Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 20
FORSAGA:
GUles Mauvolsin hlýtur óvœnt allar eigur
látins frœnda síns að erfðum, Hann sezt að 1
húsi frænda síns. Viss skiiyrði fylgja arfintun
og ýmis vandahál virðast steðja að. 1 húsinu
býr einnig hin ótrúa ekkja gamla mannsins,
Colette, sem lengi hefur haft náið samband
við lækninn Sauvaget. Hann er tekinn fastur,
grunaður um morð á konu sinni. Óvæntir
atburðir koma i ljós: I»au skötuhjúin liggja
undir þelm grun, að hafa myrt Mauvoisin
gamla. Gilles gengur í hjónaband með Alice
Lepart. Menn GiUes segja upp starfi og hann
veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið.
Þegar máltíðinni var lokið fjarlægði kona
hans, svo að lítið bar á, annað glas af koníaki,
sem hann bjóst til að drekka. Gilles fór yfir til
Rue Jourdan með foreldra Aliee. Ofurlítil hreyf-
ing á gluggatjöldum gagnstæðra húsa kom upp
um forvitni nágranna þeirra. „Viljið þið ekki
koma inn augnablik ?“ sagði Esprit Lepart, „Þið
hafið nógan tíma. Komið og fáið ykkur glas af
„akmagnae.“
Rue Jourdan. Það var um það bil sem þau hitt-
ust í skemmtigarðinum aðra daga og gengu um
í leit að rökkvuðu horni. 1 dag höfðu þau bíhnn,
og það tók þau aðeins nokkrar mínútur að kom-
ast til Quai des Ursulines. Hönd Alice hvíldi
á armi Gilles meðan hann keyrði.
Fólkið hefur hlotið að hafa gætur á komu
hans, því að bíllinn hafði ekki fyrr stanzað en
hópur fólks birtist í dyrum Mauvoisin bílastöðv-
arinnar. Með Poineau í fararbroddi kom það á
móti þeim og kona sú er lengst hafði unnið hjá
fyrirtækinu, rétti Alice blómvönd.
Síðan hélt Poineau ræðustúf.
„Ég tala fyrir allt starfslið „Mauvoisin Motor
Coaches“ engu siður en fyrir sjálfan mig
er ég segi hve glöð við erum . . .“
Hann gerði sitt bezta, en kvíðin augu hans voru
flöktandi. Inni var það frú Rinquet, sem bauð
þau velkomin í anddyrinu. Með henni var lítil
þjónustustúlka Marthe að nafni, sem hún hafði
ráðið til að þjóna unga parinu.
Gilles hafði sterka löngun til að spyrja: „Hvern-
ig líður henni?“
Hún skildi og svaraði með augnaráði, sem
sagði:
„Hún er uppi. . . það er ekki glæsilegt.“
Þau fóru upp á aðra hæð, þar sem Gilles hafði
gert það sem hann gat til að gera herbergin í-
búðarhæf. Þau höfðu verið þvegin og loftræst og
„Vertu ekki að ónáða þau Esprit. Þú veizt
að Gilles og Alice . . .“
Gilles stóðst ekki augnaráðið, sem hún sendi
þeim né það sem orð hennar gáfu i skyn, svo
að hann flýtti sér að taka undir:
„O, okkur liggur ekkert á. Eg vildi gjarnan
staldra við stundarkorn.,rv
Hann sagði það einnig vegna nágrannanna.
Hann vildi að þeir sæju bíl unga Mauvoisin við
dyr Leparts og vissu að hann var ekki of stolt-
ur til að fá sér sæti í einu litlu húsanna í Rue
Joui'dan.
„Ég er hrædd um, að hér sé allt á rúi og stúi.
Það var slíkur asi á okkur í morgun."
Þetta var þungbúið lítið hús. Fordyrið var
mjótt, dyrnar mjóar og herbergin lltil.
I setustofunni voru fjórir gylltir stólar og sófi
af sömu gerð og ofurlítið borð, sem var stæling
á Lúðvijís XV. stílnum. Auðséð var að borðstof-
an var ’aldrei notuð, þar sem þægilegra var að
framreiua máltíðir í eldhúsinu. „Láttu ekki á þig
fá þótt allt sé í óreiðu, Gilles."
I flýti tók hún upp föt og krullupinna sem lágu
hér og þar. Bezti spegill hússins var I setu-
stofunni og hafði hún auðsjáanlega verið notuð
sem snyrtiherbergi um morguninn.
„Ég get ekki ímyndað mér *hvernig mannin-
um mínum datt I hug að bjóða ykkur inn. Satt
að segja er hann ekki vanur að drekka, og ég
held að hann hafi drukkið meira nú en hann
hefir gott af. Það var of mikill pipar í „mou-
cladinu“. Fannst þér það ekki? Og hvað kjúkl-
ingunum viðkemur . . .“
Degi var þegar tekið að halla er þau yfirgáfu
þau ætluðu að setjast að í vesturálmunni. I
setustofunni var blómamergð. Þar voru körfur,
sveigar og vendir um allt. Alice gekk um og
hugaði að nöfnunum á kortunum: Raoul Babin,
Edgar Plantel, Penoux-Pataud, Greifinn af Viévre,
Maítke Hervineau og f jöldi annarra, meðal þeirra
allir þeir er nokkur viðskipti höfðu við „Mauvois-
in Motor Coaches.“
„Hvað eigum við að gera við allt þetta?“
spurði Alice. Þau eru þúsunda franka virði. Og
hugsa sér að þau skuli öll deyja á tveim til
þrem dögum.“
Ef Gilles hefði farið eftir sínum eigin geð-
þótta hefði hann alls ekki dvalið við á annari
hæð, heldur þotið beint upp til Colette.
Hún hafði ekki látið í ljós, að það væri útilokað.
Þau höfðu næstum því farið að karpa út af
þessu kvöldið áður. Þar eð þau bjuggu i sama
húsinu hafði Gilles vil'jað að þau lifðu áfram
eins og þau höfðu gert.
„Nei, Gilles. Það kemur ekki til mála. Ung
eiginkona vill hafa manninn sinn ein. Ef þú
ætlar að hafa þriðju manneskjuna við allar
okkai- máltíðir, myndi henni ekki falla það vel.“
Gilles hafði samt sem áður ekki látið sig og
að lokum haft sitt fram, nema hvað fallist var
á að Colette skyldi ekki snæða með þeim fyrsta
kvöldið.
„Hún myndi styggjast við ef ég tæki það illa
UPP- Og það myndi aðeins verða til þess, að
henni geðjaðist ekki að mér.“
„Viltu hafa mig afsakaðan augnablik Alice?
Eg verð að . , .“
Hann hoi'fði til lofts og hún skildi, „Heldur
VIKAN