Vikan - 06.08.1959, Page 5
Hann fór frá fósturjörðinni,
pýzkalandi, með seglskipi á unga
aldri, varð siðar loftfimleikamaður,
bórari, slátrari. bakari og kokkur,
bann kafaði eftir perlum í Kyrra-
hafinu og leitaði að gulli i Nýju
Guineu. Árið 1911 kom hann til
Tyrklands og vegna likamshreysti
sinnar og meðfæddrar þýzkrar her-
mennsku varð liann brátt majór i
tyrkneska hernum.
Pað heyrðist sagt i Tyrklandi i
|)á daga, að Otto Witté hefði hseglega
getað verið Iviburabróðir tyrkneska
prinsins, Halim Eddin. Báðir voru
sex fet og einn þumlungur á hæð,
báðir voru dökkir yfirlitum, jjótt
Eddin væri með brún augu en Witte
blá, báðir gengu jafn reigingslega, og
þeir gengu i sámskonar einkennis-
búningi — aðeins axlaskrúðið sýndi
muninn á majórnum og hershöfð-
ingjanum.
Hlutverk Witte var að kenna tyrk-
neskum hermönnum meðferð nýrrar
þýzkrar fallbyssu, en Tyrkir létu
það ekki uppi, hvort verkið myndi
taka langan tíma cða hvort honum
yr-ði sparkað úr he'rnum um leið og
tyrknesku hermennirnir hefðu kom-
izt að þvi, sem hann gat kennt þeim.
Að þessu komst hann fyrst, þegar
hann var leiddur fyrir Eddin og
honum sagt, að hann gæti farið úr
eirikennisbúningnum, l)ar eð tyrk-
neski herinn þyrfti ekki lengur á
honum að lialda.
Þegar Witte krafðist launa sinna,
til þess að komasl heim til Þýzka-
lands, skelltu þeir við honum skolla-
eyrum og sögðu honum að snáfa
burl úr Tyrklandi hið skjótasta.
Otto Witte fór burt frá skrifstof-
unni i einkennisbúningsjakka án
alls skraúts, með nægilega mikið af
peningum í vasanum til þess að
komast til Konstantinópel. þar sem
hann varð sjálfur að sjá um að kom-
ast heim upp á eigin spýtur.
Hann kom til Konstantinópel með
sáralitið af peninguin i vasanum og
fór inn á ódýran veitingastað til
þess að fá eitthvað ofan i sig, áður
en hann hélt niður að höfninni, til
þess að gá að þvi, hvort þar væri
þýzkur bátur, sem vantaði vanan
sjómann á.
Undirgefinn veitingahúseigand-
inn kom i loftköstum til hans og
bukkaði sig og beygði. — Það cr
okkur sönn gleði, að Yðar hável-
borinheit komi i heimsólui til okk-
ar. sagði hann hátjðlega. Witte
skildi í fyrstu hvorki upp né niður,
þvi að farið var með hann að bezta
borðinu i veitingasalnum. En að
vanda var hann konunglegur i
framkomu og virti fyrir sér mat-
seðilinn á meðan eigandinn hneigði
sig i sifellu og endurtók orð sin um
það, hvílikan heiður Hans hável-
horinheit sýndi honum með þvi að
koma á þennan vesæla stað. Þá rann
ljós upp fyrir Witte: þeir höfðu
•haldið, að hann væri Eddin prins!
Hversu oft höfðu ekki hermennirnir
kallað hann ,.Yðar hátign“, einmitt
vegna þess að hann liktist Eddin
prins!
Witte greip lækifærið. — Ég hefi
i hyggju að líta á nokkrar stofnanir
í Konstantinópel og aðra staði al-
gerlega að óvörum, sagði hann yfir-
lætislega við veitingamanninn, —
til þess að hafa auga mcð því að
öllu sé sem haganlegast fyrir komið.
Ég æski þess ekki, að starfsbræður
yðar meðal veitingahússtjóra fái
nokkra vitneskju um þessar heim-
sóknir minar. Einungis með þvi að
koma að óvörum og ókynntur get
ég rannsakað hvort þessum málum
er sómasamlega háttað.
Witte hesthúsaði beztu máltíð,
sem nokkurn tíma liafði verið borin
á borð á veitingahúsinu, og allir
hneigðu sig fyrir honum, um leið
og hann hugsaði ákaft á leiðinni út.
Hann þurfti að launa Tyrklandi
lambið gráa, vegna þess að hann
liafði ekki fengið peninga þá, sem
liann hafði rétt á, og þegar ekki
var hægt að afla peninganna laga-
lega, varð hann að beita öðrum
brögðum.
Um þetta leyti voru Albanir laf-
hræddir við Tyrki og voru auk þess
konungslausir. Ef þeir gætu fengið
Tyrkja i konungshásætið i Tirana,
myndi Albania ekki þurfa að óttast
neitt framar úr þeirri átt. Þjóða-
bandalag við Tyrkland var ekki ein-
ungis æskilegt, lieldur nauðsynlegt,
og cnginn vissi þetta betur en Otto
Witte. Otto vissi cinnig, að Albanir
höfðu eitt sinn álitið Eddin prins
hæfastan mann til þess að gegna
konungsstörfum, þar eð hann var
viljalaus ungur maður, sem þeir
væntu að myndi lúta ráðherrunum
i hvivetna.
Ákvörðun Ottos i þá átt að látast
vera Eddin prins var þaulhugsuð.
Hann vissi, að Albanir myndu skjóta
hann, ef upp kæmist um svikin, og
ef honum væri skilað i hendur
Tyrkja, myndi dauðinn einnig bíða
hans þar, þótt þar yrði hann ekki
eins skjótur og sársaukalaus. En
hefnigirnin varð ofan á.
Otto átti sáralitla peninga, en nú
ákvað hann að nota þá út i yztu
æsar. Hann fór inn i húð, sem scldi
grímubúninga og annað slíkt. Hann
keypti sér konunglegan tyrkneskan
einkennisbúning, sem myndi hæfa
prinsinum, ásamt orðum og borð-
um. Hann sagði kaupmanninum, að
hann væri á leið i samkvæmi, þar
sem hann átti von á að hitta stúlku,
sem hann vonaðist eftir að eignast.
og þessvegna ætlaði hann að koma
fram sem prins.
Otto tók nú að spyrjast fyrir um
Eddin prins og komst að raun um,
að hann var í opinberri heimsókn
i Bokhara og kæmi ekki aftur til
Konstantinópel fyrr en eftir i
minnsta lagi þrjár vikur. Hann hafði
þessvegna nægan tima til stefnu.
Menn lutu honum i lotningu á göt-
um úti, þar eð allir héldu að hann
væri Eddin prins, og það kom i
ljós, að það var hlægilega auðvelt
fyrir hann að gefa skipanir með að-
stoð tveggja aðstoðarmanna, sem
hann hafði dregið upp úr götunni
og klætt i einkennisbúninga, sem
hann hafði stolið úr herfatageymslu.
Aðstoðarmennirnir voru ámóta
kænir og Otto og náðu sér i fjóra
hjóna, sem áttu að koma með þeim
i sérstaka ferð. Og samkvæmt skip-
un sendu þeir skeyti til albönsku
stjórnarinnnr 10. fehrúar 1912:
..Tfalim Eddin prins mun koma
til Tirana 12. febrúar. Undirhúið
móttökuna“. Undir skeytið var
skrlfað „Mohamnieð ofursti, kamm-
erherra".
Þcgar gamall flutningabátur kom
til Durazzo 12. febrúar, tók enginn
eftir háa manninum, sem steig á
land, i horgarafötum með litla tösku
í hendinni. Witte tók nú eftir þvi,
að allir fánar voru við lnin og
lúðrasveit beið eftir því að bjóða
Eddin velkominn. Hnnn hafði þó
slegið einn varnagla: hann hafði lát-
ið „Mohammed ofursta" segja á við-
urkvæmilegan hátt, að prinsinn ætti
Framhald á bls. 24.
a- Oílattfoas 3 6
o-aas&o-a
Ómegö
þjóðfélagsins
Þú
og
barnið
þitt
sem
SKATTURINN MIKLI.
Þeir brugðust þverlega við
forðum daga, frændur okkar i
Noregi, þegar Haraldur lúfa hóf
upp skattheimtu á hendur öllum
mönnum. Tilraun hans til að efla
rikið með almennri skattheimtu
er þannig lýst frá sjónarmiði
andstæðings: „Haraldr konmigr
eignaðist i hverju fylki óðul öll
ok allt land, byggt ok óbyggt,
ok jafnvel sjóinn ok vötnin, ok
skyldu allir búendr vera hans
leiglendingar, svá þeir, er á
mörkina ortu, ok saltkarlarnir
ok allir veiðimenn, bæði á sjó
ok landi, þá váru allir þeir lion-
urh lýðskyldir.
En af þessi á-
þján flýðu marg-
ir menn af landi
á brott“ ... f
raun gerðist það
eitt, sem eðli-
legt var, að víð-
lent riki krafð-
ist fjárfrekrar þjónustu,
þegnarnir urðu að kosta.
En forfeður okkar i Noregi
skildu, að með almennri skatt-
heimtu var liægt að þrengja að
eignarrétti og athafnafrelsi ein
staklingsins og leggja á hann
byrðair, sem honum fannst sér
með öllu óskylt að bera. Sú skoð-
un ásannast i hverju menningar-
þjóðfélagi nútímans. Kóngsskatt-
urinn hefir vaxið og liggur nú
eins og fjötur á athafnafrelsi
einstaklingsins. Við myndum
flýja land fyrir honum. ef skiln-
ingur okkar á þvi. hvað ríkið
veitir i staðinn, hefði ekki glæðst
verulega frá þvi sem var á dög-
um hins mikla norska einvalds.
f gerð nútimaþjóðfélags ‘‘er
fólgin hagfræðileg þverstæða.
Þvi meir sem það þróast, þvi
þyngri ómegðarbyrði hlýtur þvi
að vaxa og hennar vegna eru
gerðar siauknar kröfur til skatt-
þols þegnanna. Að óbreyttri þró-
un þýðir þetta. að hinir gjald-
skyldu og gjaldfæru þegnar
hverrar siðmenntaðrar þjóðar
verða sifellt að leggja fram
stærri og stærri skerf öðripn
mönnum til framfærslu, og þurfa
sjálfir að spenna hungurólina
fastar þess vegna.
Skyldi hina skattfælnu norskn
óðalsbændur hafa órað fyrir
þvi?
Þrjár uppsprettur
ómegðarinnar.
Hin sivaxandi ómegð, sem sið-
menntað þjóðfélag verður að
framfleyta, er i nokkrum skiln-
ingi ávöxtur siðmenningarinnar
sjálfrar.
í fyrsta lagi verður menntun
æskunnar alltaf tímafrekari og
kostnaðarsamari, þvi að sið-
menningin gerir alltaf hærri ag
hærri kröfur til þekkingar og
leikni uppvaxandi kynslóða. Af
þessum sökum verða skólakcrfi
siðmenntaðra þjóða margbrotn-
ari með hverjum mannsaldri. í
sumum greinum eru menn ekki
fullmenntaðir fyrr en um þritugt.
Þá eiga þeir sjálfir fyrir fjöl-
skyldu að sjá, og i einhverri
mynd verður að kosta framfæri
þeirra af almannafé. Sú þróun er
þvi rökrétt, sem nú er hafin i
nokkrum löndum, að námsmenn
eru á opinberum launum.
f öðru lagi er umhyggjan fyrir
ellinni. Fyrr á tið varð hvert
gamalmenni að strita fyrir lífs-
viðurværi sinu, meðan þvi entist
þrek og heilsa, cn dó fljótlega,
eftir að það varð ósjálfbjarga.
Við lifum aftur á móti á tið elli-
heimila og eftirlauna. iÆknis-
listin fer ekki i manngreinarálit
né spyr, hvaða not verði að lifi,
sein hún lengir uni stund. Þvi
vex her hinna ellihrumu i si-
fellu.
f þriðja lagi er hópur vangef-
inna og fáráðlinga af öllum
gráðum, sem reynast ósjálfbjarga
i kröfuhörðu atvinnulifi nútim-
ans. Sá hópur er tvimælalaust i
örum vexti. Fyrr á tið, meðan
lögmálið, að sjá sér sjálfur far-
borða eða deyja að öðrum kosti,
var i fullu gildi, gat hann ekki
orðið fjölmennur. Höfundur Gisla
sögu Súrssonar lýsir meðferð á
fávita, eins og hann hefir séð
hana fyrir sér. „Helgi hét sonr
Ingjalds ok var afglapi sem
mestr mátti vera ok fifl. Honum
var sú umbúð veitt, at raufar-
steinn var bundinn við hálsinn,
ok bcit liann gras úti scm fénaðr
ok var kallaðr Ingjaldsfifl. Hann
var mikill vexti, nær sem
tröll“. Þarna er sýnd skuggalilið-
in á sjálfsbjörg einstaklings-
ins. Rammasta einstaklingshyggja
okkar tima myndi veigra sér við
að gripa til slíkra ráða.
Ilin fámenna sveit.
Þróunin til aukins öryggis fyr-
ir samhjálp og samábyrgð er i
fyllsta samræmi við grundvallar-
Framhald á bls. 24.
VIKAN