Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 26
Ég beiö hans... Framh af bls. 18. FTíR þessa dvöl í Skíðaskálan- um mátti heita að Lalli og ég vœrum saman upp á hvern ein- asta dag. Við fórum ekki mikið út, en hann hringdi til mín stundum oft á dag og við vorum saman ýmist heima hjá honum eða heima hjá mér. Hann leigði herbergi vestur í bæ hjá fólki, og virtist hafa nógan tíma aflögu. Eg komst aldrei að raun um hvaða atvinnu hann stund- aði, hann virtist alltaf eiga frí og þurfti aldrei neitt að gera. Hann sagði mér, að hann væri sölumaður hjá fyrirtæki í bænum og þyrfti ekki að vinna nema þegar hann vildi, því hann ætti stóran hlut í fyrirtækinu. Þessu trúði ég eins og nýju neti. Þegar liðnar voru tvær vikur fór Lalli að ympra á því að við ættum að gifta okkur. Ég trúði varla mín- um eigin eyrum, hafði aldrei þorað að vona að honum kæmi slíkt til hugar, hvað þá að ég hefði nokkuð minnst á slíkt. Það var meira en ég hafði búist við. Ég var náttúrlega strax í sjöunda himni og vildi endi- lega setja upp hringana strax. En hann var því mótfallinn, sagðist hafa mestu skömm á trúlofunum, sagði að miklu betra væri að biða lengur og gifta sig svo beint. Ég féllst auð- citað strax á þetta. Yið fórum strax að gera áætlanir um framtíðina og enginn getur ímyndað sér hvað sæl og glöð ég var> LalU stakk upp á því að við biðum í eina sex mánuði og notuð- um tímann til að útvega okkur íbúð og annað sem þurfti I heimilið. Einn daginn kom hann heim til mín, heldur þungur á brúnina og ságði að það gæti víst ekkert orðið af þessu. Mér dauðbrá og spurðl hann hvað væri að. Hann sagði að fjárhagur fyrirtækisins væri bág- ur um þessar mundir, þeir hefðu orðið að leggja mikið fé í vissar framkvæmdir og hann fengi ekkert fé fyrir. sjálfan sig um ófyrirsjáan- legan tíma. Við ræddum um þetta fram og aftuy og loks kom að því að hann spurði mig hvort ég ætti nokkur ráð. Ég sagði sem var að ég ætti ekltert nema það litla sem ég fengi i kaup í mjólkurbúðinni. Þá spurði harin mig hvort ég hefði ekki fengið neínn, arf eftir móður mina. Ég hafði aidrei hugsað út í það. Ég sagði að móðir mín hefði verið bláfátæk. Hinsvegar væri fóstri minn efnaður nokkuð og hefði alltaf verið mér vel- viljaðpr' og góður, hann mundi áreið- anlega hjálpa mér, ef hann vissi að okkur skorti fó um stundarsakir til að ganga í hjónaband og stofna bú. En Lalli bað mig'þess lengstra orða að segja ekki fóstra mínum frá til- ætlún okkar. Hann hafði að vísu beðið mig áður að segja engum frá því sem til stæði og ég hafði ekki séð neina ástæðu til þess heldur. En mér þótti undarlegt að hann skyldi ekkf ..yilja þiggja hjálp fóstra míns ef húri-\þyðist. ' tfann færði sín rök fyrir þvi. Hann ^agði að það væri aldrei að vita nema karlinn væri því mótfallinn að'ég gjftist svona ung (þá var ég nýorðin 18 ára) og. reyndi að leggja stein í götu okkar. Það væri aldrei að vita hvernig svona karlar tækju á málunum. Hinsvegar gæti hann ekkert sagt, ef við kæmurn til hans einn góðan veðurdag og segðumst ætla að gifta okkur á morgun. Lalli sagðist ekki vilja að neinn færi að blanda sér í ráðagerð okkar. En hann bað mig að færa það í mál við fóstra minn hvort ég ætti nokkurn arf eftir móður mína. En ég skyldi forðast að minnast einu orði á í hvaða til- gangi ég spyrði. Það varð því úr að ég færði þetta í tal við fóstra minn. Hann varð dálítið undrandi og spurði mig hvers- vegna mér hefði allt í einu dottið það í hug. Ég gaf loðin svör. Hann sagði mér að hann hefði, þegar hann giftist mömmu, ánafnað henni helm- ing eigna sinna og hefði ég þá strax verið arfleidd að þeirri upphæð. Það hefði hann gert til þess að ég og mamma hefðum eitthvað að bíta og brenna, ef hann félli frá, því sjálfur ætti hann tvö börn frá fyrra hjóna- bandi (sem ég hafði ekki vitað um þangað til núna). Hann vildi því ekki að við mamma bærum skarðan hlut frá borði því óneitanlega ættu þessi börn hans kröfu til arfs eftir hann. Hann sagði að sér hefði ekki fund- ist neitt liggja á að segja mér frá þessu, ég væri ennþá barnung og ekkert lægi á. Hann sagði að það hefði verið hugmynd sin að ég fengi arfinn útborgaðan áður en ég gifti mig. Mig langaði að segja honum að ég væri búin að finna þann eina sanna rétta og það væri einmitt hans vegna sem mig langaði til að fá arf- inn. En ég þorði ekki fyrir mitt litla lif að segja honum frá því, þótt ég sæi ekkert athugavert við það. Ég var viss um að hann mundi bara samgleðjast mér, en svo var ég hrædd við Lalla eða öllu heldur auðmjúk og undirgefin að ég minntist ekki á það. Næst þegar ég hitti Lalla sagði ég honum að ég ætti móðurarf. Hann sagði mér þá að ég yrði að fá hann útborgaðan hvað sem það kostaði, annars gæti ekkert orðið úr hjóna- bandi okkar. Það væri ekki að vita nema hann eignaðist peninga fyrr en seint og siðar meir en nú væri ákjósanlegt tækifæri til að eignast íbúð og ýmislegt sem til heimilis þyrfti. Það ylti þvi allt á þvi að mér tækist að fá móðurarfinn útborgað- an. Og lagalega stéð ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, sagði Lalli. INNST tnni fannst mér einhvern- veginn sem ég tryði alls ekki orðum Lalla, mér fannst hann leyna mig einhverju, fannst hann búa yfir einhverju illu en ást mín var svo skefjalaus og blind að ég varpaði frá mér öllum efasemdum og lagði allt mitt í hendi Lalla. Ég vildi trúa honum. Við vorum sjaldan eða aldrei á ferli úti við eins og ég hef áður sagt, i fyrstu stóð mér algerlega á sama, þvi Lalli veitti mér svo dýrlegan unað að mig langaði ekki út. Það vissu því fáir um samdrátt okkar. En það fór ekki hjá því að það kvis- aðist út um okkur. Vinstúlkur mtnar sumar voru með ýnasar dylgjur í garð Lalla og ein þeirra varaði mig algjörlega við honum, hann hefði farið illa með margar stúlkur og nú væri ég sennilega í netinu. Ég lagði engan trúnað á þessar sögusagnir og reiddist alltaf við þær vinkonur sem þóttust vera að vara mig við. Ég taldi víst að þær öfunduðu mig. Svo herti ég mig upp og færði þetta með arfinn í tal við fóstra minn. Ég spurði hann hvort hann hefði nokkuð á móti því að ég fengi arfinn útborgaðan. Hann varð hissa við og spurði hvaða ástæða væri til þess. Ég sagði honum að ég væri leið á vinnunni, langaði til að fara á skóla og lifa sjálfstæðu lifi. Hann bauð mér þá, að ég skyldi hætta vinnunni, hann skyldi borga fyrir mig skólagjöld og uppihald meðan ég væri í skóla. Hann hefði bara aldrei heyrt ég hefði löngun til að fara áfram í skóla. Ég þrjóskaðist við, sagði að ég vildi fara að lifa sjálfstæðu lífi og ekki vera upp á aðra komin. Ég væri síður en svo að vanþakka hans hjálp með þessu. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.