Vikan


Vikan - 01.10.1959, Side 4

Vikan - 01.10.1959, Side 4
bak við l᧠og* §lá Góðtemplarareglan á Islandi hefur haldið uppi sterkum áróðri gegn bruggun og sölu á sterkum bjór hér innan lands. Áfengislöggjöfin er sett i samvinnu við áfengisvarnarráðunaut ríkisstjórn- arinnar, og templarar hafa alla þingmenn þess- arar þjóðar í buxnavösunum. Hvaða vopn þeir hafa á vesalings mennina, er ekki vitað, en það kvað enginn þora að bera fram' nýtt bjórfrum- varp. Margir þeirra, sem vilja leyfa sterkan bjór hér- iendis, hafa fært fram þau rök, að bjórlnn gæti orðið útflutningsvara, sterki bjórinn sé afbragðs- góður, vatnið okkar sé svo gott. Það er að visu rétt, að vatnið okkar er gott og kannski hvergi betra, en þó er það ekki eina hráefnið, sem við þurfum, og öll önnur hráefni til bjórframleiðsl- unnar þurfum við að flytja til landsins gegn háum tollum. Það mun því ekki vera, að bjórinn gæti orðið til þess að setja smávegis á botninn í gjald- eyriskassa ríkisins, og ekkert er vitað, hvort bjór- drykkja hér mundi rýra tekjur ríkissjóðs af áfengissölu, en er þó líklegt. Þau farþegaskip okkar, sem annast utanlands- siglingar, mega ekki kaupa bjór frá ölgerðinni, að minnsta kosti bendir allt til þess, því að út- gerð ein sendi eitt sinn þá fyrirspurn til dóms- málaráðuneytisins, hvort hún mætti selja sinn sterka bjór um borð í skipum í utanlandssigling- um, — og var ekki virt svars. Skipin verða því að kaupa bjór erlendis til sölu um borð — fyrir erlendan gjaldeyri. Flestir rétthugsandi menn munu vera orðnir sannfærðir um það, að alger bindindissemi á Is- Landi er ekki nema draumur nokkurra helztu manna Góðtemplarareglunnar, enda segja gárung- arnir, að ríkið mundi fara umsvifalaust á haus- inn. ef menn hættu að drekka. t útvarpsþætti nýlega létu tveir menn í ljós skoðanir sínar á áfengismálum. Annar var templ- ari Hann kvað það grundvallarskoðun reglunnar á Islandi, að hér á landi yrði komið á aðflutnings- og sölubanni á allan áfengan drukk. Hann taldi óliklegt, að menn gætu glaðzt með glas í hönd, og talaði yfirleitt eins og templarar einir tala um áfengismál; manni skilst, að reglan hafi ekki trú á þvi, að nokkur maður, sem á Islandi tekur glas, komist hjá því að verða ofdrykkjumaður. Hinn maðurinn, sem oft hefur átt góða sam- íylgd Bakkusar, hélt því fram, að áfengissjúkling- ar væru hrein undantekning, alls ekki almennt fyrirbæri, flestir drykkju í hófi. Og menn spyrja: Er hægt að banna þessa gleði mannssálarinnar með lögbanni, vegna þess að Það er á stefnuskrá einhvers félagsskapar, sem hefur glatað gunnfána sínum? Verður ekki hver ein- stakur þjóðfélagsþegn að gera það upp við sjálf- an sig, hvort hann neytir áfengis eða ekki? Ef hann kýs að taka glas, — hví ekki að gefa hon- um kost á hæfilega sterkum bjór, sem er mik’ i menningarlegri drykkur en sterkt vín? Sá, se. ákveður að drekka ekki, þarf engin boð eöa bönn. Það er undir „karakter" hvers einsiaks komið, hvort hann drekkur mikið eða litið — eða þá nokkuð. Góðkunningi minn sagði eitt sinn við mig: — Það, sem við eigum að gera, er að láta fara fram þjóöaratkvæðagreiðslu um málið. Við eig- um ekki að láta örfámenna klíku templara ráða því, hvort hér er bruggaður sterkur bjór eða ekki. Við búum i landi, sem hefur miklar tekjur af áfengissölu, og svo höfum við templarana, andstæðinga vlndrykkju, Sem njóta styrks úr rikissjóði til þess að vinna að þvi, að víndrykkja lieyri fortíðinni til, — sögur um vindrykkju verði sagðar á löngum vetrarkvöldum af fjörgömlum mönnum, sem höfðu heyrt afa sinn segja frá ein- hverju góðu fylliríi, en aldrei upplifað sjálfir. Og þú ætlar að skrifa stuttlega um ölgerðina? Ijáttu þess þá getið, að Það mun skoðun mætra manna, þeirra á meðal manna. sem eru reglu- menn, að sterkt öl sé miklu hollara hverri Þjóð en sterkt vín. 1 Sviþjóð var það til dæmis svo á þeim árum, þegar bannað var að selja bjór, að menn gátu fengið sterkt öl út á lyfseðil frá lækni, bjórinn var seldur í lyfjabúðum sem meðal. Hvað mundi gerast hér á landi, ef leyfi fengist fyrir framleiðslu á sterkum bjór til sölu innan lands? Menn mundu sjálfsagt taka honum fegins hendi og drekka meira af honum en góðu hófi gegndi, — ef hann yrði ekki skammtaður. En það er einmitt það, sem verða mundi. Bjórinn yrði skammtaður, því að ölgerðin mundi ekki anna markaði, að minnsta kosti ekki fyrsta árið, — það er ég viss um. Þegar svo framleiðslan nægði, væri nýjabrumið farið af og menn drykkju bjór- inn í hófi og af skynsemi. Menn mundu án efa Tómas Tómasson, forstjóri — jafnvel starfsmönnunum sjálfum er stranglega bannað að fá sér bjórsopa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.