Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 21
þú að það væri ekki betra að ég kæmi með þér upp?“ Hverju gat hann svarað ? Að hann langaði til að vera einn með Colette stundarkorn? Hann vildi ekki einu sinni viðurkenna það fyrir sjálf- um sér. „Það er rétt hjá þér, elskan.“ „Þætti þér það verra?“ „Auðvitað ekki. Hvers vegna ætti mér að þykja það?“ Honum leið illa, hann vissi, að hann átti ekki að hugsa um neitt nema konu sina. Þau fóru upp saman. Efst í stiganum íhugaði Gilles hvort hann ætti að fara með hana beint til herbergis Colette eða biðja hina síðarnefndu að koma til þeirra í borðstofuna. „Hvar er herbergið hennar?“ Hann þurfti ekki að taka ákvörðun, þar eð létt fótatak heyrðist þegar. Það var Colette, sem notfærði sér myrkrið í ganginum og þurrkaði sér um augun í laumi. Síðan gekk hún djarflega fram með framréttar hendur. „Komdu sæl. Væri þér á móti skapi ef ég kyssti þig.“ Síðan sneri hún sér að Gilles en stillti sig og það var hann sem í fyrstu faðmaði hana að sér og kyssti hana létt á báðar kinnar. Hann fann, að hún skalf frá hvirfli til ilja. „Beztu óskir til ykkar beggjá," stamaði hún. „Ég óska þess af hjarta Gilles, að þú verðir ...“ Hann sneri sér undan. Hitastraumur steig hon- um til höfuðs. Hann var viss um að hann hefði roðnað, en í rauninni var hann fölari en nokkru sinni fyrr. „Hafið ekki áhyggjur af mér i kvöld. Það var fallegt af ykkur að koma upp. E'g hefði ið niður sjálf en ég vildi ekki ónáða ykkur.“ „Er þetta hjá Gilles Mauvoisin?" „Jú.“ Gæti ég fengið að tala við Gilles?" „Hver er þetta með leyfi?" Það var einkennilegt að hún skyldi spyrja, því að næstum allir í La Rochelle þekktu hvella rödd Gérardine Eloi i síma. Það var hægt að leggja frá sér símtólið, ganga um herbergið og heyra samt hvert orð, sem hún sagði. „Er þetta konan hans? Vilduð þér kalla á hann. Ég vil tala við hann persónulega. Hvað þá? Vitið þér ekki hvar hann er?“ 1 sama bili kom Gilles inn. Honum virtist bregða, þegar hann sá Alice á fótum- „Það er frænka þín.“ „Halló . . . Já, það er ég . . . Hvað segirðu? Að ég verði að hitta þig eftir hádegi? . . . Já. Allt í lagi . . . Ef það er svona nauðsynlegt . . . Geturðu ekki sagt mér hvað það er?“ Alice sat enn á rúmstokknum. Henni datt ekki í hug að hneppa að sér náttjakkanum. Hún naut þess að sjá blika á nakinn líkama sinn. „Hvar varstu?“ spurði hún. „Ég skrapp upp. Ég gat ekki sofið lengur. Og til þess að vekja þig ekki fór ég upp á skrif- stofu.“ Hann sagði ekki allan sanhleikann. Hann hafði verið vakandi í marga klukkutíma, liggjandi með galopin augu í myrkrinu. Þegar birta hafði Hún sneri sér við og fór svo skyndilega, að Gilles vissi að hún hefði ekki getað haft stjórn á sér lengur. „Hvað er að henni?“ spurði Alice er þau fóru niður aftur. En þegar hún loksins fann ofurlítinn blóm- vönd frá stúlkunum á Publex-skrifstofunni sagði hún: „Nei sérðu! Þær hafa sannarlega ekki eytt öllu sínu þegar þær keyptu þetta.“ Síminn stóð á litlu borði, þeim megin við rúm- ið, sem Gilles svaf. Alice, svefndrukkin og með lokuð augu lét hann hringja lengi, áður en hún gerði sér grein fyrir því hvað á gekk. Þegar henni var það loks Ijóst, varð henni einnig ljóst, að hún var gift, og að Gilles lægi við hlið hennar og myndi svara. Síðan varð henni skyndilega ljóst — að hann var alls ekki á sínum stað. „Gilles. Hvar ertu?“ Hún fékk ekkert svar, mjakaði sér fram á rúmstokkinn, settist upp og lyfti tólinu. Annað brjóst hennar gægðist gegnum óhneppt náttfötin. Röddin, sem hún heyrði var svo hávær, að hún bergmálaði um allt herbergið. tekið hafði hann risið hljóðlega upp, smeygt sér í náttslopp yfir náttfötin. Hann vildi fara upp, til þess að finna enn einu sinni til návistar Colette. Hann fann hana ekki í borðstofunni, þar sem frú Rinquet heilsaði honum með þessum orðum: „Hvað þá, herra Gilles? Kominn á fætur svona snemma? Vantar yður eitthvað ?“ Nei. Hann vantaði ekki neitt. Ekkert sérstakt. Hann reikaði um, fór síðan inn i eldhúsið og hellti sér í kaffibolla. Hann leit út og sá glugga Colette í vinstri álmunni, og honum til mikillar undrunar var hann opinn. Gegnum gluggann sá hann morgunverðarbakka. Það var ekki fyrr en þá, að hann dirfðist að spyrja: „Er frænka komin á fætur?“ „Hún fór út fyrir hálfri klukkustund." Það var dumbungsveður og göturnar voru þungbúnar og grámyglulegar. „Er ekki síminn að hringja?" Hann hafði heyrt það, en ekki skipt sér neitt að þvi. Hann var ekki vanur því að eiga heima Framhald á bls. 13. Framhaldssaga eftir G. Simenon SVAMP- gQmmIdýnur \! Framleiðum. Rúmdýnur, bílasæti, og bök. Kodda, skákodda, sófasetur. Einnig plötusvamp á bekki og stóla í öll- um þykktum og eft- ir sniði. Það er vísindalega rannsakað að ; , svampgúmmídýnur í rúm eru beztu og hollustu dýnur sem völ er á, enda eru sjúkrahús landsins og heimavist- arskólar að endumýja rúm sín með svampdýnum frá okkur. — Við tökum ábyrgð á allri okkar framleiðslu. Pétur Snæland h.f. Vesturgötu 71 — Sími: 24060 VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.