Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 9
„Ja, samskipti ykkar hljóta að hafa verið mjög
innileg, til þess að slíkt kæmi fyrir, svo að ég
er að velta þvi fyrir mér hvort . . . En þú reiðist
án efa.“
,,Hvað finnst þér?“
Coco leit ekki undan, þótt Julie horfði kuldalega
í augu hans.
„Ég er að velta þvi fyrir mér, hversu náið
samband hafi verið milli ykkar, og hvað hafi
getað fengið ykkur til þess að sinnast. Að rífast
við mann, sem er dauðsjúkur eins og þú segir
. . . varstu ekki hrædd um afleiðingarnar ?“
Hún forðaðist að svara. Hún óskaði þess heitt
að vera komin langt i burtu frá honum. Hún
vildi helzt lifa þrjú siðustu árin upp aftur. Þrjú
ár, sem smám saman höfðu eyðilagt hana, sér-
hver klukkustund þyngdi á vinnu hennar, sér-
hver mánuður var uppgjöf, og nú lifði hún lífi
léttúðar og stolts, sem hún vildi ekki viðurkenna
fyrir sjálfri sér að væri hégómlegt, og hið eina
sem gaf lífi hennar gildi var líkamshreysti henn-
ar, likt og líkamleg orka fyllir krakka bjartsýni.
Allt lífið var tilviljun, bið. Fer þá þannig fyrir
konu einungis vegna vissrar sérvizku eða óhlýðni,
þótt hún hafi sagt skilið við mann og valið ann-
an og síðan kynnzt hinum þriðja? Húsverkin
þreyttu hana, strit, og stag, umsnúin pils —
„Elskan, svei mér þá, ef pilsið er ekki fallegra
ef þvi er snúið við! — uppfinningar, sem maður
ímyndar sér að séu sigrar, en eru samt einskis
virði, heldur hrein ímyndun. Er þetta tilviljun,
eða er þetta meinfýsi örlaganna ? Hún hugsaði án
þakklætis til ölmusugjafa Becker gamla. Hún
minntist hátíða holdsins, sem stóðu svo stutt
yfir og gleymdust síðan, og hún heyrði þreytta,
hása karlmannsrödd berast til eyrna sinna.
„Þetta er ekki hin eiginlega rödd þeirra," hugs-
aði Julie, „heldur augnabliksrödd." Þrjú til fjögur
ár, nýstárlegur matur á spilaborði — „Yndis-
legar þessar radism' með sinnepi. Julie er svei
mér frumleg!" — og veitingastaðir, þangað sem
maður fór með fagurmálaðar varir, heillandi
hörundslit og eilífðarbros á vörum, sem gaf til
kynna, að hér væri sönn hefðarkona á ferð;
kampavín og styrjuhrogn, eða ef til vill ostrur
og paté de foie de porc. Fjörutíu — fjörutíu og
tveggja — fjörutiu og fimm ára gömul. „Hver
er þetta? Nú, þetta er hin fagra frú de Carneil-
han. Ætlarðu að segja mér að þú kannist ekki
við hana?“
Vindurinn, sem feykti upp borðdúknum, gaf til
kynna, að það var að fara að rigna, og að
botninn á grunnu tjörninni var ekki annað en
aur.
í gamni, i peninga. Tilviljunin hefur til allrar
hamingju sett sautján ár á milli okkar; ég minn-
ist bara á þessa óravídd."
„Koníakið kemur glampa í augun á þér, Julie.
Þau eru svo blá — svo uggvænlega blá,“ sagði
Coco lágri röddu. „En þú yrðir ekki á mig. Viltu
ekki að minnsta kosti tala við mig með aug-
unum ?“
Með því að hálfloka augunum, dró hún úr
þessum bláma, sem honum fannst svo óhugnan-
legur.
„Bölvaður. Hann er allt of glöggskyggn!"
hugsaði hún. „Það gerir návist hans óþolandi.“
„Þetta er Carneilhan-bláminn," sagði hún.
„Pabbi var vanur að hræða okkur með þessum
bláma, þegar við^ vorum börn. Og svo komumst
við bróðir minn að því, að við höfðum erft
þetta. Léon heldur því fram, að þessi sérstaki
blámi temji hesta.“
„Er það?" sagði Coco hæðnislega. „Og með
hvaða lit temur hann svín?“
Julie lét sér hvergi bregða, því að örlög Coco
voru ráðin.
„Hann er ómögulegur," hugsaði hún. „Hann
grunar allt, sem eitthvað er líkt mér. Ég vona,
að brátt fyrirliti hann mig líka.“
„Þér þætti víst síður en svo fyrir því, að ég
ætti enga fjölskyldu, er það ekki, Coco?“
„Ég óska engan feigan," sagði Coco.
Hún leit á hann full skilnings, og gerði sér
það vel ljóst, hversu tortrygginn karlmaður er,
sem nýlega hefur farið eignarhöndum um konu.
„Viltu fara með mig heim, elskan. Ég er að
flýta mér dálitið í dag.“
Félagi hennar gerði það frumhlaup að setja
upp undrunarsvip og hún dró þá ályktun, að
það stafaði af njósnmn hans um hana. Síðsumar-
loftið umhverfis hana fór illa með hörund hennar,
sem þyrsti eftir söltu vatni, en skorti vindblæinn,
sem nú lék um aspirnar í Carneilhan og blés
um þreskigarðinn. Lyktin frá melónunni, sem
félagi hennar var að borða, eyðilagði skyndilega
ilminn frá kaffi hennar.
„Hann njósnar um mig. Hann tekur eftir þvi,
hvernig ég ver deginum. Hann veit, að ég hef
ekkert að gera, nema þvo og staga, og það finnst
honum sannfærandi, og hann veit, að Espivant '
er mér forboðinn ávöxtur, eins og stendur. Hafði
ég gert mér grein fyrir þessu sjálf?"
Hún varð gáskafull, eins og hún vildi leyna
einhverjum glæp, henti brauðmolum til spörfugl-
anna og hrópaði upp, þegar hún sá stóran klasa
af rauðum blómum. Á leiðinni til bílsins, tók
framhaldssaga eftir Colette
„Julie, þú ert ekki veik, er það?“
Hún hristi höfuðið og brosti af þolinmæði.
„Nei,“ svaraði hún hið innra með sér. „Ég er
aðeins að bíða eftir því augnabliki, þegar þú ert
ekki lengur fyrir sjónum mínum. Vegna þess að
þú ert vera, sem ég hef aldrei séð, vera, sem
ég þoli ekki til lengdar: þú ert glöggskyggn mað-
ur, Þú lætur mig tala um annan mann og ferð
með hann eins og svarinn óvin. Maður gæti haldið,
að Herbert héldi engu leyndu fyrir þér. Þú hatar
hanh og skilur hann um leið. Þegar ég hugsa
um Espivant, spyrðu mig hvort ég sé veik. Hversu
góð ráð gætir þú ekki gefið mér, þótt þú sért
aðeins tuttugu og átta ára. Hreinskilinn ráðgjafi,
einn þessarra smáborgaraviðundra, sem tilvilj-
unin kemur stundum fyrir við hlið drottninga.
En bölvaðar drottningarnar sænga með viðundr-
inu og breyta honum í stórbokkalegan hertoga,
bitran elskhug;a og misskilinn stjórnmálamann.
Ef ég hefði þig sem ráðgjafa, myndi ég aldrei
gera neitt kjánalegt, eins og þú komst að orði.“
Hún tæmdi úr koníaksglasi sínu i einum teyg,
enda þótt þetta væri mjög gamalt koníak, sem
var vel þess virði, að farið væri viðurkvæmilega
með það, mjúkt, og gott koniak.
„Hana!“ sagði Julie og lagði frá sér glasið.
,Bravó!“ sagði Coco Vatard.
„Ef hann vissi hvað ég meinti. Þetta er ekki
lengur kjánalegt — þessi upphrópun þýddi, að
ég mun aldrei framar koma neinum að gagni
— ekki einu sinni sjálfri mér. Hann myndi forða
mér frá algeru hrun. Menn geta alltaf leitt yfir
sig hrun, jafnvel þegar þeir ekkert eiga, Coco
er svo umvöndunarsamur. Coco myndi til dæmis
aldrei reyna að skipta ávísun, sem skrifuð er
hún upp fuglsf jöður með silfurskúf og stakk henni
í hnappagat Coco.
„Það á ekki að gefa fjaðrir, eða fugla. Það
færir manni óhamingju."
„Kastaðu henni þá.“
Hann lagði höndina á litlu fjöðrina, eins og
til þess að vei'nda hana.
„Nei,“ sagði hann. „Það sem er gefið, er gefið.“
En hún lagði handlegginn um axlir hans, lét
höndina síga, leitaði að litlu fjöðrinni, tók hana
og lét vindinn feykja henni í burtu. Hún leit
undan þakklátu augnatilliti hans. „Ég veit, ég
veit, þú ert fullur þakklætis. En þannig verður
það ekki lengi. Þetta er hið síðasta, sem ég
geri' fyrir þig,“ hugsaði hún. Hún raulaði lag-
stúf. Hún hélt áfram að raula inni í bílnum, til
þess að hann dirfðist ekki að tala.
„Láttu mig af hérna, Coco, við lyfjabúðina.
Ég þarf að ná í dálítið.“
Hún stökk fimlega út áður en bíllinn hafði
staðnæmzt. Þetta kom Coco á óvart og framhjól
bílsins rakst á gangstéttarbrúnina.
„Þú ert farinn að keyra eins og viðvaningur,
barnið mitt.“
„Ég veit það,“ viðurkermdi Coco.
Hann steig út úr bilnum og snerti rispu, sem
hann ltom auga á á bílnum.
„Ég skal bíða, Julie. Vertu fljót. “
„Nei, nei,“ hrópaði hún. „Ég er i'étt komin
heim.“
En í þessu skall rigningin á, og Julie hljóp
inn og keypti fyrstu túbuna af tannkremi sem
hún sá, fór aftur inn í bílinn og lét aka sér heim.
Hún virtist heyra, hið innra með sér, varúðar-
Framhald í næsta blaSi.
Meistaraverk ritvélatækninnar.
Sé r stök skriftarfegurð.
IBM stimpilklukkur og klukkukerfi
fyrir allar tegundir fyrirtækja.
Veitum viðgerðaþjónustu.
Varahlutir jafnan fyrirliggjandi.
- MICHr,
SKRIFSTOFUVÉLAR
O^ict COUIPMENT
*r$7U7t'>
Laugavegi 11
Símar: 18380 og 24202
VIKAN
9