Vikan


Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 11.12.1958, Blaðsíða 20
— Bg er ekkí veikur . . . Mér þykir leiðín- legt a3 þurfa að ónáða yður . . . en . . . Rödd hans titraði og honum veittist örðugt •að halda áfram: — en ég kom hingað til að biðja yður að skila lykhnum. Læknirinn kipptist við, þótt setningin væri orðuð á einfaldan og ljósan hátt. Hann virtist skelfingu lostinn og skimaði kringum sig tryll- ingslegu augnaráði. Þvi næst gekk hann hröðum skrefum að hurðinni og opnaði hana skyndilega. Svo lokaði hann og kom aftur skömmustu- legur á svipinn. — Afsakið, en konan mín stendur oft á hleri við dyrnar. Jean Plantel hafði sagt Gilles frá þessu. Arum saman hafði frú Sauvage verið farlama og ekiS um húsið í hjólastól. Og afbrýðisemin hafði hrjáð hana og orðið síðast að sálsýki og afleiðingarnar voru þær, að hún sat hálfan daginn við dyr lækn- ingastofunnar og hleraði — Fáið yður sæti . . . Eg . . . ég hef ekki lykihnn . . . ég sver það . . . Ég veit ekki, hvernig yður hefur dottið þetta í hug. — Þér vitið um hvaða lykil ég er að tala, er ekki svo? Þeir voru báðir eins og á nálum. Læknirinn var sýnilega taugaóstyrkur, maður en Gilies var hræddur við sína eigin dirfsku. — Ég býst við að þér eigið við lykilinn að ör- yggishólf inu. i — Tókuð þér hann ekki í nótt sem leið. Var það ekki yðar bíll, sem stóð fyrir utan húsið. Læknirinn laut höfði. Auðséð var, að hann átti í harðri baráttu við sjálfan sig. Gat það verið, eftir allt saman, að hann væri ekki þjófurinn. Skyldi það hafa verið Colette. — Heyrið mig, herra minn . . . Ég veit ekki, hvað þessir menn hafa sagt yður . . . — Hvaða fólk? Saugvage horfði leiftrandi augum sinum fram- an í unga manninn. Hann var dálítið undrandi á svipinn. Hann hikaði aðeins við og það brá snöggvast fyrir samúðarglampa í augum hans. — Kaupsýslufélagarnir. Hann gekk aftur fram að dyrunum, til að full- vissa sig um að frú Sauvage væri ekki á hleri í hjólastó2num. — Babin, Plantel, Hervineau, öldungaráðsmað- urinn og fleiri . . . — Hvers vegna kallið þér þá kaupsýslufélag- ana? Hann hikaði aftur andartak. Hann langaði sýnilega til að vera djarfur, en var jafnframt hræddur við að segja of mikið. — Er það satt að f oreldrar yðar haf i verið... f arandsöngleikarar ? — Já, satt er það. — Þá eruð þér sennilega ókunnugur viðskipta- heiminum og hafði aldrei haft kynni af þess konar lýð. Reiðin virtist vera að ná valdi á honum, en þó hélt hann aftur af sér. — Afsakið hélt hann áfram — þó að ég geti ekki sagt yður meira — að minnsta kosti ekki núna. Eins og sambandi okkar frænku yðar er varið . . . en hafið engar áhyggjur af því . . . verið svo vænn að trúa mér, herra Mauvoisin, þegar ég segi yður, að ég hefi ekki lykilinn. Hins vegar get ég fullvissað yður um, að það sem gert hefur verið, er á engan hátt stefnt gegn yður né eignum yðar. Prændi yðar var hinn mesti þöngulhaus. Allt í einu breytti hann um málróm. Gilles heyrði dauft hljóð utan við dyrnar. — Þetta er nóg í bili, herra minn. Ég læt yður bara fá lyfseðil. Augnaráð hans var orðið auðmjúkt. Auðheyrt var, að frú Sauvage var á hleri. Læknirinn skrifaði fáein orð á miða, reif hann af blokkinni, rétti Gilles og fylgdi honum til dyra. Um leið og Gilles gekk fram forsalinn, heyrði hann lækninn segja. — Næsti! Gerið svo vel! Þegar hann kom út á götuna, nam hann stað- ar til að lesa „lyfseðilinn". „AfsakiS. Það er hlustað á okkur. fig bið yður aðeins að ónáða ekki Oolette. fig skal tala við yður aftur hvar og hvenœr, sem yður þóknast." Þegar Gilles var farinn, hafði læknirinn tíma til að losna við konu sína og hringja til hússins á Ursulines-hafnarbakkanum. GiHes var sann- færður um, að hann hefði gert það. Þegar hann kom heim var kominn hádegisverðartími og hann fór inn í borðsalinn, en þangað kom frænk- an andartaki seinna. Hún var fölari í framan og fallegri en nokkru sinni áður. — Mér þykir leitt að hafa látið yður blða, sagði hún lágt. Hún beið ekki eftir þvi að. frú Rinquet færi út- úr herberginu, en lagði lítinn lykil hjá diski Gilles. Þegar hún var sezt við borðið og hafði brotið upp munnþurrkuna sína sagði hún: — Þér höfðuð á röngu að standa, þegar þér ásökuðuð Sauvaget lækni. Hann hefur engan þátt átt í þessu. Hann var í herberginu mínu og vissi ekkert um, hvað ég gerði. Hún hafði sýnilega litla matarlyst. Án efa bjóst hún við því, að hann innti hana frekar eftir hvarfi iykilsins. Ef til vill hafði hún öii: svör á reiðum höndum. Hún virtist vera við- kvæm eins og þau blóm, sem loka blöðum sínum, ef eitthvað nálgast þau. Þau gutu augunum hvort á annað til skiptis, eins opt kvöldið áður, þegar hvort um sig hélt að hitt"tæki ekki eftir þvi. Einu sinni sá hann þó snöggvast í augu hennar, og hann las þar for- vitni og löngun, sennilega löngun til að tala við hann. Samt sem áður yrti hún ekki á hann og hann virti þögn hennar. Hann var alvarlegur á svip, en bak við alvöruna var léttlyndi, sem hann hafði ekki orðið var við lengi. Og hann var feginn þegar hann var kominn aftur í herbergi sitt. Þvi að honum var raunveru- lega farið að finnast þetta vera sitt herbergi. Hann starði stundarkorn á myndina af föður sínum og hugsaði, að þegar hann hefði verið uhgur, hefði hann hlotið að vera enn þá líkari lækninum. Hann hugsaði sér foreldra sína áður en þau gengu í hjónaband — þegar þau hittust í skugg- anum undir hvolfboganum við Escalegötu, skammt frá einkaskóla afa hans og ömmu, þar sem tónarnir ómuðu stöðugt. Fimm talna númer eða fimm stafa orð. Lykill inn var orðinn volgur i lófa hans. Hann fór inn í herbergi Octave's frænda og stakk lyklinum í skrána, en það var tilgangslaust. Það var ekki hægt að snúa honum. Síminn var á skattholinu, eina húsgagninu, sem var meS Ijósum lit 1 herberginu. Glllea gekk að símanum, hringdi til Basse og Plantel's og spurði eftir herra Edgard Plantei. — Það er Gilles, sem talar, herra Plantel . . . mér þykir leitt að þurfa að ónáða yður . . . Plantel sagði, að það væri ekkert að afsaka, en sér þætti leitt, að ungi maðurinn hefði ekki getað borðað með sér hádegisverð og fullvissaði hann um, að hann væri reiðubúinn að veita honum alla þá aðstoð, sem hann gæti í té látið. — Mig langar til að vita, hvort ég mætti koma til yðar í skrifstofuna á morgun. Nei, yðar eigin skrifstofu, ef yður væri sama. Mig langar til að tala við yður um kaupsýslufélagið ... Hann heyrði hóstað i símann. Svo var sagt: — Ja, ... auðvitað . . . Viljið þér, að ég komi heim til yðar. Gilles var ákveðinn, þegar hann svaraði: — Eg vildi heldur koma i yðar eigin skrif- stofu. Þakka yður fyrir, herra Plantel. Gilles var þreyttur eftir vöku og erfiði nætur- innar. Hann hallaði sér út af í rúmið sitt. Hann hugsaði mikið um Colette frænku sína og Sau- vage lækni. Og honum varð hugsað til þeirra, sem fyrir mörgum árum höfðu faðmazt og kysstst undir hvolfbpgunum í Escalegötu. Svaf hann? ef til vill hafði sigið á hann mók ... Þegar hann reis upp, var tekið að dimma. 1 stað þess að kveikja strax, gekk hann út að glugganum og starði út yfir höfnina, þar sem dagsbirtan var að hverfa í vestri. Hann setti hattinn á höfuðið og fór í frakk- ann. Fyrst datt honum í hug að fara í svarta frakkann siða og setja upp selskinnshúfuna, þeg- ar hann hugsaði sig um hætti hann við það og breytti um. Um leið og hann gekk fram ganginn, stakk frú Rinquet höfðinu út um eldhúsdyrnar og sagði: — Þér komið til kvöldverðar, er ekki svo? Hann heyrði á hljómi raddarinnar, að hún var farin að líta á hann sem einn af fjölskyldunni. Þegar hann kom út gekk hann rösklega eftir hafnargarðinum. Hann leit í sömu búðarglugg- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.