Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 8
FORSAGA: • Julie de Carneilhan er glæsileg kona, fertug að aldri, af tignum ættum og var gift aðalsmanni. Þau skildu og hann glfti sig aftur til fjár og gerðist umsvifamikill á stjðrnmálasviðinu. Júlia tekur fullan þátt í samkvæmislifi Parísarborgar, hún á sér ung- an og ríkan elskhuga en endurgeldur ekki ást hans, í leynum hugsans elskar hún ennþá fyrrverandi eiginmann sinn og hann er henni síður en svo frábitinn. En örlögin spinna lifsþræði þeirra á ýmsa vegu. Júlía á i fórum sinum skuldaviðurkenningu frá fyrrverandi manni sínum upp á eina milljón og á í harðri baráttu við sjálfa sig hvort hún eigi að krefj- ast fjárins, þvi hún er fátæk og hefur varla i sig og á. Hún varpaði sér út í strætið eins og hún væri að stinga sér til sunds og muldraði sífellt fyrir munni sér. Hún kallaði Espivant öllum þeim ó- nöfnum, er hún mundi eftir í svipinn. Annað veif- ið varð henni hugsað til Toni Hortiz og vorkenndi honum hálft í hvoru. Henni fannst tiltæki hans framúrskarandi bjálfalegt, en þó hefði hann verið i sínum rétti. Hvað var fólk að sletta sér fram í, þótt einhverjir vildu fremja sjálfsmorð? Hún nam staðar við næsta strætisvagnastoppi- stað og tók vagninn heim á leið. Næstu daga fékk Julie álíka mikinn skammt af vonbrigðum og gleðivímu. Hún fór í stóra fata- quencourt og mágkonu minnar, og Coco Vatard i stað Puylamare. Og svo . . .“ En til þessa hafði aðeins Julie de Carneilhan orðið til þess að áfell- ast frú Encelade (sem var sérfræðingur í nuddi, upprætingu á hörundsflúri og því að þræða perlufestar), og nú kom hinn ungi og þrákelknis- legi Coco Vatard og hin innantóma Lucie Albert í stað hins liðna. Stuttu síðar hélt hún að hún hefði veikzt. En þótt veikindi hefðu sjaldan hrjáð hana, gat hún sér þess til, að þau stöfuðu af breyttum lífsháttum. „Svona fljótt?“ hugsaði hún. „Og ég sem hélt að allt léki í lyndi.“ En líkami hennar FVRNAR ÁSTIR búð, þar sem hún gróf upp roskna og áleitna greiðslukonu, sem þvaðraði um allt milli himins og jarðar og reykti á salerninu. En henni varð á að segja við Julie, ,,Ó, þegar við vorum ungar, greifynja . . .“ og Julie eyddi átta af tlu þús- und frönkum sínum í annarri fatabúð. ,,Hvað ertu eiginlega að gera?“ sagði Lucie Albert í kvörtunartón í símanum. „Maður sér þig ekki nú orðið.“ „Ég er að vinna," svaraði Julie hátíðlega. „Komdu til mín ef þú vilt, og ég skal sýna þér hvernig á að prjóna hanzka, sem hægt er að þvo.“ Hún var aftur byrjuð á ýmsu föndri. Hún hafði einu sinni verið mjög lagin i höndunum. Hún gyllti tvo múlasna, reyndi að fernisera gamlan kexkassa, sem varð eins og geysistór karamella. Loks prjónaði hún eitt par af hönzkum og slæðu úr mjög grófu efni, og Lucie varð frá sér numin af aðdáun, þegar hún sá handavinn- una. Hin stóru, dreymandi augu hennar fylgd- ust illa með nálinni, því að hún gat aðeins verið kyrr, þegar hún sat við barborðið eða á kaffi- húsi. „Ég sá yndislega hanzka, sem hægt er að þvo, í Rue Fontaine," sagði hún. „Þeir eru til í himin- bláum lit.“ „Prjónaðir i vél,“ sagði Lucie. „Já. Hvað gerir það til? Þeir eru jafngóðir." Julie fór út morgun einn klukkan ellefu, fögur og heillandi, sjálfumglöð, klædd í grátt og svart, með fallega hanzka og bleika slæðu. Föl ágúst- sólin skein á hana, þegar hún staðnæmdist milli tveggja búðarglugga og virti sjálfa sig fyrir sér í speglinum milli glugganna. „Svona kona,“ hugsaði hún, „getur hæglega verið glæsileg, ef hún er glæsilega klædd. Þessi litli flókahattur með dúfufjöðrinni er stórkostlegur. Þessi bún- ingur þarfnast ekki annars en dökkgrás karl- manns. En þeir eru víst nokkuð dýrir." Henni til mikillar undrunar fylltu nýju fötin hennar hana angurværð, og hana þyrsti í meira. Hún stóð annars hugar á gangstéttarbrúninni og beið, ekki eftir bíl, heldur bílnum, bílnum hennar. Hún var ekki með sjálfri sér, og vissi ekki gjörla hvað gerðist í kringum hana. Hún fitlaði við fingurinn, þar sem giftingarhringur hennar átti að vera. Þá varð henni skyndilega Ijóst, að hún hafði týnt manninum, bílnum, gamla, aðlaðandi húsinu, hringnum og farinu eftir hringirin. Minningar hennar urðu næstum að raunveruleika og hún þandi út nasirnar um leið og hún minntist ilmsins frá honum, þegar þau unnust sem heitast, og hún minntist kopar- rauðu hryssunnar sinnar og söðulsins, sem hafði verið úr rússnesku leðri. „Söðull úr rússnesku leðri. Ósköp hlýt ég að hafa verið eyðslusöm! Söðullinn hlýtur að hafa kostað — ja, guð veit hvað! Hryssan líka. Síðan eignaðist ég lítinn bíl. Þá kom Encelade gamla í stað Carneilhan Ros- sagði henni ekki neitt. Hún hugsaði til Espivant á hvei’jum degi, um Marianne og Toni litla, og í fullri hreinskilni sagði hún við sjálfa sig, „Það er einkennilegt hve lítið ég hugsa um þetta fólk.“ Coco Vatard hafði ýtt undir þetta yfirborðs- kennda lýðræði. Honum varð margt' fyrirgefið, því að hann dáðist dyggilega að höttunum og kjólunuip, bronzlitu sokkunum, sem lágu þétt upp að smáum, fagurlöguðum leggjum. Julie virti þetta við hann og var góð við hann dag einn í hálfrökkrinu i vinnustofunni. En honum gafst ekki tækifæri til þess að lýsa yfir ósegjanlegu þakklæti sínu við hávöxnu veruna, sem lá við hlið hans í daufri skímunni. Þegar hann hafði sagt fyrsta orðið, glóði sígaretta í skugganum, og Julie hvíslaði. „Nei. ÍÉg vil ekki tala um það á eftir." Julie komst ekki hjá því að taka eftir því, að þótt Coco væri örlátur, þá var hann farinn að verða óhugnanlega þunglyndur. Dag einn reyndi hún að koma honum til að hlæja með því að segja honum, að hún hefði orðið að selja armbandsúrið sitt til þess að geta keypt sér ný föt. En hann hló ekki. „Já. Ég var handviss um, að þú hefðir gert eitthvað kjánalegt. Þú leitar aldrei ráða hjá mér. Þetta armbandsúr — sem ég hef reyndar aldrei séð þig með — getur komið í góðar þarfir ein- hvern tíma. Þú hefðir átt að selja það ef til stríðs kæmi. Ég veit ekki hvað um þig verður, þegar ég fer.“ „Þú hugsar mikið um stríðið, Coco.“ „Ég er tuttugu og atta ára, Julie." Þau voru að ljúka miðdegisverði í Bois. Julie bar púður á nefbroddinn, styrkti roðann á vörum sínum, sem voru eins litlar og slæða hennar og hanzkar. Angurværðin, sem htin greindi í gal- opnurn augum Coco, fékk ekki á hana, því að hún vissi, að ástin brýst sjaldnast út sem óbæld kátína. ,rÉg var kallaðui' í landherinn. En ég ætla að reyna að komast í deild, bar sem ég get séð um einhverja vél.“ Þar sem hann var einungis að tala um sjálfan sig og tilraunastríð, greip hún þegar fram í fyrir honum. „Meðal annarra orða, Coco. Okkur herra Espi- vant hefur sinnazt." „Nú,“ sagði Coco, „það var miður." Hún hló til hans og hneppti frá sér jakkanum og lét skína í gráa, bleikfaldaða blússuna, sem þrýstist fast að barmi hennar. „Jæja, ég vil ekki fara að rífast. En mætti ég spyrja hversvegna þér er þannig innanbrjósts vegna samskipta minna við herra Espivant?" „Það er augljóst. Þér hefur ekki sinnazt við hann, nema eitthvað — ja, eitthvað meira en lítið — hafi gengið á.“ „Nú já. Og hvað svo?“ 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.