Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 4
Eg beið hans allan Frásögn ungrar stúlku, sem lenti í greipum ófyrirleitins svikara. Er G var 17 ára gömul þegar ég flutt- ist með fóstra mínum til Reykja- víkur. Við höfðum átt heima í litlu kauptúni úti á landi allt frá því ég man eftir mér. Ég er fædd þar í nærsveitinni, en mamma fluttist með mig unga til kauptúnsins þar sem hún vann í fiski þegar til féll. Eftir nokkur ár giftist hún manni þar í kauptúninu, þá var ég orðin 6 ára. Ég vandist fljótt á að kalla stjúpa minn fóstra, hann er rólyndur maður og vill öllum gott, ég man að hann lagði sig í framkróka til að vera mér góður og vinna traust mitt, en ég var honum ávallt nokkuð fráhverf, fannst ég eiga mömmu ein. Föður minn hef ég aldrei séð, hvorki fyrr né síðar, hann var lausa- maður í sveitinni þegar mamma kynntist honum og fluttist alfarinn til Ameriku skömmu eftir að ég fssddist. Fóstri minn var talsvert efnaður eftir því sem þá gerðist þar um slóð- ir og heyrt hef ég síðar að það muni hafa ráðið nokkru um það að mamma giftist honum þvi hann var all miklu eldri en hún og ekki sérlega ásjáleg- ur maður. En mamma var hins veg- ar af léttasta skeiði og orðin slitin eftir margra ára þrældóm, að m'nu áliti var hún hrifin af fóstra mínum og giftist honum aðallega vegna þess, ég varð aldrei vör við annað en hún bæri djúpa virðingu fyrir honum og talaði jafnan hlýlega til hans. Ég held að það sé ekkert hæft í þeirri sögu að hún hafi gifst honum vegna fjármunanna. En þegar ég var orðin 16 ára að aldri og búin að vera í skóla, skall reiðarslagið yfir okkur. Ég kom heim til mín úr vinnu um hádegisbil, vann þá hjá kaupfélaginu á staðnum og ætlaði heim í mat. Mér þótti strax kynlegt að ég skyldi ekki finna mat- arlykt út um dyrnar þegar ég kom að húsinu og enginn svaraði þegar ég kallaði inn. Ég fann mömmu liggjandi á eld- húsgólfinu. Hún var dáin. Læknirinn sagði að það hefði verið snögg hjarta- bilun. Ég man að að mér sortnaði fyrir augum þegar allt þetta var af- staðið, hafði þó staðið mig vel með- an læknir var sóttur og sent eftir fóstra mínum, sem þá var í vinnu rétt utan við kauptúnið. Ég vissi ekki af mér nokkra stund á eftir og man það eitt að einhverjar vinkonur mínar reyndu að hughreysta mig. Ári síðar fluttist ég til Reykjavík- ur með fóstra minum eins og áður er sagt. Hann undi ekki í plássinu eftir að mamma var dáin og ég var einnig mjög fús að fara suður. Mig hafði Vikan hefur nokkrum sinnum birt frásagnir sem þessar og reynslan hefur sýnt að þær hafa vakið mikla athygli og náð vin- sældum fóiks. Er þar skemmst að minnast dagbókarinnar frá Litla-Hrauni, sem blaðið birti samfellda fyrr í vetur og ennfrem- ur greinarinnar í næstsíðasta blaði þar sem sagt var frá fóst- ureyðingunni. Hér birtum við frásögn úr Reykjavik, sem því miður er sönn. Ung stúlka segir frá því hvernig hún var tæld og svikin .... Þess ber að geta að frásögnin birtist hér verulega frábrugðin sinni upprunalegu mynd, hafa langir kafiar verið felldir niður, orðalagi og málfari breytt allmik- ið og örfáum atriðum vikið við þannig að hlutaðeigendur þekkist ekki. alltaf langað þangað en ekki gert mér vonir um að komast fyrr en síð- ar meir. FÓSTRI minn festi kaup á íbúð í Hlíðahverfinu og hann fékk fljótlega vinnu sem hann hafði fengið loforð fyrir. Hann var ein- hverskonar eftirlitsmaður á vegum stórfyrirtækis, fékk jeppa til afnota og þurfti oft að vera á ferð á nótt- inni og stundum út úr bænum. Vinnu- tíminn var mjög óreglulegur og st.undum kom hann ekki heim tvo daga i röð og ég vissi aldrei hvenær von var á honum. Hann borðaði því oftast úti á veitingahúsum, nema þegar hann átti frí heilan dag í einu, sem einnig kom oft fyrir, þá borð- uðum við saman heima. Ég fékk fljótlega vinnu sem af- greiðslustúlka í mjólkurbúð, það þótti mér heldur þreytandi og eril- söm vinna og ekki vel borguð. Ég undi þó lengi í þessari stöðu, enda kynntist ég þar ýmsum ágætum vin- konum mínum. Ég var ekki búin að vera lengi i Reykjavík þegar þessar stöllur mín- ar í mjólkurbúðinni fengu mig með sér á ball. Ég var strax til í það, vildi kynnast lífinu í höfuðborginni og fann til kitlandi óþreyju að sjá og heyra hvernig fólkið skemmti sér. Ég dreg enga dul á það heldur að ég hafði fullan hug á að taka þátt í þessu lífi, ekki þó í neinu óhófi. Ég hnfði haft yndi af skemmtunum allt frá þvi ég var á fermingaraldri, en heima í plássinu var heldur lítið um slika hluti. FYRSTA ballið sem ég fór á, var haldið í Iðnó. Það var á laug- ardagskvöldi og troðfullt af ungu fólki, sem þangað kom til að skemmta sér. Strákarnir voru margir hverjir ölvaðir og ölvun ágerðist þegar leið á kvöldið. Stelpurnar voru sumar einnig undir áhrifum áfengis og það þótti mér furðu gegna, ég var vön því að heiman að strákarnir skvettu stundum i sig á böllum en aldrei hafði ég vanizt því að stúlk- urnar helltu í sig áfengi. Þarna kynntist ég um kvöldið pilt— inum, sem hér kemur mest við sögu og átti sök á því að líf mitt var næstum orðið tilgangslaust og óbæri- legt. Þeir virtust vera kunningjar stúlknanna frá fornu fari og töluðu mjög frjálslega saman. Ég var mjög hlédræg og feimin, hafði mig Mtt i. frammi en fylgdist vel með öllu sem fram fór. Það var sérstaklega einn pilturinn, sem vakti athygli mína framar öðr- um. Hann var hávaxinn, ljóshærður, hafði hvíta og slétta húð og var klæddur mjög fallegum fötum, sem báru með sér að hann vildi tolla í tízkunni. Hann talaði í lágum róm og var aldrei orðmargur, augnaráðið var athugult og það var eins og hann horfði í gegnum allt sem hann sá, eins og ekkert væri hægt að fela fyrir honum. Þó var augnaráðið dreymið og gat stundum orðið ang- urvært þegar hann brosti. En hann brosti sjaldan. Hann virtist ekki veita mér neina sérstaka eftirtekt og ekki yrti hann á mig en mér leið samt einkennilega óþægilega i návist hans, mér fannst hálfpartinn eins og ég sæti nakin fyrir framan hann við borðið. Hann dansaði lítið og virtist ein- göngu gera það fyrir kurteisissakir. En mér bauð hann ekki upp. Ýmsir aðrir urðu þó til þess þetta kvöld, en ekki man ég eftir neinum þeirra, það voru bara ósköp venjulegir strákar sem hurfu í fjöldann. Svo leið að þvi að dansleiknum átti að verða lokið. Það var kallað sið- asti dans. Allir þutu fram á gólfið til að njóta hans. Þá reis ljóshærði pilt- urinn upp sem hafði ekki sagt auka- tekið orð við mig allt kvöldið og spurði hvort ég vildi dansa. Ég sat eins og lömuð og starði á hann án þess einu sinni að kinka kolli. Þegar ég loks gat risið upp var ég óstyrk í fótunum, svitnaði og það söng fyrir eyrum mér. Hann hélt svo einkennilega utan um mig og sveiflaði mér í kringum sig, svona hafði enginn haldið utan um mig áð- ur. Ég minnist þess ekki að við höf- um neitt talað saman meðan við döns- uðum, þegar syrpan var búin og ball- inu lokið sagði hann stuttaralega „takk fyrir“ fylgdi mér að borðinu og var þar með horfinn. Ég átti bágt með að sofna þessa nótt þegai' ég kom heim. Mér fannst hann hafa snert eitthvað í mér, sem ég þekkti ekki áður að væri til. Ég fann ekki betur en ég væri orðin ofsalega hrifin af þessum pilti, sem ég vissi þó varla hvað hét. Og þó ég hafði stundum áður orðið skotin í strákum, þá fann ég að aldrei hafði ég fyrr orðið hrifin á þennan hátt. EG kom seint til vinnu í mjólkur- búðina næsta morgun og mér var ekki grunlaust um að stelp- urnar glottu þegar ég kom. En kannski var það bara ímyndun. Það var mikið að gera þennan dag og okkur gafst lítið tóm til að tala. sam- an. Um kvöldið þegar ég var komin 'heim, búin að þorða, hafði farið í bað og var að lesa mér til skemmt- unar, þegar ein vinstúlka mín úr mjólkurbúðinni, (hún hafði ekki ver- ið á ballinu kvöldið áður) kom í heimsókn til mín. Hún var ósköp Framhald á bis. 18. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.