Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 14
Efri til hægxi: Það eru hraustir strákar sem krjúpa í auðmýkt og heilsa „Hinni mildu aðferð“. Enginn þeirra byrjar að æfa sig fyrr en hann hefur heilsað iþrótt sinni .... Neðri tii hægri: Æfingarnar vekja mikia undrun hjá þeim sem ekki þekkja neitt tii þessarar i- þróttar. Eins og tll dæmis þessi æfing: Einn beygir sig áfram en hinlr henda sér yfir hann og fara hring, lenda með herðarnar í gólfið og velta sér yfir sig og enda æfing- una uppréttir. GLlMUFÉLAGlÐ ÁR- MANN hefur að und- anförnu haldið uppi kennslu í japanskri glímu. Hafa ungir menn mjög fagnað þessu og sótt kennslu af miklum áhuga. Má segja að glíman sé nokkur bót rauna vegna banns Alþingis við hnefa- leikum og hnefaleika- kennslu. Þegai’ biaðamaður frá Vikunni kom í Iþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar fyrir nokkru voru aJl marg- ir strákar að búa sig undir Júdó kennsluna. Kennari þeirra er ungur maður Sig- urður Jóhannsson, og hefur hann lagt stund á glímu erlendis. Sigurður segir velkomið að ég fái að horfa á litla stund og við göngum í sal- inn. Á miðju gólfi er stór dýna og piltarnir raða sér í hálf- hring á hana, krjúpa á kné og heilsa íþrótt slnni með því að beygja höfuð sín til jarðar. Síðan hefjast marg- víslegar æfingar. Ég nota tækifærið á meðan piltarn- ir eru „að hita sig upp", og bið Sigurð kennara að svara. nokkrum spurning- um. — Kennirðu ekki Jiu Jitzu? — Ekki núna. Við höfum haft námskeið í Jiu Jitzu, en sú glíma er svo varhuga- verð, að við viljum ekki kenna hana nema í sjálfs- vamarskyni og nú stendur yfir slíkt námskeið. — Hvað þýðir Jiu Jitzu? — Það þýðir hin mikla list. ' — Er þetta gömul iþrótt ? Menn hafa, frá þvi sögur hófust, þekkt og notað brögð í Jiu Jitzu í einvíg- um. Eftir því sem menn vita bezt, voru það munkar i Kina sem settu þessi brögð Til vlnstri: tJps! Þarna fékk hann heldur betur skell. — öll hin margvíslegu brögð i Judo, heita Japönskum nöfnum, og Sigurður kenn- ir þeim heitin á tungu þess- arar merkilegu glimu. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.