtugur. — Jæja, sagði hún. — Þú átt konu, sem lætur þig ekki komast upp með neinn moðreyk. Haltu áfram. Hann virtist fjarhuga. Hann drap í hálfreyktum vindlingn- um. — Halda áfram. Það er ekkert meira um þetta að segja. Þú varst einmitt að segja sögu mina — og konu minnar. — Ríkar konur eru dýrar í rekstri. — Og fallegar konur líka. O, nú skil ég, hvilikur bjáni ég hef verið. Ég hef reynt allt, töflur og því um líkt. — Eins og Morny hertogi? — Eins og Morny hertogi. Jæja við skulum.nú ekki likja of mikið eftir tign Napóleonstímabilsins. — Við? Hvað á hann við með því að segja viðf Hún var í senn dálitið illgjörn og stolt, þegar hún hugsaði ¦— það sem einu sinni var „við" á ekkl lengur við Herbert og Júlíu. Hann er víst ekki að reyna að bræða saman Carnelhansættina og Espivanættina ? Hún gætti þess að leyna stolti sinu yfir þvi, að nafn fjölskyldu hennar var tengt hinum vegg- þykka kastala, sem var að hálfu leyti íbúðar og að nokkru leyti gripahús og hafði síðustu níu hundruð árin aldrei verið kallað annað en Canel- han. — Vertu ekki vondur við seinni konuna, sagði hún. — Dyngjan mín er tilbúin svipað og hjá greifafrú de Teba. En í alvöru talað, Herbert, hvers vegna ferðu ekki héðan? Þú ert áreiðan- lega búin að fá nóg af þessu húsi og þessum leiðinlega garði hér í kring. Farðu héðan. Taktu með þér gráu náttfötin þin og þinn hluta af eigninum. Æ! Minn hluta af eignunum! Hann starði eins og í draumi upp í loftið og virtist vera að taka ákvörðun. — Það var mikið talað um „auð" minn. Það var hans vegna, sem ég var kosinn. Fimm milljón- ir? Fjórar milljónir? Hvað var það mikið, Juli? — Sumir sögðu fimm. Aðrir sögðu tvær milljónir. Hana langaði til þess að þóknast honum og móðga hann í senn. Hún strauk á honum skegg- ið og varirnar. — Fimm eða tvær! Það skiptir ekki svo miklu máli. Hann greip um hönd hennar og kyssti hana lauslega, en hún dró höndina að sér. — Heyrirðu þetta? Dyrabjöllunni hefur verið hringt að minnsta kosti f jórum sinnum síðan þú komst. Eg er sannfærður um, að Marianne h?fur tekið á móti fyrir mig og að síðan í morgun hefur hún lofað að byggja brú, skóla og munað- arleysingjahæli. — Og mun hún standa við það? — Hún mun útvega sér matsmenn og leggja málið fyrir þá. Það tekur allt sinn tíma. Hann settist upp og hneppti frá sér efstu töl- unum á ljósgráu náttfötunum sínum. — Hún borgar hlutina og hún gefur aldrei neitt skilurðu, hvað ég á við Youlka? — Er það ameríska aðferðin? — Ég veit það ekki. Eg hef ekki kvænzt amerískri konu til þessa dags. Minn hluti af eigninum. Hún hefur látið allar eignir sínar i minar hendur. Þarna sérðu muninn, er ekki svo? — Auðvitað skil ég það. Hún hefur keypt þig. Þau héldu áfram að reykja þegjandi. Julie heyrði létt fótatak kvenmanns í ganginum. Ef til vill er það hún, hugsaði hann. Var þetta allt og sumt, sem hann ætlaði að segja? — Hvers vegna kvæntist þú henni? Herbert opnaði augun og horfði á hana eins og skólastjóri, sem er að ávíta nemanda. — Hvers konar spurning er þetta, væna min? ffig atti í fjögurra máiiaða kosningabaráttu og falleg ekkja borgaði brúsann ... Sérstaklega góð fjárhagsleg aðstoð. Það var þetta, sem réði úr- slitum. — Énginn veit, hvað er að gerast í veröld f jármálanna. En hjónaband eins og þitt liggur i augum uppi. — En setjum sem svo, að ég hefði aðeins verið friðill Mariannes. Hugsaðu þér, hvað hefði þá gengið á meðal fjandmanna minna í stjórn- málunum og jafnvel meðal vina minna. Þeir hefðu spurt: Hvar fær hann peninganaf — Enginn spyr, hvaðan peningarnir hafi VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.