Vikan


Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 5
OFAÐU henni að gráta, hún jafn- ar sig,“ sagði gamli lögreglu- maðurinn, og horfði á ungu stúHfuna sem sat í hnipri á bekknum inni á lög- reglustöðinni. „Hún hefur bara gott af því.“ „Þetta er furðulegur grátur,“ sagði ungi log- reglumaðurinn, „það er engu likara en hún sé að hlæja. Aldrei hef ég heyrt neitt þessu líkt.“ „Reyndu að slappa af,“ sagði sá gamli, „það «r ekkert hættulegt við móðursýki. En hún er nú líka búin að finna aldeilis fyrir því.“ —O— Sagan hefst eiginlega þegar Jenni fór að verða þreytt á starfi sínu sem gjaldkeri í leðurvöru- verzlun. Gluggaskreytingar og vöruúrvalið í stórverzlununum í nágrenninu áttu sinn þátt i þvi ásamt dagdraumum af ýmsu tæi, ferðalöng- un og féskorti. Þessi leiðindi ágerðust smám- saman unz þau urðu þvi nær óbærileg. Þrátt fyrir hægláta framkomu og heiðarlegt andlit reyndi Jenní ekki að hafa hemil á þessum leið- indum sem liægt og hægt urðu að ástríðu hjá henni. Þar kom að hún hugsaði ekki um annað en losna frá þessu öllu saman. Hún vildi komast i nýtt umhverfi. Hún hugsaði ekki um annað en frelsi. Og hún sá enga aðra leið til þess að öðl- ast frelsi en gerast þjófur. 1 fyrstu hafði dagleg ferð hennar í bankann verið ákjósanleg tilbreyting frá molluhitanum og glamrinu í reiknivélunum inni á skrifstof- unni. Og það leið ekki á löngu áður en hún fékk hugmynd sem hún varð brátt svo altekin af að hún gleymdi öllu öðru. Henni hafði fyrst dottið þetta í hug einn bjartan vormorgun þegar sólin skein í heiði og hún sá hóp manna á leið á bað- ströndina. Af brúnni sá hún móta fyrir eyjunum við ströndina á Kalíforníu. Það var eins og það ðrstutt smásaga eftir Stewar Róbetson. væri hvíslað að henni að ganga nú í þetta sinn framhjá bankanum og sem leið lá niður á járn- brautarstöðina, hverfa burt frá öllum þessum leiðindum með fulla tösku af peningum. 1 fyrstu barðist Jenní gegn þessari hugmynd og fyrirvarð sig fyrir að hafa látið sér detta betta í hug, en ekki leið á löngu áður en röddin /arð sifellt áleitnari sem hvíslaði að henni: Þú jœtir vel endurgreitt þetta einhvern daginn. Munaðarleysingi eins og þú hefur ekki frá neinu að lwerfa, þú átt einskis að sakna. Þessir karl- menn sem sýndu þér áhuga voru bara að daðra við þig að gamni sínu. Þeir giftust öðrum stúlk- um. Kauptu þér ný föt og taktu þér annað nafn og farðu til Kaliforníu. Haltu strikinu. Og síðan fór hún að semja áætlun, þótt hún væri skjálfandi af ótta. Hún yrði að láta verða af þessu þegar hún yrði send með yfir þúsund dali. Og hún yrði að stilla því svo til að það væri stormur eða rigning þennan dag, hún hafði lesið að fólk væri ekki eins varkárt í vondu veðri sem góðu. Þá mundi fólkið á skrifstofunni ekki gruna neitt þótt hún kæmi ekki á tilsettum tíma aftur. Þegar að þessum degi kæmi hafði hún í huga að fresta matartímanum uns tími væri kominn til að fara í bankann. Tuttugu mínútum fyrir þrjú myndi hún fara frá skrifstofunni og klukk- an þrjú mundi hún taka lestina til Fíladelfiu. Hún mundi fara út i Trenton, láta lita á sér hárið, kaupa sér gleraugu og nýja kápu. Siðan mundi hún fara til Kaliforníu og fara sér hægt og tala um Florida full af þrá við hvern sem hlusta vildi. Sumarið leið án þess að hið gullvæga tækifæri gæfist, en Jenní var alltaf á verði. Hún kynnt- ist einum karlmanni sem var með henni nokk- urn tíma en síðan fór hann að gefa sig að öðru kvenfólki. Hún gætti þess að í herbergi sinu væri ekkert að finna, sem gæti gefið upp- lýsingar um hana eða áform hennar þegar þar að kæmi. Það litla sem hún átti af fötum var tilbúið þannig að hún gat gripið til þess hvenær sem var. Ómildur febrúarmorgunn rann upp og hún vissi með sjálfri sér að loks var dagurinn kominn. Það var tími til að láta til skarar skríða. Ágóði dagsins var næstum því 1700 dalir. Það hringlaði í handtösku hennar þegar hún gekk út af skrif- Framhald á bls. 23. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.