Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 23
Dauðanum boðið í kvöldverð
tímanlega. Við komumst að raun um það þegar
Kata kemur hingað. Ég held hún fáist til að
leysa frá skjóðunni. Eg er hræddur um að hún
kæri sig ekki um að vera meðsek."
„Þetta er allt haugalýgi" öskraði Billi.
„Þór sögðuð mér að konan yðar hefði hringt
og beðið yður um að flýta yður heim,“ hélt Örn
áfram,“ þér sögðuð að hún hefði sagt að hún
hefði bakað sveskjutertu."
„Það gerði hún líka. Tertan er frammi í eld-
húsi.“
ORN horfði á hann hugsandi á svip.
„Að vísu er terta frammi í eldhúsi," sagði
hann, en það er ekki sveskjuterta. Hún lítur
kannske út eins og sveskjuterta við lauslega at-
hugun. En ef þú rannsakar málið betur, kemstu
að raun um að það er bananaterta."
„Þá hefur Katrín bara bakað bananatertu,"
sagði Bill.
„En þér sögðuð að hún hefði sagt yður að
það væri sveskjuterta. Auðvitað hringdi konan
yðar aldrei til yðar. Þér sáuð tertuna og bjugguð
til þessa skýringu. Og sennilega var tertan bökuð
handa Alfreð, sem kom hingað boðinn í kvöld-
mat. Ég er viss um að hann játar það ef hann
er heiðarlegur. Hann var viss um að þér munduð
ekki vera heima."
Alfreð kinkaði kolli. Hann andaði léttara.
„Hér kemur Kata,“ sagði Örn, „við skulum
sjá hvað hún hefur til málanna að leggja."
,JÉg ætla að líta á tertuna," sagði Bitl.
Hann fór inn í eldhús og reyndi síðan að kom-
ast út um bakdyrnar en einn af lögregluþjón-
unum hafði hendur í hári hans. Seinna fór ég
sjálfur fram í eldhús og athugaði tertuna n'án-
ar. Það var bananaterta.
„Aðeins smávegis mistök," sagði öm, „það
er einkennilegt hvað lítil þúfa veltir oft þungu
hlassi."
„En það þarf ímyndunarafl til slíkra hluta,“
sagði ég.
„Nema þú hafir sérstakt dálæti á sveskjutertu,"
sagði öm „ég skal bjóða þér upp á sneið á
eftir." •
Hann varð fyrri til
Framh. af bls. 5
stofunni og minnti samstarfsfólkið á að hún ætl-
aði að taka matmálstímann sinn i leiðinni. —
Tuttugu mínútur yfir þrjú gekk hún út í vetrar-
kalsann. Þetta mundi vera í siðasta sinn sem
hún þyrfti að ganga í ódýru taukápunni sinni
meðal pelsklæddra hefðarkvenna. Hún gekk rösk-
lega I regnhraglandanum og laut höfði undir
regnhlifinni. Ferðin til Trenton mundi taka 80
mínútur. Allt yrði í stakasta, lagi . . .
Allt í einu heyrði hún hratt fótatak fyrir
aftan sig og á sömu stundu kom karlmaður upp
að hliðinni á henni. Jenní hægði ferðina, skjálf-
andi. Gatan var því nær mannlaus.
„Gakktu hér inn,“ sagði hann grimmdarlega
og neyddi hana inn dimmt og þröngt skot í
húsasundi. Hann héit annarri hendi um herðar
heninax og hún fann eitthvað kalt og málm-
kennt snerta sig rétt fyrir neðan brjóstið.
„Láttu ekki heyrast í þér, eða ég læt það
vaða," sagði hann, „eg hef fylgst með þér um
lengri tima. Réttu mér töskuna."
Hann hrifsaði til sín töskuna og lét greipar
sópa, reif til sín bunka af seðlum, sem festur
var með teygju við bankabókina. Jenní var stirðn-
uð af ótta. Hún gat sig ekki hrært en um leið
og hún opnaði munninn fékk hún þungt högg
þvert fyrir andlitið og féll við. Maðurinn hljóp
sem kólfi væri skotið út á götuna og barðist
gegn storminum. Jenní reyndi af veikum burðum
að fylgja honum eftir. Þarna fóru peningarnir
hennar og hún fann eitthvað kalt og málm-
úm Kalíforníu var búinn að vera. Reiðiöskur
hennar og gremjuóp bergmálaði um alla götuna.
„Hvað segirðu við hana núna?" spurði ungi
lögreglumaðurinn, „það heyrist ennþá meira í
henni núna en áður og í þetta sinn er einhver
þakklætisvottur í grátnum, eins og hún hafi verið
leidd út úr fangelsi eða eitthvað svipað."
„Það er ekkert að henni," sagði gamli lög-
regluþjónninn, „þessar ungu stúlkur sem bera
mikla peninga á sér halda að ekkert komi
fyrir. Það er bara af særðri hégómagirnd sem
hún grætur. Það eina sem ég sagði henni var
að endurtaka það sem bófinn sagði við yfir-
heyrsluna: að hann hefði verið að bíða eftir
lieppilegu veðri til að framkvæma, árnið. •
Aldrei er of varlega
fariö meö eldinn
Svo til daglega sjáið þér fregnir í
blöðunum um eldsvoða og skemmdir
af völdum reyks og vatns.
Næst þegar þér heyrið brunabílinn
þjóta um bæinn — þá hugleiðið hvern-
ig fara myndi ef brynni hjá YÐUR
SJALFUM.
Fr trygging eigna yðar I samræmi
við núverandi verðlag?
„SJÓVÁ“ bœtir tjónið
Sjóvátryqqi|iiiiaq Islands
SlMI 11700
VIKAN
23