Vikan


Vikan - 03.09.1959, Side 6

Vikan - 03.09.1959, Side 6
Helle var köld eins og marmari, og Jeff reyndi árangurslaust að breyta henni til batnaðar. Það var ekki fyrr en hún gaf honum ærlega ráðningu að hún kom upp um skaphita sinn — og sanna, logandi ást sína___ — Ég er konungssonurinn, sem er búinn að vinna hálft konungdæmið, sagði Jeff við sjálfan sig, þegar hann stanzaði bílinn fyrir framan húsið, þar sem Ferðaskrifstofan var til húsa. 1 gær hafði hann skrifað undir þau skjöl, sem gerðu hann að meðeiganda i fyrirtækinu. Þetta var sívaxandi fyrirtæki, og hann efaðist ekki um, að hann myndi kunna vel við starf sitt sem vara- forstjóri þess. Jeff fann stað, þar sem hann gat lagt bílnum, og fimm mínútum síðar var hann kominn að stúlk- unni við símaborðið. — Halló, elskan, sagði hann, og hún brosti strax við honum. — Þér eruð nýi þrælkunarstjórinn, gat hún upp á. Jeff kinkaði kolli og gekk inn á skrifstofuna. Hann stóð uppi við skápinn og virti fyrir sér fjórar stúlkur, sem sátu hver við sitt skrifborð önnum kafnar við að opna bréf, sem nýlega höfðu borizt. — Góðan daginn, signorita, sagði hann við svarthærðu stúlkuna við fremsta skrifborðið. Hún virtist með á nótunum og kinkaði strax til hans kolli. — Danski Ameríkaninn er kominn! hrópaði hún, og hinar þrjár litu upp. Tvær þeirra störðu lengi á hann, og sú þriðja — stúlkan, sem sat næst dyrunum að skrifstofunni, þar sem Jeff átti að hafa aðsetur, leit aðeins flóttalega á hann og sneri sér síðan aftur að bréfunum. Hinar tvær buðu góðan daginn, en stúikan í horninu þagði. Hann stökk yfir hliðið við afgreiðsluborðið í stað þess að opna það, og þegar hann kom að skrifborðinu, sem næst var dyrunum að skrifstofu hans, nam hann staðar. Stúlkan leit upp. Það var kurteisleg spurning í grænum augum hennar. — Halló, Rauðkollur, sagði hann. Þetta hreif heldur illþyrmilega. Stúlkan eld- roðnaði, og fingur hennar reyndu að fálma eftir öðru umslagi. Árangurinn varð sá, að hún reif bréfið, sem í umslaginu var og varð að skeyta því saman, til þess að botna nokkuð í því. Jeff stóð kyrr og virti hana fyrir sér. Hún hlaut SMÁSAGA EFTIR ELLINOR 0BERG að vera viðurnefninu Rauðkollur vön. Annað var óhugsandi — hárið á henni var logandi rautt. Jeff sneri sér við og gekk inn á skrifstofu sína. Andartaki síðar heyrði hann meðeiganda sinn, Karl Berner, koma. — Jæja, eruð þér búinn að heilsa starfsfólkinu? spurði Berner. Jeff hristi höfuðið. — Ég ætlast til þess að vera opinberlega kynnt- ur fyrir stúlkunum, sagði hann. Hann fann sjálf- ur, að rödd hans var einkennilega flatneskjuleg, og hann hafði það á tilfinningunni, að hann hefði beðið ósigur, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir ástæðunni. Stúlkan við símaborðið hét Else. Hún leit á Jeff með tilbeiðzlu í augunum, og hann sendi henni eitt af sínum beztu yfirlætisbrosum. Dökkhærða stúlkan næst afgreiðsluborðinu hét Lisbeth, og hún spurði hvenær hann væri vanur að borða miðdegisverð, og hvort hún ætti að hringja á veitingahús í nágrenninu og taka frá borð. — Jpff er meðeigandi í fyrirtækinu, Lisbeth, ekki viðskiptavinur, sagði Karl. Hinar stúlkurnar tvær hétu Ruth og Towe. Þær voru viðmótsbýð- ar, vel klæddar og fjörugar. Hann hefði einmitt ráðið slíkar stúlkur, ef hann hefði haft einhver völd í fyrirtækinu. Rauðkollur hét Helle. Hún var hvorki viðmóts- þýð, vel klædd né fjörug. Hún var kurteis, kulda- leg, fullkomin og bar sig vel. En hinar voru „stúlk- ur“ — sannar stúlkur að áliti Jeffs. en aftur á móti virtist Helle mikil heimskona. Nema hvað hann hafði séð hana roðna. Og nema hvað hann hafði séð vel snyrta fingurna skjálfa. Jeff tók nú að kynna sér starfsemi fyrirtækis- ins. Ruth var sú fyrsta, sem send var út. Hún átti að aðstoða tvo Bandaríkjamenn við að kaupa minjagripi. Fimm mínútum síðar lagði Lisbeth af stað, til þess að sýna franskri fjölskyldu hið mark- verðasta í borginni. Hún fór í Studebakernum, og Karl vonaðist til þess, að viðskiptavinirnir yrðu ekki fleiri en fimm í hóp þann dag. Tove fór í Volkswagen-bílnum, til þess að aka þýzkum hjónum, sem voru á brúðkaupsferð. — Þeim verður að líða sem notalegast, sagði hún, þegar hún tók upp bíllyklana af lyklaborðinu. — Ágætar stúlkur, sagði Jeff í viðurkenningar- skyni við Karl. — Þær geta bæði talað mörg tungumál og ekið mismunandi bílgerðum. Og svo eru þær þar að auki bráðfallegar. Ég hef það á tilfinningunni, að ég hafi sett dollarana mína í gullnámu . , . Karl hló og sagði, að þetta hefði hann einmitt verið að útskýra fyrir Jeff í þessar þrjár vikur, og Jeff játaði sakbitinn, að hann hefði víst verið nokkuð seinn að koma auga á þetta. — En Rauðkollur? spurði hann. — Rauðkollur. Karl var ekki strax með á nót- unum. — Nú, Helle? Hún fer til Helsingör með enskum majór og konu hans og dóttur. Þau ætla að sjá gröf Hamlets. Hún ekur í Jagúarnum. Helle sér alltaf um þvílíkt. Það á vel við hana. Það er alltaf kvartað, þegar Helle er send í Tivoli með stúdentahóp, en aldrei þegar hún er send á safn með fornleifafræðingi. Helle er sérfræðingur. — 1 hverju? spurði Jeff. — Deyfð? Hún virðist samt ekki af þvl taginu. — Segðu heldur fágun, sagði Karl. — Og mér finnst hún einmitt af því taginu ... Jeff varð hugsað til Helle, sem var svartklædd í hvítri blússu. Hann minntist hins formlega kurt- eisisbross hennar. En það var eitthvað, sem ekki stóð heima. Eins og þegar litlar telpur klæða sig í kjóla mæðra sinna . . . Stuttu síðar kom enski majórinn með fjölskyldu sína. Helle bauð þau velkomin og sagðist hafa pantað borð í Helsingör, þar sem þau gætu drukk- ið te síðar um daginn. Þegar tedrykkjunni væri lokið, gætu þau haldið til Krónborgar. Hún hafði séð um sérstaka leiðsögu um kastalann, og klukk- an sjö myndi kvöldverður bíða þeirra í sérstökum bási í einhverju gistihúsinu við ströndina. — Fyrirtak, sagði majórinn. Helle tók lyklana að Jagúarnum, og stuttu síðar ók rennilegur blár bíllinn út um hliðið. Næsta dag sendi Jefí Helle í Tivolí með nokkr- um lífsglöðum Itölum. Karl var farinn með fjóra Hollendinga, svo að Helle gat ekki áfrýjað dómn- um til hæstaréttar. — Ég kem sjálfur með, sagði Jeff. — Mig lang- ar til þess að sjá, hvernig þetta fer allt saman fram. Ég er nýliði hérna nefnilega. Helle var mjög föl, en hún brosti kuldalega og sagði, að Tove eða Ruth hefðu vafalaust verið hæfari til þess að kenna honum, hvernig Itölum bæri að haga sér í Tivoli. Jeff þóttist ekki heyra þetta. Hann tók hatt sinn, benti Itölunum að leggja af stað og ýtti heldur hranalega á eftir Helle. Jeff gerði ráð fyrir, að sem nýliði, væri ekki tekið alvarlega á því, ef honum yrði á einhver skyssa. Smáskyssa, sem gæti ekki gert mannorði fyrirtækisins neitt tjón. Hann lét Italana „hverfa“ eftir að hann og Helle höfðu beðið þess, að Ital- irnir lykju erindi sínu við einhverjar lauslætis- drósir, sem áttu fremur erfitt með að skilja þá. Helle maldaði f móinn, en Jeff hélt þvi fram, að Italirnir hefðu gefið sér bendingu um, að þeir vildu fremur halda áfram upp á eigin spýtur. Helle virtist í vafa um það, hversu ósvífin hún gæti verið gagnvart nýja húsbóndanum, en komst bersýnilega að þvi, að hún gat ekkert gert sér til varnar. — Það eru 25 ár síðan ég var síðast í Tivolí, sagði Jeff algerlega sannleikanum samkvæmt. Hann hafði verið fjögurra ára gamall, þegar for- eldrar hans fluttust til Florida. — Er yður ekki sama þótt þér sýnið mér nú garðinn eins og hverj- um öðrum ferðamanni? Helle vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en hún kinkaði kolli. Hún vissi fjöldann allan um Tivolí, um sögu garðsins og um þá, sem höfðu hjálpað við að skapa hann. — Eigum við að fara í hringekjuna? spurði Jeff, þegar hún virtist hafa þurrausið þekkingar- brunn sinn. Helle leit skelfd á hann. — Ég vildi að þér hefðuð heldur farið með Tove eða Lisbeth, sagði hún. En hún fór í hring- ekjuna með honum, þótt henni virtist það þvert um geð. Síðan tóku þau þátt í skotkeppni og unnu að launum himinbláan .bangsa. — Viljið þér bera hann fyrir mig, sagði Jeff. Helle leit á hann með augnatilliti, sem kom hon- um til þess að halda, að hann væri argasti böðull. f rússíbananum greip hann utan um hnútinn í hnakka hennar og togaði í. Hún gaf frá sér vein, en tárin, sem runnu niður kinnar hennar á eftir, stöfuðu ekki af líkamlegum sársauka. Hann leit á eldrautt hárið, sem dansaði um vanga hennar og féll niður á axlir hennar og stakk illilega í stúf við svartan jakkann. Og hann leit á litla nælonhnykilinn, sem hann hélt á. — Aha! sagði hann. — Hárkolla! Þvílík svik. Og ég sem hélt að þér væruð öll jafn ósvikin. — Þér haldið víst, að þér séuð ákaflega fynd- inn, sagði Helle bálreið. Tárin runnu niður kinn- ar hennar, og hún reyndi af öllum mætti að taka hárið saman i hnakkanum. — Þér haldið, ef losað er um hárið á stúlku, gjörbreytist hún skyndilega og faðmi yður og kjassi. Þér hafið lesið of margar bandarískar ástarsögur. Hún snerist á hæli og hljóp af stað, hraðar en hann hafði gert ráð fyrir að hægt væri að hlaupa á Þessum háu hælum. Hann stóð og starði aulalega á nælonhnykilinn í hendi sér. — Þetta er rétt hjá yður, Helle, sagði hann. — Þetta var ekki fyndið. En þetta var nauðsyn- legt. Síðan stakk hann hnyklinum í vasann og snautaði út úr Tivoli. t Hún kom ekki á skrifstofuna daginn eftir og heldur ekki næsta dag. Karl var áhyggjufullur, og Lisbeth bálreið. Hún varð fyrir bragðið að aka lafði Fotheringay til Fredriksborg. Á föstudagskvöldið tók Jeff Jagúarinn og ók heim til Helle. Hún bjó í einbýlahverfi, þar sem öll húsin báru vitni um fastan, borgaralegan auð. Jeff hemlaði á mölinni fyrir framan húsið og kom um leið auga á fölt andlit Helle i einurn glugg- anum. Hann þrýsti á dyrabjölluna og tók fingurinn ekki af bjöllunni, fyrr en Helle opnaði. Hann bjóst ekki við því að hún byði sér inn. — Þér hafið ekki komið á skrifstofuna í þrjá daga, án þess að senda læknisvottorð, sagði hann. Skyndilega þagnaði hann og gapti. Hún greiddi sér nú ekki eins og áður. Maður kom í dyragættina. Lítill, þybbinn, virðulegur og að því er virtist önuglyndur maður. — Hver er þessi ungi maður, Helle, og hvað vill h'ann á þessum tíma dagsins? spurði hann og Jeff datt ósjálfrátt í hug spánski rannsókna- rétturinn. — Þetta er Morton, sagði Helle. — Húsbóndi minn ... — Einmitt, sagði litli maðurinn, og einhvern veginn tókst honum að líta niöur á Jeff, sem þó var 186 cm. á hæð. —_ Morton. þetta er föðurbróðir minn, Jespersen. Hún virtist bera óttablandna virðingu fyrir frænda sínum. Jespersen fannst sér bersýnilega bera skylda til þess að bjóða Jeff inn, og hann sendi Helle til Þess að ná í bolla, handa þessum óboðna gesti. G VIK AN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.