Vikan


Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 9
sér alvarlegur í bragði. „Ég held að þú segir sannleikann," 'sagði hann. „Svona falieg stúlka gæti aldrei logið. En hversvegna ertu enn með þessi gleraugu? Það er ekkert að sjá lengur." Hún setti aftur upp gleraugun, og nú kannað- ist hún aftur við heiminn. „Ég kann bara vel við þau,“ sagði hún. „Ég er orðin vön þeim.“ „Jæja, ef lækninum er sama, þá er mér það. En ef þú ert með þau til þess að sýnast dularfull og hættuleg, þá verðurðu að gefast upp. Þú ert alltof indæl, Alice. Þú kemst ekki hjá því.“ Hún brosti. „Ég skelf ekki, þegar þú setur upp þennan svip.“ „Jú, það geriðu einmitt, en ég kann vel við það. Þú ert ósegjanlega yndisleg. Konan min er yndis- legasta konan í öllum þeiminum. Eftirlát, samt köld og fjai-ræn. Yndisleg kona. Hversvegna gekkstu aldrei í klaustur?" Hún vissi, að hún hlaut að ljóma af ánægju. Hún hafði ekki séð hann í þessu skapi lengi. „Það munaði minnstu. Þegar ég var í skóla, datt mér það oft í hug. Það var önnur stúlka — hún var ágætisstúlka, og hún var staðráðin í því að ger- ast nunna. Þar hef ég líklega fengið hugmyndin." „Og hvað kom svo fyrir?“ „Þú veizt það sjálfur." „Já, mig rámar eitthvað í það. Þú fórst á dans- leik i hvítum kjól, með ljómandi hár... Og þar sá ég þig. Svo man ég eftir því, að við fórum í brúðkaupsferð til Mexíkó." Hann lagði handlegg- III. hluti STUTT - SPENNAND inn um mitti hennar og hún hallaði sér upp að hönum. „Julie, þegar þessi hræðilegi draumur er búinn, förum við þangað aftur. Við förum í bíln- um suður fyrir landamærin og gleymum öllu. Viltu það ekki?“ „Ó, jú.“ Hún leit á hann vonglöð og hallaði höfði sínu að öxl hans. „En ekkert nautaat. Ekki i þetta sinn.“ Hann hló við. „Jæja þá, þegar ég fer að horfa á nautaat, þá ferð þú að skoða þig um. Annars verðum við saman. Þegar ég sný mér við, vil ég sjá þig. Þú mátt aldrei fara frá mér. Skilurðu það?" „Já,“ sagði hún. Hún hafði fundið hann aftur, og þetta fékk hana til að gleyma Brunner og réttarhöldunum. Hún minntist aldrei á þetta við Tom, og hún sá um, að enginn minntist á þetta við hann — f jöl- skylda hennar og vinir, læknirinn, jafnvel ókunn- ugir, sem áttu erindi við Tom. Þar til kvöld eitt, þegar Tom var sofnaður, að dyi-abjallan hringdi í sífellu. Julie gægðist út og sá mann standa fyrir utan, miðaldra mann, þreytulegan, sem bar leðurskjala- tösku undir handleggnum. Hún opnaði og sagði gremjulega. „Maðurinn minn er ekki heill heilsu, og hann er sofandi. Og þér hafið ekkert erindi hingað." Maðurinn gekk fram hjá henni inn í fordyrið, áður en hún gat stanzað hann. Hann tók ofan hattinn og leit á hana. „Ég er ekki sölumaður, frú Barton. Ég heiti Karlweiss. Dr. Lewis Karl- weiss. Kannizt þér nokkuð við mig?“ „Nei.“ „Ekki það. Þar til klukkan þrjú i dag, var ég yfirlæknir á geðveikrasjúkrahúsinu hér í borg- inni. En núna er eg atvinnulaus og hef skyndilega fengið á mig illt orð. Og ég er reiður og hræddur, frú Barton, og ég veit ekki hvað ég á að gera. Þessvegna kom ég hingað." „Ég skil yður ekki.“ „Þér komizt að því hvað ég á við. Fyrir tveim- ur árum hafði ég sjúkling að nafni Charles Bunn- er, og þegar ég hafði haft hann undir minni um- sjá, útskrifaði ég hann. Skiljið þér nú ? Ég er sekur um að hafa sleppt honum. Eg skrifaði und- ir skjal, þar sem staðfest var, að hann væri raun- ar ekki heill á geðsmunum, enn alls ekki hættu- legur. Og í dag var þetta skjal rekið ofan í mig og mér kennt um allt!“ Framhald í nœsta blaði. Tandur þvottalögur er mildur og ilmandi fer vel með hendurnar. TANDUR léttir og flýtir uppþvottinum, og skilar leir og borðbúnaði fitulausum. TANDUR þvær Nælon og önnur gerfiefni, Ull og öll viðkvæm efni sérstaklega vel. TANDUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga, fer vel með málningu, lakk og aðra viðkvæma fleti. Tandur gerir tandurhreint VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.