Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 25
FRAMHALDSSAGA BARNANNA Agir LANGT suður í löndum undir háu fjalli sáust fyrir mörg- um öldum rústir af stórri höll. Menn höfðu ímugust á þessum gömlu rústum, af því að sú trú ríkti meðal íbúanna þar í grenndinni, að mikil auðæfi væru geymd þar og að þeirra væri gætt af ótal illum öndum. Aí þessum ástæðum þótti flest- um ráðlegast að leggja leið sína sem lengst frá rústunum, þegar menn einhverra hluta vegna urðu að fara fram hjá þeim. En í þorpinu, sem lá við f jallsræturnar, var maður einn, sem hafði allan hug á að eign- ast eitthvað af auðæfunum, sem allir þóttust vita af, en enginn þorði að nálgast. Þetta var ung- ur maður, sem auðnan hafði aldrei leikið við og lifði á hand- afla síniun án þess þá að eign- ast nokkurn tíma neitt fram yfir það, sem hann þurfti til að draga fram lífið. Sunnudag nokkurn fór hann upp að hallarrústunum, og gekk hann þar um í þungum þönkum innan um þétta nmna og vafn- ingsvið. Varð þá fyrir honum steinþrep, fornfálegt mjög og brotið. Gekk hann ofan þrep- ið og kom þá niður í hvelfing eina mikla, og lágu inn úr henni löng göng. Hann gekk nú eftir göngunum, unz hann kom í klefa nokkurn, og logaði þar bjart ljós. Undraðist hinn ungi mað- ur stórum, er hann sá þar standa á miðju gólfi afarstóran gljáfægðan eirpott, fylltan á barma nýmótuðum gullpening- um. Á bak við pottinn stóð gam- all maður, hár vexti, klæddur síðri skikkju mjallhvítri. Var hann hvítur fyrir hærum og hafði skegg sítt. Leit hann al- varlega, en ekki ráiðilega á unglinginn. „Þú hefur lengi óskað eftir, Ég beið hans... Pramh. af bls. 27 hafði afsalað mér í hendnr honum til íbúðarkaupa. Ég sá hann einu sinni eftir þetta, —• msetti honum í Austurstræti með dömu upp á arminn. Eg varð mátt- laus í hnjáliðunum þegar þau nálg- uðust, varð að halla mér upp að hús- vegg. Hann leit ekki við mér og ég gerði enga tilraun til að vekja á mér athygli. Vissi sem var að það var vonlaust að fá nokkra leiðrétt- ingu mála minna. Ég átti sök á því hvernig komið var. Ég hafði verið trúgjörn og barnaleg, gleypt við agn- inu og ekki hlustað á góðra manna IMDIÍM að hamingjan brosti við þér,“ mælti hann. „Fer nú að óskum þínum, því að þú kemur á heilla- stund. Er þér leyfður aðgangur að auðæfum þessum, og skaltu koma dag hvern og sækja einn gullpening. En muna máttu að taka aldrei — aldrei meira en einn í einu, því að þá snýst hamingja þín í óhamingju!“ Frá sér numinn af gleði tók ungmennið einn gullpening og skoðaði han nvið ljósbirtuna, stakk honum síðan í vasann og ætlaði að þakka gamalmenninu, en er hann leit við, var þar enginn. Frá þessari stundu fylgdi gæfan hinum unga manni í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Á hverjum degi sótti hann sér einn gullpening, eins og fyrir hann var lagt. Hann fór vel með peningana og þar kom, að hann gat keypt sér jörð með allri á- höfn. Smám saman bætti hann svo við engjum, ökrum og ávaxtagörðum. Síðan lét hann byggja bæinn upp að nýju, en hann var orðinn hrörlegur og gamall, svo að hann varð reisu- legasti bær þar um slóðir. Á hverjum degi í þrjú ár hafði hann farið og sótt gullpeninginn og var nú orðirm ríkur maður. En maðurinn er nú einu sinni þannig gerður, að honum hættir við að villast út af réttri braut, og þessi ungi maður var engin undantekning frá þeirri reglu. Hann fór að verða ágjarn. Þessi ljóti löstur veitti honum engin grið. Á nóttunni lá hann vak- andi og hugsaði um gullið í pott- inum. Honum virtist það vaxa við hvern pening, sem hann tók. Það var eins og það ætlaði að renna út af börmunum og væri að ota sér að honum, og hann hafði óstjórnlega löngun til að grípa með báðum höndum ofan Framh. í næsta blaði ráð. Ég mátti sjálfri mér um kenna. En ég hafði öðlast dýrmæta lífs- reynslu — sem var dýru verði keypt — aldrei framar skyldi ég trúa fag- urgala né láta ánetjast. Seinna kynntist ég góðum manni — heiðarlegum iðnaðarmanni, sem ég trúi og treysti — hann er ekki eins glæsilegur á velli og Lalli en hann á það sem meira er virði: heiðarleik og ábyggilegheit. Við höf- um verið gift i -tvö ár og eigum eitt barn og lifum hamingjusömu lífi þótt oft hafi kreppt að og horfurnar ver- ið slæmar. Ég vona að ungar stúlkur geti eitthvað lært af þessari sundurlausu frásögn minni og láti ekki glepjast þótt glæsilegir ungir menn bjóði þeim gull og græna skóga. Því oft er flagð undir fögru skinni. Þyrnirós Hún Þyrnirós var bezta barn, bezta barn, bezta barn. Hún Þyrnirós var bezta barn, bezta barn. Þá kom þar gáldrakerling inn, kerling inn, kerling inn. Þá kom þar galdrakerling inn, kerling inn. Og þyrnigerðið hóf sig háit, hóf sig hátt, hóf sig hátt. Og þyrnigeröið hóf sig hátt, hóf sig hátt. Hún Þyrnirós svaf eina öld, eina öld, eina öld. Hún Þyrnirós svaf eina Öld, eina öld. Þá kom hinn ungi konungsson, konungsson, konungsson. Þá kom liinn ungi konungsson, konungsson: 0 vakna, þú mtn Þyrnirós, Þyrnirós, Þyrnirós. Ó vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós. (Páll Jónssön) Eyralróa »' JÍ Jq u i N N í í Hversu vel getur þú búið til mynd? Getur þú látið alla þessa hiuti á sinn stað, svo að vel fari? Við skulum sjá til. Hér hefurðu ferhyrnt baksvið. Við hlið þess eru nokkrir hlutir, sem á að setja á það. I»ú slmlt byrja á þvi að lita baksviðið, stúlkuna, myndina, gólfábreiðuna og stól- inn, siðan skaltu klippa það út. Nú skaltu líma leiklierbergið vandlega á þykka pappírsörk, og liafðu bók ofan á, þangað til það er orðið þurrt. Siðan skaltu lima myndina á vegginn og setja gólfábreiðuna á gólfið. Láttu stólinn, þar sem þér finnst liann fara bezt. Loks skaltu láta litlu stúlltuna í myndina. Þetta verður skemmtilegt. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.