Vikan - 29.01.1959, Blaðsíða 27
Þá sagði hann þessa setningu sem
ég man síðan orðrétt:
„Þér skjátlast ef þú heldur að þú
fáir að lifa sjálfstæðu lífi með þess-
um Lalla þínum.“
Og það kom í ljós að hann hafði
lialdið uppi spurnum um hann, hann
vissi ekkert um þetta og væri ekkert
þótt hann hefði aldrei minnst á það
einu orði og hafði aflað sér upp-
lýsinga um drenginn og það voru
heldur ófagrar sögur sem hann hafði
af honum að segja.
Ég þrætti fyrir allt, sagði að Lalli
væri þessu alveg óviðkomandi, hann
vissi ekert um þetta og væri ekkert
við þetta riðinn, þetta væri mín eig-
in ákvörðun. Og þar að auki væri
svo miklu logið um Lalla að óhæfa
væri. Það kepptust allir um að rægja
hann af því allir öfunduðu hann. Og
ég sagði fóstra mínum að Lalli væri
bara góður kunningi minn, við hefð-
um hreint ekki í huga að gifta okkur.
Við ræddum lengi um þetta og það
sló í hart með okkur, mér þótti mikil
raun að því hvað fóstri minn varð
sár og reiður út í mig en ég sat við
minn keip, mér fannst allan tímann
að Lalli stæði bak við mig og stjórn-
aði orðum mínum. Og loks kom að
því að fóstri minn hreytti út úr sér:
,,Þú getur víst fengið arfinn þinn
útborgaðan, fyrst þú gengur það
langt að hóta lögfræðingi. Annars
hélt ég að ég ætti þetta sízt skilið
af þér. Og þar með geturðu farið
Úr þessu húsi og farið að lifa þínu
sjálfstæða lífi, því hingað kemurðu
ekki oftar með þennan Lalla þinn.“
OG þar við sat. Eg var hálft í
hvoru fegin að loksins var ég
búin að gera Lalla til geðs en
hinsvegar rann mér sárt til rifja
hvernig fóstri minn tók þessu. Ég
fann aldrei betur en þá, hvað mér
var farið að þykja vænt um hann.
Og ég vissi betur en ég lét í ljós
hvað ég átti honum mikið að þakka.
lÉg grét alla þessa nótt og sofnaði
ekki dúr fyrr en undir morgun.
Það er ekki nauðsynlegt að lýsa þvi
nákvæmlega sem gerðist næstu daga,
ég fékk arfinn minn útborgaðan á
löglegan hátt, ég flutti frá fóstra
mínum og leigði mér herbergi til
bráðabirgða. Póstri var þungur á
brúnina og fáskiptinn en yrti ekki
á mig meir en nauðsynlegt var, ég
sá að hann tók þessu öllu þunglega
og stundum var ég að því komin að
bresta í grát fyrir framan hann.
Lalli átti ekki nógsamleg orð til
að hrósa mér hvað ég hafði staðið
mig vel, hann var mér nú betri en
nokkru sinni áður. Þegar rúm vika
var liðin frá þessu öllu saman, kom
hann að máli við mig og sagðist
standa í miklu brasi við að útvega
okkur húsnæði. Hann sagði að það
mundi kosta mikið samningaþref og
allskyns flókin viðskipti og spurði
mig hvort ég vildi ekki leggja arf-
inn inn í banka á hans nafni, svo
að hann gæti gengið frá kaupunum
án þess að ég þyrfti að hlaupa til
í hvert sinn, sem ég þyrfti að skrifa
nafnið mitt. tfig gekk að þessu, ég
hafði lagt allt í hendur Lalla og var
nú staðráðin í því að treysta hon-
um í einu og öllu hvað sem hver
segði.
Við skoðuðum nokkrar íbúðir sem
til mála kæmi að við keyptum og
Lalli bað mig að segja mitt álit, við
fórum meira að segja í nokkrar hús-
gagnabúðir til að velja okkur inn-
bú. Ég var afar sæl þessa daga, Lalli
var umhyggjusamur og nærgætinn
við mig og smámsaman gleymdi ég
öllu sem um hann var sagt. Ég var
búin að öðlast fyllsta traust á hon-
um, hlýddi honum í blindni og elsk-
aði hann af öllu hjarta, stundum
spurði ég sjálfa mig hvort þetta væri
ekki allt saman draumur, hvort ég
ætti í raun og veru að fá að giftast
Lalla.
EITT kvöldið kom Lalli til mín lit- < <
ið eitt ör af víni. Ég hafði aldrei < *
séð hann bragða áfengi nema < ►
um kvöldið upp í Skíðaskála og hann 1 >
fann þá sama og ekkert á sér. Hann < >
spurði mig umsvifalaust hvort mig ' >
langaði ekki til Kaupmannahafnar. < >
Ég varð stein hissa en hann sagði < >
mér brátt hvers kyns væri. Hann < >
þyrfti að fara þangað í viðskipta- < >
erindum fyrir fýrirtækið, nú væri , (
allt farið að ganga heldur betur. ,,
Og honum hafði dottið í hug að mér ((
þætti gaman að koma með. Við
mundum ekki dvelja lengur en eina
viku. Ég varð strax himinlifandi,
hafði ekki þorað að láta mig dreyma '
um að komast til útlanda og var ' ’
ekki lengi að þiggja boðið. < ’
Til að gera langa sögu stutta er < ’
nóg að ég segi frá þvi að við fórum < >
með flugvél til Kaupmannahafnar, <»
fengum þar herbergi á hóteli í mið- < >
bænum og fórum út að skemmta < >
okkur daginn eftir. Við fórum I < >
Tívolí og út á Dyrehavsbakken, sigld- ■ j
um um höfnina og skoðuðum ýmsar
gamlar byggingar. Um kvöldið fór-
um við á næturklúbb (Esplanaden). "
Ég skemmti mér konunglega, hafði ''
aldrei upplifað annað eins á allri < ’
minni ævi, svo gaman þótti mér. Við < ’
fórum ekki heim fyrr en komið var <1
framundir morgun. <»
Næsta dag kom Lalli inn í herbergi < >
mitt áður en ég var klædd og sagði < >
mér að nú þyrfti hann að fara og < >
sinna erindum fyrir fyrirtækið. Hann < >
yrði ekki lengur en fjóra tíma og bað Á
mig að hafa hægt um mig á gisti- ▲
húsinu á meðan, hvíla mig og bíða X
þar til hann kæmi. Hann kvaddi mig ▲
blíðlega og sagðist mundi flýta sér T
eins og hann mögulega gæti.
Það liðu tvö ár þangað til ég sá T
hann aftur.
HANN kom aldrei aftur heim á ♦
hótelið. Ég beið hans allan þann ♦
dag og alla nóttina og þóttist ♦
þá fullviss um að eitthvað hefði kom- ♦
ið fyrir. Ég var alveg í öngum mín- ♦
um og verst þótti mér að kunna ♦
ekki nóg í dönsku til að láta vita ♦
hvernig komið var. Og þar að auki ▲
hafði ég ekki eyrisvirði á mér í X
peningum. Loks tókst mér þó að hafa X
samband við sendiráðið, en þeir gátu I
lítið hjálpað mér. Ég ætla ekki að T
lýsa þeirri niðurlægingu sem ég varð ]
að þola næstu daga. Eg ætla ekki að !
lýsa því nánar. Eg var send heim á T
ríkisins kostnað. Það fréttist furðu ♦
fljótt af Lalla. Hann var kominn ♦
til Hamborgar og fór þaðan suður ♦
á bóginn. Hann skrifaði mér ekki ♦
eina línu. Hann gaf enga skýringu. ♦
En mér var farið að skiljast að hann ♦
hafði svikið mig á hinn herfileg- ♦
asta hátt og þar að auki haft út úr ♦
mér aleiguna — móðurarfinn minn. ♦
Ég þorði ekki að láta fóstra minn ♦
sjá mig við heimkomuna en leitaði A
á náðir vinkonu minnar. Hún skaut ♦
yfir mig skjólshúsi fyrstu dagana. Ég a
lá í rúminu viku á eftir, hafði ekki ▲
rænu á neinu, svaf ekkert, borðaði I
ekkert, gat ekki lengur grátið. Vin- T
konan fór á stúfana af eigin hvöt- ]
um og leitaði til lögfræðings, henni 1
voru kunnugir allir málavextir. Lög- ♦
'fræðingurinn rannsakaði málið en ♦
hélt að ekkert væri hægt að gera. Og ♦
ég var því algerlega mótfallin að ♦
gera nokkuð, vildi sem minnst heyra ♦
um þetta. ♦
Ég náði mér ekki fyrr en eftir ♦
marga mánuði. Ég fór út á land að ♦
vinna og var þar í tæpt ár, kom svo ♦
ti! Reykjavikur aftur. Póstri minn ▲
reyndi mikið til að fá mig til sín ♦
aftur en ég gat ekki hugsað til ♦
þess eftir allt sem á undan var ▲
gengið. ♦
Ég frétti að Lalli hefði komið til X
landsins nokkrum mánuðum eftir að T
hann sveikst burt frá mér, hann hafði T
lifað í vellystingum praktuglega og !
náttúrlega notað þá peninga sem ég 1
Pramh. á bls. 25 ♦
EINANGRIÐ betur
þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum
árum í spöruðu eldsneyti, það borgar sig bæði fyrir
yður sjálfa og þjóðfélagið sem heild að spara elds-
neyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús
(vel einangrað) mun notalegri vistarvera en kalt: (illa
einangrað).
Þó áhugi byggingamanna og húseigenda hafi á síð-
ari árum farið sívaxandi, þá fer fjarri að enn sé full-
nægt þeim kröfum sem gera ber til viðunandi einangr-
unar bygginga.
í eftirfarandi töflu er útreiknaður árlegur sparnaöur
í hitakostnaði, ef einangruð er 100 m2 steinplata yfir
íbúðarhæð og þak yfir plötu er óeinangrað.
Sé platan ó- einangruð kostar hita- tapið árlega Sé hún ein- angruð með steinull af þykkt: verður hita- kostn. kr. og sparnað- urinn kr. Og einangr- unarefnið kostar: kr.
6 cm steinull 400,00 2.100,00 4.400,00
kr. 2.500,00 9 cm — 270,00 2.230,00 6.000,00
12 cm — 225,00 2,275,00 8.000,00
Útreikningarnir eru framkvæmdir i samræmi við það
sem venja er til um slíka útreikninga, og er olíuverðið
reiknað kr. 1,00 pr. liter.
Hafnarfirði, simi 50975.
VIKAN