Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 19
Að dúka borð og skreyta
NtJ stendur yfir aðal
veizlu og samkvæmis-
tímabil ársins, við
sem vinnum eldhússtörfin
hjá Vikunni, viljum því haga
okkur samkvæmt því og
hugsa aðallega um veizlu-
borðið.
Aðalatriði fyrir húshóð-
ur, sem á von á gestum er
að skipuleggja veizluna í
hverju smáatriði áður en
gestirnir koma. Þá verður
samkvæmið fyrst til ánægju
bæði fyrir gestina og hús-
móðurina, því óþreytt og
vel upplögð húsfreyja er
miklu færari um að sjá um
að allir skemmti sér, en hin
sem er þreytt og flausturs-
leg og lætur svo allt skeika
að sköpuðu.
1 dag hallast fólk meir
og meir að frjálsræði og
einfaldleik i skemmtunum,
matarræði og allri fram-
reiðslu. Binfaldari máltíðir
eru smámsaman að leysa af
hólmi hinar hátiðlegri
veizlur með alltof mörgum
réttum og dýrum borð-
skreytingum. Virðist þetta
eins og margt fleira vera
breyting til batnaðar, bæði
eðlilegra og skemtilegra.
En þrátt fyrir breytingu til
einfaldari skemtana og
lifnaðarhátta, þá eru þó
alitaf til þeir hlutir sem
maður verður að gera og
sem maður má ekki gera.
Ekki reyna að færast i
fang meira en fært er bæði
fjárhagslega og á öðru
sviði.
Ekkí bjóða fleiri gestum
en svo að hægt sé að sjá
um að þeir njóti sin. Það er
sjaldan skemtilegt í yfir-
fullum óskipulögðum gleð-
skap.
Ekki framreiða rétti sem
við ráðum ekki fullkomiega
við. Það er betra að prófa
nýja og spennandi rétti inn-
við berum þá á borð fyrir
an fjölskyldunnar áður en
gesti okkar.
Bezt er að hafa allt eins
eðlilegt og hægt er og reyna
um fram allt að vera ekki
of siðbúin.
Að sjálfsögðu verða allir
hlutir á borðinu að vera vel
hreinir. Silfur fægt og glös
og postulín glansandi. Mat-
urinn verður að vera góður
og þannig framborinn að
hann freisti manns.
Aö dúka borö og
skreyta.
Það er ekki hægt að
neyta því að smekkvísi og
þekking kemur áberandi í
ljós við skreytingu í borð-
stofu. Þegar maður skreyt-
ir borð eru ótakmarkaðir
möguleikar fyrir hendi, þótt
vissir hlutir hljóti alltaf að
skapa heildamyndina. Það
er borðdúkurinn, þar sem
bæði litur og efni ráða
miklu um aðra skreytingu.
Mlðborðið, sem verður oft-
ast aðal skreytingarsvæðíð
og svo staðsetning postulins
(matardiska) silfurs og
glasa. Þessir hlutir þurfa
að skapa samræmda heild.
Þar sem rúm er takmarkað
getum við ekki farið frekar
út í þetta óþrjótandi efni
nú, en i næsta blaði munum
við sýna fram á margskon-
ar möguleika í að dúka borð
og skreyta.
VEIZLURÉTTIR
Fiskur f hlaupi með
cocktailsósu.
Nýr fiskur, t. d. þorsk-
ur eða ýsa,
1 1. vatn,
2 tsk. salt,
safi úr 1 s.trónu eða
1 msk. edik,
4 piparkorn,
1 lárviðariauf,
1 1. fisksoð,
2 eggjahvitur,
2 eggjaskum,
16—20 gr. matarlím,
sítrónusneiðar,
soðnar gulrætur,
gúrkur,
tómatar,
rækjur,
kapar,
grænertur o. fl.......
Veljið hentugt mót undir
fiskhlaupið, t. d. skól eða
randmót úr eldföstu gleri,
eða aflangt bökunarmót úr
blikki eða alúmíni. Hafið
mótið hæfilega stórt, svo að
það verði fullt, Uitið mótið
standa með köldimvatni góða
stund, áður en fiskurinn er
lagður i hlaupið.
Verkið fiskinn og skerið í
sneiðar. Sjóðið með sítrónu-
safa eða ediki og kryddi.
Kælið fiskinn i soðinu. Fær-
ið hann úr og leggið hann
á þerru, svo að hann þorni
vel. Verkið burt roð og bein.
Sneiðið sítrónur, rætur,
tómata og gúrkur, þerrið
kaper, grænertiu- og rækjur.
Hafið örsmáa steinselju-
brúska með. Hafið allt þetta
tilbúið rétt áður en það á
að fara í hlaupið.
Búið til hlaup úr soðinu
af fiskinum. Síið það og
fleytið. Mælið soðið dg hellið
í pott. Látið eggjáhvítur,
mulið eggjaskurn og bleytt
matarlím út í og sjóðið og
skírið. Látið soðhlaupið biða
á hlýjum stað, svo að það
haldist fljótandi. :
Hellið dálitlu híaupi i
mótið og látið það hyija
botninn. Látið mótið standa
lárétt á köldum stað, þar
til hleypur í þvi. Leggið það,
sem einkum á að vera til
skrauts, ofan á hlaupið, t.
d. steinseljubrúska, , geira
af sítrónusneiðum ‘og rót-
um, kapar og rækjuh o. s.
frv. þannig, að litirnir Sskipt-
ist á og fari vel saman. Hell-
ið svolitlu soði í mótið og
hleypið. Þegar of ihiklu soði
or hellt í mótið flýtur það
upp, sem lagt hefir verið tii
skrauts. Leggið nú fiskinn
í mótið og jafnframt allt,
sem á að vera með. Hellið
því, sem eftir er af soðínu
yfir, og hleypið. Látið
standa á köldum stað, helzt
til næsta dags. Losið hlaup-
ið meðfram börmunum og
hvolfið á fat. Vindjð kíút
úr heitu vatní og í leggið
yfir mótið, ef hlauþið vill
ekki losna. Leggið harðsoðin
egg, tómata og stéinselju
með á fatið, i
Húsmœður munið VALUR vandar vöruna
VAL S-vörurnar:
sultu - ávaxtahlaup — Sendum uin ailt land —
MARMELAÐI - SAFTIR
IVIATARLITUR - SÓSIJLITIJR
EDIBiSVRA - BORÐEDBB4
TÓIVIATSÓSA - ÍSSÓSUR
Box 1313 — Sími 19795 — Reykjavík
VIKAN
19