Vikan - 06.08.1959, Qupperneq 7
En ég hefði átt að skilja, að þú ætl-
aðir þér hvorki að vera liáðskur
né öfundsjúkur.
— Þakka þér fyrir háleitar hugs-
anir þínar um siðgæði mitt, sagði
Bo brosandi. — Nú, svo það á að
vera humar, liélt liann áfram, þeg-
ar hann sá humarkló gægjast út úr
poka, sem hafði rifnað. — Þú átt
auðvitað von á þvi, að Gert fái
ágætiseinkunn. Eða er humar dag-
legt brauð fyrir verðandi stjörnu-
lögfræðinga, þannig að það eigi við
hvaða tilefni sem er? Mér gekk
prýðilega í norrænum málum um
daginn, en ég lét mér nægja að
halda upp á það með tvöföldum
skammti af pylsum og kartöflusal-
ati. En það hlýtur að vera mikill
munur á því, þegar við Gert Vik
höldum daginn hátiðlegan.
— Þvi þá?
— Þarf ég að svara? sagði Bo
stuttaralega og opnaði dyrnar fyrir
hana. Þegar þau komu inn í eld-
iiúsið, lagði hann pakkana á eld-
húsborðið og hvarf síðan inn til
sín. Hann leigði minnsta herhergið
í húsinu, vinnukonuherbergið inn
ai eldhusinu, en þaðan sást út í
húsagarðinn. Tveir aðrir leigðu
þarna herbergi auk Bo og Gertu, —-
roskinn bankastarfsmaður og full-
Irúi dómara. Enginn þeirra notaði
eldhúsið, þótt prestsekkjan, sem
leigði út liúsnæðið hefði gefið leyfi
lil þess.
Á meðan Ingrid var önnum kaf-
in við að tína humar, majónes, uxa-
kjöt og annað sælgæti, kom Bo út
úr herbergi sínu. Hann tók steikar-
pönnu úr skápnum og setti hana á
Plötu yfir eldavélinni. Síðan tók
hann fram smjörlikispakka, pakka
með pylsum og kartöflum úr kæli-
skápnum. Þegar hann liafði sett
smjörlíki og kartöflur á pönnuna
og var að skera lauk og pylsur sagði
Ingrid:
— Þú ert svo notalega húslegur,
að það er eins og þér finnist það
sjálfsagt, að karlmaður sjái um
Potta og pönnur, án þess að láta sér
bregða. Flestir hugsa sér að búa
lil einu sinni te lianda sjálfum sér,
svo að maður tali ekki um heila
máltið.
— En ungir menn af því tagi verða
víst sjaldgæfari með degi hverjum,
þegar liúshjálp er að verða kenni-
stafurinn einn! Ef þú ert að liugsa
um þinn ástkæra unnusta, verð ég
segja það honum lil varnar, að
liann er að minnsta kosti ekki á
eltir timanum, þar sem hann ieyfir
konu sinni að afla sér menntunar.
Ingrid svaraði ekki, og Bo lét
þegjandi pylsurnar og kartöflurnar
á disk, tók mjólkurflösku úr kæli-
skápnum og hvarf inn til sín. Hann
kom aftur til þess að ná í brauð í
brauðkassann og glas, en þegar
hann var á leiðinni út úr eldhús-
jnu, sneri hann sér við i dyragætt-
inni og sagði:
— Ég held, Ingrid, að hlutverk
þitt i þessum heimi sé að vera góð-
ur félagi eiginmanns þíns og ekki
liliil skrautgripur, eins og Gert vill
hafa þig. En þvi miður er hann van-
ur að fá allt það, sem hann vill.
Áður en Ingrid vannst tími til þess
að svara, liafði Bo lokað dyrunum á
eftir sér. Ingrid starði bitur á hurð-
ina. Hana langaði að ganga að
henni og opna og segja við Bo
Lundgren ... Ja, hvað átti hún eig-
inlega að segja við hann? Þetta,
sem hann liafði sagt, var satt, og
það var einmitt vegna þess að það
var satt, að hún var svona bitur.
Gert vildi ekki láta liana afla sér
menntunar, vildi alls ekki eiga konu
sem félaga, heldur einmitt eins og
Bo hafði sagt, — skrautgrip eins og
móður sina. Ingrid þrýsti leppunum
saman, og þegar hún tók að leggja
á borðið inni i herbergi Gerts, var
hún enn með ólundarsvip.
En þá heyrði hún lykli stungið
i útidyrnar, og liún gleymdi Bo og
hélt spennt niðri i sér andanum.
Var þetta Gert, og hvernig hafði
lionum gengið? Jú, það var Gert, og
þegar Ingrid sá framan i hann,
þurfti hún ekki að spyrja hvernig
honum hefði gengið á prófinu. Hún
hljóp i faðm hans og kyssti hann.
Gert endurgalt kossinn, síðan lyfti
hann höfðinu og þefaði i kringum
sig.
— Hvaða lykt er þetta? Hefurðu
verið að steikja lauk og pylsur?
— Auðvitað ekki. Það var Bo.
—• Enn einu sinni- Það er ekki að
lurða þótt liann sé vesældarlegur,
með þetta mataræði. Hvað ætlar
unnustan mín að bjóða mér?
— Biddu hérna, sagði Ingrid og
hvarf inn i eldhúsið. ,
Hún var dálítið gröm út i Gert
fyrir það, sem hann hafði sagt um
Bo. Henni fannst einhvern veginn
þessi athugasemd einnig koma við
hana, þar sem hún var oft vön að
kaupa pylsur, þegar liún bjó til mat
handa sjálfri sér í eldhúsinu hjá
herbergisfélaga sínum.
Þegar Ingrid stóð í eldhúsinu el't-
ir matinn og þvoði upp, á meðan
Gert teygði úr sér á legubekknum
i herbergi sínu með dagblaðið og
reykti, fór hún skyndilega að hugsa
um það, sem Bo hafði sagt um heim-
ilisvenjur. En hún reyndi af þráa
að láta athugasemd Bo sem vind um
eyru þjóta. Hún vildi láta Gert
finna, að dekrað var við hann. Hún
gladdist yfir að sjá hann hamingju-
saman eins og í kvöld.
Þetta var fyrsta ár Ingrid við há-
skólann, og hún liafði byrjað á því
að. lesa norræn mál. Það var mun
erfiðara en hún hafði gert sér i
hugarlund að lesa forníslenzku, og
liana sárlangaði til þess að biðja
Bo að hjálpa sér, þar eð hann var
búinn með norrænu málin. En hún
gat ekki fengið að sér að biðja hann,
einungis vegna þess, sem hann hafði
sagt um Gert.
Siðdegis einn daginn, þegar
Ingrid sat inni á „Alma“, stúdenta-
kaffistofunni í háskólakjallaranum
og reyndi að komast fram úr þvi,
sem hún hafði skrifað hjá sér i fyr-
irlestrunum, kom Bo og settist við
borðið hjá henni með mjólkurglasið
og brauðsneiðarnar sínar.
— Flókið? Mætti ég bjóða aðstoð
mína? spurði hann brosandi, þegar
hann sá hrukkurnar á enni hennar
og samanbitna kjálkana, en kaffi-
bollinn og brauðsneiðarnar stóðu
óhreyfð á borðinu við Iiliðina á
henni.
— Ingrid stundi.
— Ef þú hiyndir hjálpa mér,
myndi ég vera því afskaplega þakk-
lát.
Og upp frá þvi sáust Ingrid og
Bo oft saman. Þau „snörluðu“ sam-
an á „Alma“ eða borðuðu pylsur lili
á götu, á meðan Bo reyndi að skýra
forníslenzka leyndardóma fyrir
Ingrid. Og þau fylgdust oft að heim
úr skólanum. En þegar þau rákust
hvort á annað í eldhúsinu, var
Ingrid alltaf fremur stutt i spuna,
því að þótt hún áliti sjálfan Bo að-
eins góðan vin, fannst lienni hún
alltaf vera að bregðast Gert, vegna
l'ess að hún vissi, að honum yar
ekki vel við Bo.
Kvöld eitt, þegar Ingrid sat inni
á herbergi Gerts og las, á meðan
liann lék tennis við félaga sinn,
komst hún að þvi, að hún gat ekki
ráðið fram úr því, sem hún hafði
skrifað niður hjá sér við fyrirlestur-
inn. En hún hafði heyrt Bo koma
heim, og ef til vill mátti lnin vera að
því að spyrja hann, áður en Gert
kæini heim. Hún reis á fætur og gekk
Framhald á bls. U.
VIKAN